Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 12
lega um leyfið fyn' en 11. júní og þá þegar hafði hreppsnefndin bókað á fundi 27. apríl að hún félli frá þátttöku í málssókn vegna vatnsréttindanna. Það er sömuleiðis eftirtektarvert að Magnús sækir ein- ungis um gjafsókn til handa Eiríki. Þó hafði Skúli veitt þeim Eiríki, Ingvari og Magnúsi Sveinssyni full meðmæli hreppsins með gjafsóknarleyfi. Svo virðist sem að lögmaðurinn hafi séð sig um hönd og talið að nægjanlegt væri að einungis einn aðili sækti málið. Tók Eiríkur Sæland því að sér að fara einn í mál við Ragnar fyrir hönd allra hinna. Með þessu féllst hann ekki einungis á að taka að sér töluverða vinnu og umstang sem jafnan fylgir slíkum málum. Hann tók á sig töluverða fjárhagslega áhættu því öllum dómsmálum fylgir bæði ákveðin óvissa um niðurstöður dóms og einnig getur óvæntur aukakost- naður bæst við sem lendir þá á málsaðilum. Hjálp berst úr óvæntri átt I ljós hefur komið að málsaðilar nutu einnig liðsinnis Benjamíns H. J. Eirfkssonar við undirbún- ing gjafsóknarleyfisumsóknanna. Benjamín var móðurbróðir Eiríks og hringdi Eiríkur í frænda sinn og leitaði liðsinnis hans. Sendi honum síðan bréf sem barst Benjamíni 15. maí 1957 þar sem Eiríkur rakti gang mála og bað Benjamín að tala máli þremenn- inganna fyrir Hermanni Jónassyni dómsmálaráðherra. Um þetta leyti var Benjamín bankastjóri Framkvæmdabankans og hafði starfað náið með ríkisstjórnum íslands allt frá því 1949 auk þess að vera sérstakur ráðunautur ríkisstjórnarinnar um árabil. Hann hafði því góða möguleika á að ná eyrum Hermanns Jónassonar dómsmálaráðherra sem Benjamín mat sjálfur mikils. Magnús hefur hugsanlega ekki viljað leggja inn umsókn fyrr en vitað væri hvernig viðtökur hún fengi. Það er sennilegt að Benjamín hafi kannað aðstæður og rætt málin við Hermann áður en Magnús sótti formlega um gjafsóknarleyfið. Sú töf sem varð á að Magnús sækti um leyfið rennir stoðum undir þær grunsemdir að einhverjar þreif- ingar hafi verið í gangi um hugsanlegar viðtökur slíkrar umsóknar. Benjamín H. J. Eiríksson. Eiríkur A. Sœland leitaði aðstoðar frœnda síns þegar kom að því að takast á við íslenska stjórnkerfið. Svo kann að vera að reynsla og sambönd Benjamíns haft reynst málsaðilum drjúg. Þó er ekkert sem bendir til þess að það hafi verið neitt ólögmætt á ferðinni með veitingu leyfisins til handa Eiríki. Gjafsóknarleyfi voru veitt aðilum vegna almenningsheilla eða vegna bágra efna- hagsástæðna umsækjanda. í þessu tilfelli mátti færa rök fyrir báðum þessum ástæðum eins og Skúli Gunnlaugsson oddviti benti á: Eins og nú stendur eru eigendur Reykholtshvers 9 talsins, meiri hlutinn ungir fjölskyldumenn, sem hafa nýlega byrjað á gróðurhúsarækt, þá alveg efnalausir, og eiga því að vonum í vök að verjast fjárhagslega. Fáist eðlileg og réttlát skifting á vatninu, má gera ráð fyrir að þama geti orðið blómlegt og vel lífvæn- legt byggðahverfi. Það veltur því á miklu, ekki ein- ungis fyrir þá einstaklinga, sem þarna eiga hlut að [svo] rnáli, að þetta mætti takast, heldur einnig fyrir hreppsfélagið í heild, og ekki sízt vegna þess, að Biskupstungnahreppur á 2 _ sekl. af því vatni sem frá hvemum rennur, sem notað er til upp hitunar [svo] heimavistarbarnaskóla, sundlaugar og félagsheimilis, sem nú er í smíðum. Hvaða leiðir sem famar voru við leyfisumsóknina þá skiluðu þær árangri og þann 14. október hafði Eiríki verið veitt gjafsóknarleyfi. Réttarhöldin Undirbúningur réttarhaldanna hefur þá byrjað fyrir alvöru. Það leið þó tæpt ár þar til að Magnús Thorlacius hrl. skrifaði Páli Hallgrímssyni sýslumanni og fór fram á birtingu stefnu á hendur Ragnari Jónssyni. Mættust málsaðilar svo í fyrsta skipti 18. september 1958 í „þinghúsi Biskupstungnahrepps“ að Vatnsleysu fyrir sýslu- manni sem jafnframt var „reglulegur dómari“. Þetta dómsmál átti svo sannarlega eftir að dragast á langinn því málinu lauk ekki fyrr en 14. nóvember 1962. Hafði Páll sýslumaður þá sett aukadómþing vegna þessa máls alls tíu sinnum. Dómurinn viðurkenndi þó að ,,[d]ómuppsaga hefir dregizt nokkuð vegna anna.“ Meginástæða þessara tafa var þó sökum þess að málaflutningsmennirnir urðu sam- mála um nauðsyn þess að fresta málinu „um langan tíma“ á meðan ítarlegar mælingar væru gerðar á vatnsmagni Reykholtshvers. Mælingarnar staðfestu þó einungis fyrri mælingar Theodórs Árnasonar um 1 að meðalrennsli Reykholtshvers væri rúmlega 14 sekl. Þær voru hins vegar mjög kostnaðarsamar eins og Skúli Gunnlaugsson oddviti hafði bókað hér að ofan. Á reikningi jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstofunnar sem Magnús lagði fyrir dómþingið kemur fram að heildarkostnaður rannsóknanna nam alls 30.404,25 krónum. Til samanburðar voru Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.