Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 4

Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 4
Formannspistill Ágæti lesandi. Það var nú á haustdögum, sem við heyrðum fréttir af slysi sem orðið hafði í sundlaug í Breiðholti, þar sem drengur fannst meðvitundarlaus á sundlaugarbotni. Strax var ljóst að um alvarlegt tilfelli var að ræða. Já, það er einmitt alltof oft sem við heyrum í féttatímum fjölmiðlanna um óhöpp og slys sem snerta okkur öll en þó eðlilega mest þá sem næstir standa þeim slasaða. Það fréttist fljótt að þessi ungi drengur ætti ættir að rekja hingað í Tungurnar og var búinn að eiga heima hér og vera í Reykholtsskóla. Ég er ekki að rekja þann erfiða óvissutíma sem í hönd fór um það hvort drengurinn kæmi heill frá þessu en af fréttum mátti draga þá ályktun að þar hafi skipt sköpum frábært starfsfólk heilbrigðisstéttar- innar sem björguðu drengnum með sinni faglegu þekkingu. Drengurinn, Þengill Otri Óskarsson frá Helgastöðum, var heppinn að komast heill frá þessu slysi og hefur gott líkam- legt ástand ef til vill skipt miklu máli. Við í stjóm Ungmennafélagsins ræddum um þetta á fundi hjá okkur og ákváðum að senda honum lítilræði, hvatningu og hlýjar kveðjur með óskum um góðann bata fyrir hönd félagsins. Já hversu oft erum við ekki á það minnt að það er ekkert sjálfgefið í lífinu, hvorki heilsa né hamingja og spurning um það hvort sporin sem við tökum séu til gæfu gengin. Ég held að okkur sé hollt í önn dagsins að horfa til þess og þakka hvern góðan dag sem skilar okkur hverju og einu sáttu fram á veginn. Hinn 28. feb. síðastliðinn var haldið 82. héraðsþing H.S.K. í hinu glæsilega íþróttahúsi í Þykkvabæ. Fórum við tvö frá félaginu, ég ásamt gjaldkera Ungmennafélagsins Dagnýju Grétarsdóttur. Þingið var með hefðbundnum hætti og var ágætlega sótt. Það kom fram í skýrslu gjaldkera sam- bandsins að fjárhagsstaða er góð og er það alltaf góðs viti þegar þannig tekst til í rekstri. Meðal stórviðburða í sumar eru landsmót hestamanna sem haldið verður á Gaddstað- aflötum við Hellu og fengu þinggestir nokkra kynningu á þeim framkvæmdum sem þar er búið að gera og ýmsu öðru sem að þessu stórmóti lýtur. Hinn stórviðburðurinn er landsmót Umf. Islands sem haldið verður á Sauðárkróki dagana 8,- 11. júlí og hafa þar einnig staðið yfir miklar framkvæmdir við undirbúning þannig að standa megi sem best að öllu. Vafalítið verður þar margt glæstra ungmenna sem leggja sig fram um að ná góðum árangri. Hvet ég sem flesta til þess að fara á landsmótin og taka þátt í þeim. Eitt er það sem veldur umræðu og deilum í öllum félögum og er Héraðssambandið engin undantekning frá því, en það er sá þáttur sem lýtur að því að deila tekjum til félaganna. í þessu sambandi er ég að tala um lottótekjur. Fram kom til- laga um verulegar breytingar á úthlutun teknanna. Hefði þessi tillaga verið samþykkt óbreytt hefði það þýtt að sum félög hefðu trúlega misst alveg sínar tekjur og önnur borið verulega skertan hluta af sínum tekjum. Tillögunni var vísað frá og verður því útdeiling lottótekna óbreytt um sinn. Tvö ný félög voru tekin inn og samþykkt í sambandið þ. e. Golfklúbbur Þverár og Hnefaleikafélag Suðurlands. Fjölda íþróttamanna voru veitt verðlaun fyrir sín afrek og einnig íþróttamanni ársins sem var öðru sinni valin Vigdís Guðjóns- dóttir frá Húsatóftum, kröftug og dugleg íþróttakona. Af fréttum úr félaginu má nefna að síðbúinn aðalfundur var haldinn í desember og varð breyting í stjórn. I stað Ásborgar Amþórsdóttur kom inn nýr gjaldkeri, Dagný Grétarsdóttir, og er hún boðin velkomin til starfa. Ásborgu eru þökkuð góð störf og samstarf fyrir hönd félagsins. Nú styttist í aðalfundi deilda Ungmennafélagsins og hvet ég fólk til að mæta og taka þátt í starfinu. Að lokum, vil ég þakka Leikdeild sérstaklega fyrir uppfærslu á leikritinu „Góðverkin kalla“ og það mikla vinnuframlag sem liggur á bak við það að koma heilli leiksýningu á fjalirnar. Einnig þeirri skemmti- legu umgjörð sem er í kringum sýningarnar um helgar með því að bjóða upp á mat á undan sýningu. Sem sagt krydd í mannlífið frá Leikdeildinni. Með kveðju, Guttormur Bjarnason. Kosningar á aðalfundi Umf. Bisk. 2003 Stjórn: Guttormur Bjamason form. Sveinn Kristinsson ritari Dagný Grétarsdóttir gjaldkeri. Varamenn: Jórunn Svavarsdóttir og Ásborg Arnþórsdóttir. Útgáfunefnd: Arnór karlsson formaður Geirþrúður Sighvatsdóttir Pétur Skarphéðinsson Margrét Annie Guðbergsdóttir Sigurður Guðmundsson Fulltrúi í rekstrarnefnd: Guttormur Bjarnason. Varamaður: Dagný Grétarsdóttir. Endurskoðandi: Gylfi Haraldsson. Varamaður: Arnór Karlsson. íþróttavaliarnefnd: Helgi Guðmundsson Þórarinn Þorfinnsson Rúnar Bjamason. Skógræktardeild: Sigurjón Sæland formaður Eríkur Georgsson ritari Jens Pétur Jóhannsson gjaldk. Hólmfríður Geirsdóttir. Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd: Skipaður af stjórn. Skennntinefnd unglinga: Harpa Gunnarsdóttir Alexandra Guttormsdóttir Rúnar Björn Guðmundsson Smári Þorsteinsson Oddur Bjarni Bjarnason Atli Þór Svavarsson Frafarandi og viðtakandi gjaldkeri Umf Bisk. Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.