Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 25
Málefni hitaveitna. Margeir gerði grein fyrir stöðu mála og lagði fram eftirfarandi bókun: Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar sem hald- inn var 12. júlí 2005 var samþykkt að undirritaðir yrðu fulltrúar sveitarfélagsins í viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur. Kanna átti hvort grundvöllur væri fyrir sameiningu veitufyrirtækja Bláskógabyggðar og OR með það að markmiði að skapa frekari möguleika til eflingar byggðar og uppbyggingu atvinnulífs í Bláskógabyggð. Eins og fram kom á minnisblaði sem lagt var fram á fundi sveitarstjórnar 17. janúar 2006 þá hafa aðilar komið sér saman um helstu forsendur sem nota skal við útreikninga á virði veitna sveitarfélagsins. Nú þegar að niðurstöður virðismatsins liggja fyrir þá getum við ekki lagt til að veiturnar verði seldar eða sameinaðar OR á þessum forsendum. Þrátt fyrir það leggjum við sérstaka áherslu á að áfram verði kannað hvort grundvöllur sé fyrir samstarfi við OR á öðrum sviðum s.s. á sviði kaldavatns-, upplýsinga- og frárennslismála. Margeir Ingólfsson framkvæmdastjóri veitna Bláskógabyggðar Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Bláskógabyggðar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir með 5 atkvæðum (SAS, MI, SA, MB, GÞ) framlagða tillögu, en 2 sitja hjá (DK, KL). Kjartan gerði grein fyrir atkvæði sínu, og fagnaði því að ekki kæmi til sölu veitnanna. Þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar 2007 - 2009. Önnur umræða. Valtýr gerði grein fyrir framlagðri þriggja ára áætlun Bláskógabyggðar með greinargerð, fyrir árin 2007 - 2009. Helstu lykiltölur áætlunar fyrir samstæðureikning eru [þúsundir króna]: 2007 2008 2009 Tekjur 592.745 619.764 645.412 Gjöld 546.068 567.439 586.131 Rekstrarniðurstaða 17.864 25.969 35.357 Eignir 659.205 652.825 654.794 Skuldir 458.391 426.042 392.654 Eigið fé 200.814 226.783 262.140 Fjárfestingar (nettó) 6.000 12.000 15.000 Sveitarstjóm samþykkir samhljóða framlagða þriggja ára áætlun. Almennir fólksilutningar til Þingvalla og innan Blá- skógabyggðar. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að vinna ályktun um fyrirkomulag almenningssamgangna til og innan Bláskógabyggðar. Ályktunin verði lögð fram á næsta fundi sveitarstjómar. Tillögur frá Launanefnd sveitarfélaga: 1. Samþykkt LN vegna Félags leikskólakennara. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að nýta sér heim- ild LN um tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning við Félag leikskólakennara og bæta við launaflokkum og eingreiðslum skv. samþykkt LN dags. 28. janúar 2006. 2. Samþykkt LN v/ stéttarfélaga sem samið hafa urn starfsmat. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða að nýta sér heim- ild LN um tímabundnar launaviðbætur við gildandi kjarasamning við Samflot bæjarstarfsmannafélaga. Umsamin ný launatenging starfsmats taki gildi frá 1. janúar 2006, að lægsti viðmiðunarlaunaflokkur út- borgaðra launa verði 111. 115 og að bætt verði við mánaðarlegum eingreiðslum eins og tilgreint er í dálkum C í fylgiskjali með samþykkt LN dags. 28. janúar 2006. Innsend bréf og erindi: Málflutningsskrifstofan, 30. janúar 2006; Landamerki Kjarnholta I og II. Lagt fram bréf frá Málflutningsskrifstofunni, dags. 30. janúar 2006, sem ritað er að beiðni Magnúsar Einarssonar, Kjarnholtum I, vegna landamerkja Kjarnholta I og Kjamholta II. Vísað er til bókunar skipulagsnefndar uppsveita Ámessýslu, 17. nóvember 2005, lið 4, þar sem lögð voru fram sjö landspildublöð sem sýna skiptingu Kjamholta II. Þar sem ljóst er, að uppi er ágreiningur um landa- merki jarðanna Kjarnholta I og Kjarnholta II samþykkir sveitarstjóm að fella úr gildi samþykkt á því land- spildublaði (spilda 4), þar sem ágreiningur er um landa- merki jarðanna. 53. fundur byggðaráðs 7. mars 2006 Mættir voru allir fulltrúar í byggðaráði og Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri, sem ritaði fundargerð. Bréf frá Reyni Bergsveinssyni, dags. 8. febrúar 2006, þar sem óskað er fjárstyrks vegna tilrauna- og rannsóknaverkefnis við minkaveiðar. Byggðaráð leggur til að Reyni verði greidd verðlaun fyrir hvem veiddan mink í sveitarfélaginu í samræmi við gjaldskrá sveitar- félagsins. Lagt fram lóðablað vegna skiptingar jarðarinnar Kjamholta II. Á fundi skipulagsnefndar uppsveita Árnessýslu 17. nóvember 2005 voru lögð fram land- spildublöð sem sýna skiptingu jarðarinnar Kjarnholta II. Vegna upplýsinga sem fram komu í bréfi frá Málflutningsstofunni, dags. 30. janúar 2006, þá felldi sveitarstjórn, á fundi sínum 7. febrúar s.l., úr gildi staðfestingu á lóðablaði fyrir landspildu 4. Hér er lagt fram nýtt landspildublað fyrir landspildu 4, þar sem fram kemur að ágreiningur sé um landamerki jarðanna Kjamholta I og II. Byggðaráð samþykkir umrætt land- spildublað og þar með skiptingu jarðarinnar Kjamholta II. Með samþykktinni er ekki tekin afstaða til ágrein- ings um landamörk frá punkti 23 til 29 milli Kjamholta I og II sbr. lóðarblað frá febrúar 2006. Erindi frá Jóni Inga Gíslasyni, dags 8. nóv. 2005, sem tekið var fyrir undir 12. lið á fundi byggðaráðs 31. janúar 2006 en afgreiðslu þess þá frestað. Óskað var eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess að eignarhluti Jóns Inga í Kjarnholtum II verði gerður að lögbýli. Byggðaráð gerir ekki athugasemd við þessa lögbýlis- stofnun og leggur til að sveitarstjórn samþykki hana. Landbóta- og landnýtingaráætlun 2006-2010 fyrir Biskupstungnaafrétt og Þingvallaafrétt eystri. Byggðaráð leggur til að áætlanirnar verði samþykktar. Bréf frá Landgræðslu rrkisins, dags. 8. febrúar 2006, varðandi Gjábakkaveg, mat á umhverfisáhrifum. Byggðaráð tekur undir það sjónamið Landgræðslunnar að fara þurfi út í aðgerðir gagnvart búfé á svæðinu til ___________________________________ 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.