Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 4
Formannspistill Á dögunum var haldið 84. héraðsþing HSK í Hveragerði, nánar tiltekið 25. febrúar. Miklar og góðar umræður fóru fram í fimm starfsnefndum þingsins og um 20 tillögur voru samþykktar. Það mál sem mest var rætt í þingsal og starfsnefnd þingsis var staðsetning Unglingalandsmóts UMFÍ árið 2008, en sækja þarf um mótið fyrir 15. júní nk. Laugdælir, Trausti og Dalbúi lögðu sameiginlega fram tillögu á þinginu þess efnis að stjórn HSK yrði falið að halda umrætt mót á Laugarvatni í samráði við Bláskógabyggð. Á þinginu kom fram að Sveitarfélagið Ölfus hefur þegar samþykkt að sækja um að fá að halda umrætt mót í Þorlákshöfn í samvinnu við HSK, og hefur Héraðssambandinu þegar borist formleg beiðni þess efnis. Niðurstaða þingsins var sú að stjórn HSK var falið, í samráði við þær sveitarstjómir á sambandssvæðinu sem áhuga hafa að halda landsmótið, að sækja um. Það er síðan stjóm UMFÍ sem ákveður endanlega hvar á landinu mótið fer fram og verður staðarvalið kunn- gjört á landsmótinu á Laugum í sumar. Spennandi tímar framundan, en ljóst er að margar hendur þarf til þess að koma svo stóru móti sem best fyrir þannig að framkvæmdin fari sem allra best fram, og veram minnug þess að eitt af stóra markmiðunum með svona móti er að leiða unglinga til iðkunnar á íþrótt- um, heilbrigðra samskipta með jafnöldram og for- eldram og umfram allt án vímuefna. Leikdeild Ungmennafélagsins hefur staðið í ströngu frá því um áramót er undirbúningur að uppfærslu á leikritinu „Blessað bamalán“ hófust en höfundur verksins er Kjartan Ragnarsson og leikstjóri Gunnar Bjöm Guðmundsson. Skemmst er frá því að segja að aðsókn hefur verið mjög góð. Umgjörðin á sviðinu er afar haganlega fyrirkomið enda ekki verra að hafa smiði í leikhópnum.Verkið er sprenghlægilegt og leikaramir fara á kostum. Eins og undanfarin leikár hefur verið boðið upp á leikhúsmatseðil, nú á Kaffi Kletti, á undan sýningum um helgar og telst þetta vera orðin hefð hér í tengslum við menningar- viðburð af þessu tagi. í febrúar var fimleikadeildin með áheitasöfnun, en þá vora iðkendur í fimleikum að æfa og sýna heilan laugardag og vora með því að safna peningum til kaupa á stæma trambólíni. Þetta er gott dæmi um áhuga Iþróttadeildar til eflingar á tækjakosti íþrótta- miðstöðvar okkar. Ungmennafélagið ýtti úr vör æfingum og kennslu í skák í samvinnu við Reykholtsskóla í febrúar og var byrjað í eldri bekkjunum og stefnt að því að bjóða einnig yngri bekkjunum von bráðar. Þessi tilraun lofar held ég góðu og gefur vonandi ástæðu til þess að taka upp þráðinn næsta haust. Skák er jú góð heilaleikfimi. Ég vil að lokum þakka öllum, sem lagt hafa félag- inu lið til eflingar góðu mannlífi hér í sveit. Guttormur Bjarnason, formaður Umf. Bisk. Kosningar á aðalfundi Umf. Bisk. 2005: Aðalstjórn: Guttormur Bjamason, formaður Sveinn Kristinsson, ritari Ingibjörg Sigurjónsdóttir, gjaldkeri Dagný Rut Grétarsdóttir, varamaður Ásborg Arnþórsdóttir, varamaður Skógræktardeild: Sigurjón Sæland, formaður Ingimar Einarsson, ritari Jens Pétur Jóhannsson, gjaldkeri Hólmfríður Geirsdóttir Rekstrarnefnd: Guttormur Bjarnason, formaður Sveinn Kristinsson, varamaður Iþróttarvallanefnd: Helgi Guðmundsson, formaður Þórarinn Þorfinnsson Rúnar Bjamason Fulltrúi í þjóðhátíðarnefnd: Skipaður af stjórn. Skoðunarmenn: Gylfi Haraldsson, aðalskoðunarmaður Arnór Karlsson, varamaður Útgáfunefnd: Amór Karlsson Skúli Sæland Pétur Skarphéðinsson Margrét Annie Guðbergsdóttir Sigurður Guðmundsson Svava Theódórsdóttir Skemmtinefnd unglinga: Guðrún Linda Sveinsdóttir Þröstur Geirsson Guðrún Gýgja Jónsdóttir Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Samúel Egilsson Oddur Bjarni Bjarnason Litli Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.