Litli Bergþór - 01.03.2004, Síða 16

Litli Bergþór - 01.03.2004, Síða 16
Átthagafræði í ellefuhundruð ár. Biskupstungur, land og saga Atvinnuhættir frá landnámi til vorra daga 1. hluti Ekki er um auðugan garð að gresja til heimilda- öflunar um atvinnuhætti hér í sveit fyrstu átta aldir búsetu á þessum slóðum. Því verður að mestu leyti að ráða af líkum hvað fólk fékkst við til að afla sér lífsviðurværis. Landnámsmenn hafa flutt með sér búfé, sem þeir töldu nauðsynlegt til að komast af. Það hafa verið nautgripir, og er talið að þeir hafi verið tiltölulega margir fyrstu aldir búsetunnar. Þeir hafa verið nota- drjúgir til öflunar matar, og nautin voru einnig notuð sem dráttardýr í einhverjum mæli. Má vel hugsa sér að þau hafi verið hentug til að draga þung hlöss eftir ísuðum ánum þegar þau höfðu verið búin öflugum jámum. Óvíst er þó að þess háttar dráttartæki hafi verið í eigu venjulegs bændafólks enda ekki mikið af stórviðum eða öðru slíku, sem það þurfti að flytja. Flestir hafa að sjálfsögðu átt hross, og trúlega hafa þau alltaf verið notuð bæði sem áburðardýr og til reiðar en einnig hjá mörgum til matar, þó tilraun væri gerð við kristnitöku til að koma í veg fyrir það. Á fyrstu öldum byggðarinnar er talið að hér hafi einnig verið svín og geitur. Helst er slíkt rökstutt með ömefnum. Örnefni tengd geitum eru vart finnanleg hér í sveit, en eitthvað um að þau séu kennd við svín. Eitt af þeim er Galtalækur, en bent hefur verið á að það gæti einnig verið dregið af mannsnafninu Galti. (E. A. Ámesþing bls. 370) En fleiri má finna, svo sem Svínafell á Uthlíðarhrauni, Svínholt bæði í landi Miðhúsa og Tjarnar og Svínhöfði við Tungufljót í landi Vatnsleysu. Af sjónarhóli nútímans er þó ekki líklegt að þessar tvær tegundir hafi verið algengar eða mikið af þeim lengi. Einnig er talið að eitthvað hafi verið haldið af gæsum og er líklegast að það hafi verið villi- gæsir að uppruna. (E. A. Árnesþing bls. 371) Sauðfé munu landnámsmenn hafa flutt með sér frá Noregi. Er fram liðu stundir varð það veigamesta búféð og þjónaði á ýmsan hátt best því hlutverki að hjálpa fólki að draga fram lífið í erfiðu árferði. Allt búfjárhaldið þjónaði raunar því hlutverki. Ull fjárins var unnt að breyta í flíkur, sem voru góð vöm í vetrakuldanum og héldu hita á líkama manna í bleytu. Voðir ofnar úr ull voru til margra hluta nytsamlegar. Þær voru notaðar í fatnað, sængurfatnað og allkonar dúka. Lengi voru voðir, álnir vaðmáls, helsta viðmiðun varðandi verðmæti. Sýnir það að þá hefur voðin verið helsta söluvara búanna. Skinn bæði sauðfjár og nautgripa voru notuð í skó og skjólfatnaði. Ur kúnum fékk fólk mjólk allt árið og ærnar voru mjólkaðar framan af sumri og sú mjólk að mestu notuð til að búa til afurðir sem unnt var að geyma lengi, svo sem smjör, skyr og osta. Ljóst virðist að málnytjufénaður, kýr og líklega einnig ær, hefur verið hafður í seli á fyrstu öldum byggðarinnar í landinu. Helst eru það nöfn á mann- vistarleifum ofan við byggðina, sem bera því vitni. Sel mun hafa verið frá Skálholti í landi Miðhúsa, þar sem Litli Bergþór 16____________________________________ síðar var nefnt Hrúthagi, og annað þar skammt frá, vestan Brúarár í landi Efstadals. (Á. M., Arnór Karlsson P. V. 2. b. bls. 290 —291) Austurhlíðarsel er á Austurhlíðardal, og mun nú í landi Hlíðartúns. Sel er sunnanvert á Haukadalsheiði og Tungusel við Hvítá á Tunguheiði, sem er eign Bræðratungukirkju. Aðeins sel Skálhotsstóls voru notuð fram á 18. öld. Benda má á að öll þessi sel eru tengd helstu landnámsjörðum í sveitinni, þar sem Austurhlíðardalurinn hefur verið í landnámi Ásgeirs Úlfssonar í „Hlíð hinni ytri“. (E. A. Árnesþing bls. 128) Af því má ráða að selstaða hafi aðeins verið frá stærstu búum og lagst af þegar Skálholtsstóll fór að þrengja að þeim. Minjar um sel í miðri sveit eru í landi Vatnsleysu 2 þar sem heitir Selhóll. (H. B. febrúar 2002) Fleiri slík ömefni og minjar munu vera til. Afréttur mun hafa verið notaður hér í einhverjum mæli til sumarbeitar búfjár frá fyrstu öldum byggðar- innar. Getið er um eignarhald kirknanna í Bræðratungu, í Skálholti, á Torfastöðum og í Haukadal í máldögum frá 14. og 16. öld á afrétti fyrir innan Hvítá. (ísl. fom- bréfasafn II. bindi bls. 669, IV. bindi bls. 49, XV. bindi bls. 647 og 648). Notkun á þessum afrétti virðist hafa verið eitthvað stopul, en svo virðist sem kirkjurnar hafi a. m. k. stundum innheimt beitartoll af bændum, sem fóru þangað með fénað. Þangað var farið með sauðfé, nautgripi og hross. Miklu minna umstang var að fara með fé á Framafréttinn, frá Sandá að Hvítá, og hefur það farið þangað að einhverju leyti sjálft frá bæjunum í Eystritungunni. Ekki eru til neinar heimildir um eignar- rétt á þessu afréttarlandi og virðist hafa verið til frjálsra afnota allra bænda í sveitinni. Fyrstu þrjár aldir búsetunnar mun hér hafa verið hlýindaskeið. Næstu tvær aldir var fremur kalt en síðan fremur hlýtt á 15. öld. (Hr. E. Um landsins rýmun og betmn, bls. 14) Á fyrsta hlýindaskeiðinu a. m. k. er talið að hér hafi verið ræktað kom. Á nokkrum stöðum er getið um akuryrkju í fornritum og reynt er að ráða af ömefnum og mannvirkjaleifum hvar það hefur verið. Talið er að slíkar leifar hafi verið í túninu á Vatnsleysu (Munkagerði) og annar sáðreitur hafi verið í Holtakotum. (E. A. Árnesþing bls. 376. Sbr. Árbók Fomleifafél. 1905 bls 34 og 49-50) Einn þáttur búenda hefur löngum verið að nota sér þau hlunnindi, sem landið hefur. Óefað hefur fólk alla tíð notað sér ýmiskonar jarðargróður, sem vex villtur. Ekki er miklar heimildir um nytjun hans fyrr á öldum, en svo er að sjá að ríkust hefð sé fyrir að tína ber og fjallagrös og grafa upp hvannarætur. Veigamestu hlunn- indin munu alla tíð hafa verið veiði í ám, lækjum og vötnum. I sveit sem hefur þrjár stórár, margar minni ár og læki og stór og lítil vötn og tjamir hafa áreiðanlega margir náð í silunga og sumir einnig laxa til búdrýginda.

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.