Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 10
Reykholtshverinn ✓ - Atökin um heita vatnið - Formáli Forsaga þessarar stuttu greinar er sú að mér barst til eyrna að Eiríkur Sæland, afi minn, hefði staðið í málaferlum í Reykholti vegna heitavatnsréttinda fyrir hönd nágranna sinna. Þetta vakti eðlislæga forvitni mína og ég byrjaði að kafa í tiltækar heim- ildir. Mér þótti efnið forvitnilegt og vel til þess fallið að birta það Tungnamönnum og öðrum sem áhuga kynnu að hafa á þróun byggðar í Tungunum upp úr miðri síðustu öld. Vorið 2005 samdist svo um að þessi greinarstúfur birtist á sameiginlegri vefsíðu uppsveitahreppanna, www.sveitir.is þar sem hana er að finna. I stöðugri leit ritnefndarmanna Litla-Bergþórs að efni til birtingar á síðum blaðsins bar þessa grein á góma og úr varð að ákveðið var að birta hana hér. Megi lesendur njóta hennar lfkt og ég á meðan ritun hennar stóð. Aðdragandinn Um miðjan sjötta áratuginn blasti við alvarlegur og aðkallandi vandi að bæði landeigendum í Reykholti og Biskupstungnahrepp. Örsökin lá í and- varaleysi við öflun og dreifingu heitavatns þrátt fyrir öra fjölgun bújarða í Reykholti samfara hraðri upp- byggingu garðyrkjustöðva. Frá því að Þorsteinn B. Loftsson og Vilhelmína Loftsson keyptu Stóra-Fljót, og hófu byggingu garðyrkjustöðvar árið 1938, og fram undir miðjan sjötta áratuginn höfðu alls átta jarðspildur verið keyptar á Reykholtstorfunni og bygging garðyrkjustöðva verið hafin á a.m.k. sex þeirra. Samfara þessu tók nýr skóli til starfa 1957 því sá eldri sem vígður hafði verið 1928 þótti orðinn lítill og óhentugur. Litið var til Reykholts sem framtíðar þéttbýlissvæði í sveitinni og höfðu því einnig hafist framkvæmdir við byggingu Félagsheimilins Nokkrir af vatnseigendum Reykholtshvers létu taka mynd afsér við hverinn. Tilefnið var sennilega vœntanleg bygging vatnstanks til að miðla heitu vatni um byggðina. F.v. Kristinn Sigurjónsson Brautarhóli, Guðjón Bjömsson garðyrkjumaður Víðigerði og Reykjavöllum, Eiríkur Á. Sceland Sjónarhóli (síðar Espiflöt), lngvar Ingvarsson Birkilundi, Ólafur Sveinsson Víðigerði og Ragnar Jónsson veitingamaður Stóra-Fljóti. Að aftan á vinstri hönd má sjá hvemig upphaflega hafði verið steypt yfir hverinn en fjœr sést garðyrkjustöð Stóra-Fljóts sem síðar komst í eigu ábúenda Gufuhlíðar. Litli Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.