Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 18

Litli Bergþór - 01.03.2004, Page 18
kvæmni má áætla þetta þrjá milljónir króna á jörð að meðaltali. (A. K. Sala stólsjarðanna. L-B 11.2. bls. 20) Einn höfuðtilgangurinn með sölu stólsjarðanna mun hafa verið að gera bændur að sjálfseignarbændum sem yrðu fjárhagslega sjálfstæðir. Til að reyna að gera sér einhverja grein fyrir hvernig þetta hefur tekist er rétt að skoða annars vegar hverjir keyptu jarðirnar með tilliti til búskapar þar og hins vegar hvort þær hafi verið í sjálfsábúð til langframa. Varðandi fyrra atriðið hef ég skipt kaupendunum þessara 37 jarða í þrjá hópa; 1. Bændur sem kaupa ábýlisjarðir sínar og búa þar áfram. Þeir reynast vera 10 eða 27 % kaupenda. 2. Fólk búsett annarsstaðar (innansveitar eða utan) en flytur á jarðimar sem það kaupir. Það eru 8 jarðir eða 22 %. 3. Fólk sem kaupir jarðirnar en býr þar aldrei sjálft. Það eru 19 eða í 51 % tilvika. Þetta bendir til þess að allmargir hafi séð hagnaðarvon í því að kaupa þessar jarðir. Til að gera sér einhverja grein fyrir í hve ríkum mæli jarðirnar hafa haldist í sjálfsábúð hef ég athugað á hve mörgum þeirra séu bændur í sjálfsábúð um hálfri öld eftir sölumar samkvæmt Jarðatali Johnsens. Þá reynast 9 vera í sjálfsábúð eða 24 % en 28 eru í leiguábúð eða 76 %. Sala stólsjarðanna hér í sveit virðist því ekki hafa megnað að stuðla að sjálfsábúð til langframa nema að mjög takmörkuðu leyti. Spurningunni um hvort betra hafi verið að vera leiguliði einstaklinga en Skálholtsstóls er hins vegar ósvarað. (A. K. Sala stólsjarðanna. L-B 11.2. Bls. 19 - 25) Manntalið 1801, sem raunar er skráð í öllum kirkjusóknum hér í sveit í ágúst og september 1802, hefur þá sérstöðu að þar er tiltekin atvinna húsbænda. Þetta var skráð á dönsku og hefur ekki verið þýtt í íslensku útgáfunni frá 1978. Það er rökstutt með því að „ekki sé alltaf fyllilega ljóst, hvaða merkingu skrásetjari leggur í orðin.“ I orðasafni í bókinni er þó þýðing margra orðanna. Svo til allir, eða 69, lifa af að yrkja jörðina, „jord- brug“, eins og það er orðað. Það táknar efalaust fyrst og fremst kvikjárrækt í þá vem sem hún hafði verið stunduð um aldir en einnig aðra nýtingu á gróðri jarðar. Langflestir, eða 60, em einnig sagðir hafa atvinnu af því sem nefnt er „fiskerie“. Engin skýring er í mann- talinu á þessu orði og væri nærtækt að skýra það svo að þeir hefðu róið til fiskjar, ef jarðir þeirra væru nærri sjó. Miðað við þær aðstæður sem hér eru finnst mér eðlilegt að líta á þetta sem silungsveiði. Þá tilgátu styður að 10 bændur em sagðir lifa á laxveiðum, „laxe- fangst“ og búa þeir allir við Hvítá. Aðstoðarmaður biskupsekkjunnar í Skálholti er auk þess sagður barna- kennari og er hann sá eini sem slíkt starf stundar. Þrír hafa smíðar á ýmist jám, silfur, kopar eða tré að at- vinnu samhliða búskap og veiðum. Öllu flóknust er lýsingin á atvinnu annars bóndans í Laugarási, Jóns Jónssonar. Hann er sagður vera; „bonde, fattiges for- stander — sölv- og kobersmed, snikker, skildrer, bild- hugger etc — af jordbr(ug) og laxefangst". Með stuðningi af orðasafninu í manntalinu má ráða að hann hefur auk þess að vera bóndi og laxveiðimaður verið fátækrastjóri eða hreppstjóri, silfur-, kopar- og tré- smiður, málari eða myndgerðarmaður og bíldhöggvari (e. t. v. blóðtökumaður) eða myndskeri. (Manntal 1801, bls. 265 — 283) Búskapurinn mun hafa verið í svipuðu formi alla 19. öldina. Fólk lifði á því sem við köllum nú hefðbundinn Litli Bergþór 18____________________________________ búskap, og mestur hluti afurðanna var notaður á heimilunum. Helsta söluvaran var ullin og e. t. v. ein- hveqar ullarafurðir. Nautgripum og sauðfé hafði fækkað verulega á 18. öldinni. Nautgripimir em alla 19. öldina færri en þeir vom 1709. Þeir eru í kringum 400 framan af öldinni og fækkar á síðari hluta hennar og em þá ekki nema eitthvað á þriðja hundrað. Sauðfénu fór að fjölga upp úr 1820 og verður yfir 11 þúsund um miðja öldina. Þá kemur upp fjákláði og er um 90 % fjárins skorið árið 1858. Því fjölgar raunar nokkuð fljótt aftur en fjÖldi þess nær þó ekki nema eitt ár aftur yfir 8 þúsund á öldinni. Væntanlega hafa möguleikar á sölu ullar og verð á henni haft áhrif á fjölda fjárins og fráfæmr gáfu notadrjúgar mjólkuraf- urðir. Sauðasalan til Bretlands undir lok aldarinnar hefur líklega ekki haft veruleg áhrif hér. Hrossin em hins vegar fleiri alla 19. öldina en þau voru 1709 eða frá rúmum fjórum hundruðum og upp í hátt á 7. hundr- að. Bændur voru á þessari öld frá 64 og upp í 84. Því má ætla að meðalbóndinn hafi verið með 3 til 6 naut- gripi,'40 til 140 kindur og 6 til 9 hross. . (Hr. E. Um landsins rýmun og betmn, bls. iv - v) Auk heimajarða notuðu þeir Biskupstungnafrétt fyrir sumarbeit. Afrétturinn frá Sandá að Hvítá var alltaf notaður til sauðfjárbeitar og afrétturinn fyrir innan Hvítá var eitt- hvað notaður fyrir hross og nautgripi a. m. k. á fyrri hluta aldarinnar. Þegar fénu fór að fjölga rétt fyrir miðja öldina kom upp áhugi á að nýta afréttinn innan Hvítár einnig til sumarbeitar sauðfjár. Það leiddi svo til þess að hreppurinn keypti þetta land af kirkjunum fjóram, Skálholts-, Torfastaða-, Haukadals- og Bræðratungu-, sem það áttu. Ekki varð þó mikið úr því að þangað væri farið með fé á 19. öldinni, fjárkláðinn frestaði því um nærri 30 ár að byrjað væri á því og aðeins var farið þangað með graslömb og geld- fé. (A. K. Árbók F. í. 2001 bls. 49 — 53) Rúmlega 70 bændur byrja 20. öldina á aðeins færri býlum með 237 nautgripi, 5076 kindur og 430 hross. Lítil breyting verður á fjölda bænda og býla fyrri hluta aldarinnar. Naugripunum ýmist fjölgar eða fækkar, og er sveifl- an mest um 100 gripir, þar til á 4. áratugnum að þeim fer að fjölga og ná því að verða álíka margir árið 1950 og þeir voru 1709. Á þessum tveimur áratugum er áhrifa mjólkursölunnar farið að gæta. Sauðfénu fjölgar upp úr aldamótunum og er sú fjölgun nokkuð stöðug fram yfir 1930 og em skráðar flestar 12.646 kindur árið 1933. Fjöldinn er svipaður fram yfir 1940 en upp úr því fer fénu fækkandi, en þá er mæðiveikin farin að herja. (Hr. E. Um landsins rýmun og betrun, bls. v - vi) Fjölgunina má væntan- lega skýra með því að þá er notkun afréttarins fyrir innan Hvítá orðin almenn, sala á sláturfé er auðveld eftir að Sláturfélag Suðurlands var stofnað, og ef til vill hefur starfsemi rjómabúsins við Torfastaðalæk á fyrstu áratugum aldarinnar hvatt bændur til að fjölga ám í kvíum. Það starfaði við Kotslæk í landi Torfastaðakots, nú Vegatungu, frá 1903 — 1927. Þar var tekið við rjóma úr bæði úr kúamjólk og sauðaþykkni frá bænd- um og búið til úr honum smjör. I lögum rjómabúsins var 1. gr. á þessa leið.: „Rjómabúið er stofnað í þeim tilgangi að bæta meðferð og verkun smjörsins, auka framleiðslu þees og útvega svo góðan markað þess sem kostur er.“ (S. K. L-B 12. árg. 2. tbl. bls. 8) Árið 1950 eru skráðar 6.477 kindur en þær voru allar drepnar árið eftir. Ull var á þessum tíma nokkuð verðmæt afurð. Hluti hennar var notaður til að vinna úr fatnað og rúmföt, sem að mestu var notað á heim-

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.