Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 27

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 27
er heimilt að endurselja lóð sem ekki hefur verið byggt á.” I framhaldi þessa mun Bláskógabyggð óska eftir því við þinglýsingarstjóra að leiguréttindi E.S.K. ehf. verði afmáð úr þinglýsingarbók. Þá mun einnig verða farið fram á að áhvflandi veðsetningar verði einnig afmáðar úr þinglýsingarbók. Samþykkt samhljóða. Reglur um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð. Lögð fram tillaga vinnuhóps að reglum um lækkun, niðurfellingu eða styrki vegna fasteignaskatts í Bláskógabyggð. Einnig lögð fram tillaga um tekjuvið- miðun vegna 3. greinar reglnanna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu, með áorðnum breytingum, að reglum um fasteignaskatt, svo og framlagða tillögu, með áorðnum breytingum, að tekjuviðmiðun vegna 3. gr. reglnanna. Samstarfssamningar við ungmennafélögin. 1. Samstarfssamningur við UMFL. Lögð fram drög að samstarfssamningi við UMFL. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan sam- starfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. 2. Samstarfssamningur við UMFB. Lögð fram drög að samstarfssamningi við UMFB. Sveitarstjóm samþykkir samhljóða framlagðan sam- starfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Samstarfssamningar við Björgunarsveitirnar. 1. Samstarfssamningur við Björgunarsveitina Ingunni. Lögð fram drög að samstarfssamningi við Björgunarsveitina Ingunni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitar- félagsins. 2. Samstarfssamningur við Björgunarsveit Biskupstungna. Lögð fram drög að samstarfssamning við Björgunarsveit Biskupstungna. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan samstarfssamning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitar- félagsins. Almenningssamgöngur innan Bláskógabyggðar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun: Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill skora á Vega- gerðina og yfirvöld að tryggja öruggar almennings- samgöngur til og innan sveitarfélagsins Bláskóga- byggðar. Sérleyfisakstur á Suðurlandi var boðinn út síðast liðið haust en engum tilboðum tekið og ákveðið að fresta nýju útboði fram til næsta vors. Sveitarstjórn vill leggja þunga áherslu á að almenningssamgöngur til og innan Bláskógabyggðar verði tryggðar við skipu- lagningu sérleyfisferða um Uppsveitir Suðurlands. Sérstök áhersla er lögð á, að sérleyfisferðir til Þingvalla og upp að Gullfossi, svo og allra þéttbýliskjarna sveitarfélagsins, verði í nýju útboði sérleyfa. Þessi þjónusta er einn af þeim grundvallarþáttum sem skipta miklu máli varðandi búsetuskilyrði og atvinnuuppbygg- ingu í dreifðum byggðum landsins. Innsend bréf og erindi: Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins, dags. 2. mars 2006. Sveitarsjóður hefur styrkt verkefnið „Bændur græða landið“. Sveitarstjórn samþykkir að koma að verkefn- inu með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Lagt fram erindi frá Agli Arna Pálssyni, sem byggðaráð vísaði tii sveitarstjórnar 7/3/2006. Sveitarstjóm tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um aðstöðusköpun fyrir tón- leikahald í Bláskógabyggð til styrktar söngnámi hans. Efni til kynningar: Bréf frá félagsmálastjóra, Sólveigu Pétursdóttur, dags. 1. mars 2006, þar sem fram kemur að hún segir starfi sínu lausu. /* N Heimasímar: Loftur: 486 8812 8531289 VÉIAVERKSTÆOJ ________Heimasímar: Guðmundur: 486 8817 Helgi: 482 3182 IÐU • BISKUPSTUNCUM SlMI 486-8840 • FAX 486-8778 KT. 490179-0549 Viðgerðir á búvélum og öðrum tækjum í landbúnaði. Bifvélaviðgerðir - Smurþjónusta Olíusíur í bíla og dráttarvélar ______________/ 27 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.