Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 9
Frá Þ-lista Þ-listinn listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál bauð fyrst fram til sveitartjómar Bláskógabyggðar vorið 2002. Listinn hlaut góða kosningu, fékk 5 menn af 7 í sveitarstjóm og hafði því meirihluta. Þ-listinn var þar með kominn í þá spennandi, en jafnframt krefjandi stöðu að leiða af stað nýstofnað sveitar- félag. Rekstur sveitarfélagsins á þessu fyrsta kjörtímabili hefur um margt verið skemmtilegt viðfangsefni, en hefur jafnframt tekið á enda í mörg horn að líta þegar sveitarfélög eru samein- uð. Segja má að kjörtímabilið hafi mótast annars vegar af sam- einingunni og hins vegar af mikilli uppbyggingu og framkvæmdum. Samhliða mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu var farið í það að efla émbætti byggingafulltrúa á Laugarvatni og stofna embætti skipulagsfulltrúa, með aðsetur á sama stað. í dag starfa 5 manns á þessari skrifstofu, en í upphafi kjörtímabils voru þar einungis tveir starfsmenn. Samstarf sveitarfélaga í uppsveitum Amessýslu er mjög mikið og em embætti skipulags- og bygg- ingafulltrúa hluti af því auk þess sem rekin eru sameiginlega embætti félagsmálastjóra og ferðamálafulltrúa. Uppbygging sumarhúsa hefur verið mjög mikil og era nú u.þ.b. 2000 sumarhús í sveitarfélaginu. Segja má að undanfarin kjörtímabil hafi lítið verið byggt af íbúðarhúsnæði á svæðinu, en á þessu kjörtímabili hefur orðið sprenging í úthlutun íbúðarlóða hjá sveitarfélaginu og úthlutað hefur verið lóðum undir u.þ.b. 80 íbúðarhús. Sveitarfélagið hefur lagt metnað sinn í að sinna þessari auknu lóðaþörf og hefur það tekist í Reykholti og Laugarási en lóðaskortur hefur verið á Laugarvatni síðustu mánuði. Nú sér fyrir endann á þeim skorti því þann 15. mars skrifaði sveitarfélagið undir samning við ríkið um makaskipti á landi þar sem sveitarfélagið fær tæplega 23 ha. af byggingar- landi, annars vegar fyrir neðan menntaskólann og hins vegar fyrir ofan. Skipulagsvinna er hafm á svæðinu og er gert ráð fyrir því að fyrstu ióðimar verði tilbúnar til úthlutunar í upphafi næsta árs. Samhliða mikilli uppbyggingu í sveitarfélaginu hefur við- skiptavinum hitaveitna fjölgað töluvert, en sveitarfélagið á og rekur tvær hitaveitur þ.e. Biskupstungnaveitu og Hitaveitu Laugarvatns. Auk þess rekur sveitarfélagið kaldavatnsveitur í Biskupstungum og á Laugarvatni. Miklar framkvæmdir liggja fyrir f kaldavatnsmálum, en á Laugarvatni þarf að leggja nýjan stofn frá vatnsbóli og niður í byggðina auk þess sem endumýja þarf dreifikerfið í elsta hluta þorpsins. í Biskupstungum liggur fyrir að leggja nýjan stofn frá Austurhlíð niður í Laugarás og er verið að skoða hagkvæmni þess að fara í þá framkvæmd í sam- starfi við Grímsnes- og Grafningshrepp með það að markmiði að halda áfram með stofninn niður í Grímsnes. Þar sem Þingvallasveitin var eina svæðið í sveitarfélaginu sem ekki hafði unnið aðalskipulag þá var strax í upphafi kjörtímabils hafinn undirbúningu að gerð þess. Vinna við gerð skipulagsins reyndist vandasöm og tímafrek enda þarf að taka tillit til margra sjónarmiða þegar þjóðgarður er innan skipu- lagssvæðisins. Þessi vinna var unnin í góðri samvinnu við stjórnendur þjóðgarðsins og lauk henni síðastliðið haust. Gert er ráð fyrir að ráðherra undirriti aðalskipulagið nú í apríl og mun það þá öðlast gildi. Sveitarstjóm lagði á kjörtímabilinu mikla áherslu á að fram- kvæmdir við Gjábakkaveg hæfust nú í vetur og urðu það okkur mikil vonbrigði þegar umhverfisráðherra felldi úr gildi um- hverfismat vegarins þannig að fara þurfti í nýtt matsferli. Vonandi líkur undirbúningi sem fyrst þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir, en fjármagn er að fullu tryggt til verksins. Auk Gjábakkavegar höfum við lagt ríka áhersiu á þvertengingu uppsveitanna til þess að styrkja þjónustu og atvinnulíf á svæðinu. Dæmi um slrkar tengingar era Reykjavegur og Hvítárbrú. I umhverfismálum var sennilega stærsta verkefnið að koma á reglulegri losun rotþróa í sveitarfélaginu, en samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 799/1999 um hollustuhætti og mengunarvamir er sveitarstjómum skylt að sjá til þess að komið sé á kerfisbund- inni tæmingu á seyru úr rotþróm. I upphafi kjörtímabils fengu Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur Háskóiann á Akureyri til þess að gera úttekt á skólamálum á svæðinu og koma með tillögur að breytingum ef þeim þætti ástæða til. Ekki líkuðu sveitarstjórn- unum þær tillögur sem komu frá þeim, en samstarf þessara sveitarfélaga hefur leitt til þess að frá haustinu 2004 hefur nemendum í 8.-10. bekk í Biskupstungum og Grímsnes- og Grafningshreppi verið kennt í Reykholti. Samhliða þessu ákvað sveitarstjóm Grímsnes- og Grafningshrepps að leggja niður skólann á Ljósafossi og byggja nýjan á Borg fyrir 1.-7. bekk sem hlaut nafnið Grunnskólinn Ljósaborg. Þessi skóli var vígður haustið 2005 og tók Grunnskóli Bláskógabyggðar að sér kennslu í skólanum. Grannskóli Bláskógabyggðar hefur því í dag þrjár starfsstöðvar þ.e. í Reykholti, á Laugarvatni og Borg. Þ-listinn hefur lagt mikla áherslu á öflugt leik- og grunn- skólastarf í sveitarfélaginu og var því ákveðið að bæta aðstöðu leik- og grunnskólabarna bæði í Reykholti og á Laugarvatni. A Laugarvatni var byggður við grannskólann glæsilegur ieikskóli, sem hlaut nafnið Gullkistan, ásamt því að þrjár kennslustofur bættust við sem nýtast bæði skóla og leikskóla. í Reykholti var einnig byggt við grannskólann og bættust þannig við skólann fjórar skólastofur ásamt nokkrum smærri stofum. Leikskólinn Álfaborg fékk aukið rými og gat þá tekið inn yngri börn en áður þ.e. 18. mánaða. Með þessari uppbyggingu hefur verið styrkt enn frekar öfiugt skólastarf á báðum þessum stöðum Þ-listinn hefur tekið þá ákvörðun að bjóða fram við sveitar- stjórnarkosningarnar sem haidnar verða 27. maí 2006. Þar sem listinn hefur verið með meirihluta í sveitarstjóm Bláskóga- byggðar á því kjörtímabili sem nú er að líða fannst mér rétt að fara lauslega yfir þau verkefni sem við höfum unnið að, því það eru störf okkar sem við munum leggja í dóm kjósenda í vor. Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir endanlegur framboðslisti, en ljóst er að nokkrir úr forystusveitinni munu stíga til hliðar og rýma fyrir nýju fóiki. Það munu því ferskir vindar leika um list- ann, en auk þess njótum við reynslu þeirra sem nú stíga til hliðar því þau munu áfram starfa með listanum. Þ-listinn horfir með bjartsýni til komandi kjörtímabils. Við gerum okkur grein fyrir því að svigrúm til framkvæmda verður ekki mikið í upphafi þar sem sveitarsjóður er að ná sér eftir skólabyggingarnar, en eftir 2007 sjáum við fram á batnandi hag og um leið meira svigrúm til framkvæmda. Við ætlum okkur ekki að fara inn í kosningabaráttuna með langan og óraunhæfan loforðalista, eins og framboð gera oft fyrir kosningar, heldur munum við byggja á störfum okkar á þessu kjörtímabili. Eins og allir vita þá hefur orðið mikil breyting í þjóðfélaginu á síðustu árum og aukin krafa um þjónustu á ýmsum sviðum. Við höfum reynt að fylgja þeirri þróun, en höfum þó lagt sérstaklega áhersiu á þjónustu við börn og unglinga eins og sést vel á byggingu skóla og leikskóla. Einnig er rétt að benda á samninga sem sveitarfélagið var að gera við ungmennafélögin og björgunarsveitimar á svæðinu, en með þeim samningum er verið að beina auknum fjármagni til félaganna. Þetta er gert annars vegar til þess að sýna fram á að við metum mikils það mikla og góða starf sem félögin hafa verið að vinna á sviði öryggis-, æskulýðs- og forvamarmála og hins vegar vonum við að samningurinn verði til þess að að félögin geti eflst enn frekar. Að lokum vil ég benda fólki á að kynna sér vel stefnuskrá listans þegar að hún kemur fram og mæta síðan á kjörstað 27. maí og taka ábyrga afstöðu. Margeir lngólfssc-n ________________________________________ 9 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.