Litli Bergþór - 01.04.2006, Side 5

Litli Bergþór - 01.04.2006, Side 5
Hvað segirðu til? Helstu tíðindi úr sveitinni frá desember til mars. Umhleypingar lýsa best tíðarfarinu hér í svartasta skammdeginu og raunar alveg fram á útmánuði. Oft var margskonar veður á sama sólarhringnum, skiptust á skammvinir blotar, éljagangur og frost. Stundum rigndi allmikið og frost fór allt að -20°C og hiti um og yfir 10°C. Snjór tafði aldrei umferð að ráði, en stundum varð dálítið hált á vegum. Seint í janúar hlýnaði verulega og rigndi mikið öðru hvoru. Flóð varð þó ekki mikið í ám, þar sem snjór var ekki mikill á jörð. í febrúar skiptust á kælur með nokkru frosti og hlýindi og rigndi stundum mikið. 011 það ekki teljandi skemmdum á vegum í byggð, en víða rann nokkuð úr Kjalvegi og varð hann mjög holóttur. Gamli vegurinn í Fremstaver varð alveg ófær ökutækjum í Brunnalækjum vegna úrrennslis. Fært mun vera eftir braut, sem lögð var í haust austan Grjótár og á veginn að Fremstaveri milli Grjótár og Litlu-Grjótár. Skammvinnar kælur megnuðu ekki að koma klaka í jörð svo neinu næmi, og víða er hún alveg þýð. í mars var tíðarfar áfram gott, dálítið um- hleypingasamt en einkenndist sérstaklega af snjóleysi. Karlakór Hreppamanna bauð til tónleika í Skálholtskirkju síðast í nóvember. Edit Molnár stjómaði kórnum, Miklós Dalmay lék á orgel og Magnea Gunnarsdóttir söng einsöng. Fjórar messur vom í Skálhotskirkju á aðventunni og tveir aðventutónleikar að auki. Skálholtskórinn og Bama- og kammerkór Biskupstungna sungu ásamt einsöngvurunum Sigrúnu Hjálmýsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni, Monika Abendroth lék á hörpu og strengjasveit spilaði undir stjórn Hjörleifs Valssonar. Kári Þormar lék á orgel, en stjómandi var Hilmar Örn Agnarsson. Á tónleikunum var jólalag Skálholts frumflutt, sem er eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson úr Laugarási. Aðventukvöld vom í Bræðratungukirkju, og var ræðumaður þar Bjöm Sigurðsson í Uthlíð, en á samskonar samkomu í Haukdalskirkju talaði Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti. í Torfastaðakirkju var kvöldmessa á aðventu og þar var messað á nýársdag. Þrjár messur voru í Skálholtskirkju á tæpum sólarhring frá að- fangadagskvöldi til miðs jóladags, og messað var bæði í Bræðratungu og Haukadal á annan í jólum. Egill Hallgrímsson, sóknarprestur, og Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup, önnuðust prestþjónustu, Hilmar Örn Agnarsson lék á orgel, og félagar úr Skálholtskórnum sungu í flestum messunum. I desember var lögregluna í Ámessýslu farið að grana að ólögleg starfsemi færi fram í Iðufelli í Laugarási. Við húsleit fannst töluvert af kannabis- plöntum í fyrram gærukjallara þar. Voru þær gerðar upptækar. Síðdegis á gamlársdag voru tónleikar í Skálholts- kirkju. Þar komu m. a. fram Jóhann I. Stefánsson, trompetleikari, Hilmar Öm Agnarsson, organisti, Halla Margrét Ámadóttir, sópransöngkona og Egill Ámi Pálsson, tenórsöngvari. Seint í janúar var Brynjólfsvaka í Skálholtsskóla. Þar talaði Kári Bjarnason, handritafræðingur, erindi um skáld, sem voru með Brynjólfi biskupi Sveinssyni í Skálholti, og Skúli Sæland, sagnfræðingur, ræddi um áhrif Brynjólfs í þjóðlendumálinu. Einnig söng Kammerkór Biskupstungna ljóð frá tímum Brynjólfs undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Að þessu loknu var opnuð sögusýning um Brynjólf biskup og samtíð hans, og kynnti hönnuður hennar, Ólafur Engilbertsson, hana, en hún verður opin fram á sumar. Oft eru svonefndir „kyrrðardagar“ í Skálholti, þar sem fólk fær næði til hugleiðinga og hlýðir á fróðleik. Messað er í Skálholtskirkju hvern sunnudagsmorgun kl. 11. Þorrablót var í Aratungu annað kvöld þorra í umsjá Torfastaðasóknar. Þar var flutt minni karla og kvenna, og hópur fólks lék og söng frumsamið efni. Sem fyrr komu gestir með matinn að heiman, og að loknu borðhaldi var dansað við undirleik tveggja hljófæraleikara. Sex kvöldum seinna var á sama stað þorrablót Félags aldraðra í Biskuptungum. Þar var snæddur matur, sem starsfólk Aratungu reiddi fram, og fluttur var meginhluti dagskrár frá hinu fyrra blóti. Á vegum þessa félags var farið í þriggja daga ferð til Vestfjarða í vor. Ekið var vestur yfir Gilsfjörð, gist fyrri nóttina í Flókalundi en þá síðari á Núpi í Dýrafirði og siglt yfir Breiðafjörð á heimleiðinni. I haust var haldið til strandar og m. a. skoðuð söfn og draugasetur á Stokkseyri. Ferð þessi var í boði Kvenfélags Biskupstungna og Bláskógabyggðar. Vetrarstarf Félags aldraðra hófst í október, og felst það í að fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði er samkoma, þar sem flutt er ýmiskonar efni, upplestur, erindi, söngur og myndasýningar. Aðra fimmtudaga kemur fólk einnig saman í Bergholti, dundar sér við ýmislegt; sker út gripi úr timbri, spilar á spil og fleira. Á hverjum þriðjudegi fer dálítill hópur aldraðra í íþróttamiðstöðina, liðkar sig og styrkir undir stjórn Áslaugar Kristinsdóttur en syndir í lauginni og sullar í heitum potti á eftir. í byrjun hvers mánuðar er haldin „Létt-menningar- vaka“ á veitingastaðnum Kletti. Þar hafa ýmsir miðlað fróðleik og skemmtan í vetur. Má þar nefna Kristínu Einarsdóttur, þjóðfræðing, félaga úr Leikdeild Ungmennafélagsins, tónlistamennina Rip, Rap og Garfunkel og Ljótu hálfvitana. í byrjun febrúar var svonefnt Japanskvöld í Aratungu. Þar kynntu þeir sem fóru til Japan sl. sumar og greint var frá í síðasta blaði, það helsta, sem --------------------------------- 5 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.