Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 13
málsvarnarlaun Magnúsar Thorlacius hrl. „einungis“ 8.000 krónur og dagvinnutímakaup verkamanna í Reykjavík 25,87 krónur. Niðurstaðan Niðurstaða dómsins var sú að þar sem ekki væri séð að Reykholtshver hefði rýrnað ætti Eiríkur full- an rétt á öllu því vatni sem hann hafði keypt. Hins vegar taldi dómurinn að Ragnar mætti með fullum rétti ráðstafa þeim vatnsréttindum er tilheyrðu Stóra- Fljóti. Ennfremur taldi dómurinn að ekki væru „efni til að takmarka eignarheimild stefnda að vatnsrétt- indum í nefndum hver með dómi“. Að lokum komust dómaramir að þeirri niðurstöðu að máls- kostnaður skyldi látinn falla niður og máls- varnarlaun Magnúsar greidd úr Ríkissjóði. Með þessum málaferlum höfðu Biskupstungna- hreppur og landeigendur í Reykholti fengið sér nánast að kostnaðarlausu ítarlegar mælingar á vatns- magni hversins auk þess sem skorið var úr um með óyggjandi hætti hvaða rétt eignarheimildir hvera- vatnsins færðu kaupendunum. Þó er ljóst að Ragnar Jónsson hefur setið uppi með kostnað af sinni málsvörn sem hefur sennilega slagað hátt í málsvamarlaun Magnúsar. Ragnar hefur því verið sá eini sem varð fyrir einhverjum búsifjum af völdum málaferlanna. Þessi niðurstaða virðist þó ekki hafa haft nein áhrif á vinskap Ragnars og Eiríks sem um þetta leyti var í vinnu hjá Ragnari og leigði síðar garðyrkjustöðina af honum. Niðurstaða dómsins og sá rökstuðningur sem honum fylgdi vekur óhjákvæmilega upp spumingar um afstöðu Páls Hallgrímssonar sýslumanns til dómsmála í sínu umdæmi. I rökstuðningi dómsins kemur nefnilega fram að ekki verði tekið á réttar- stöðu vatnsréttareigenda ef vatnsmagn hversins minnki. Er tekið sérstaklega fram í því sambandi „að stefnandi virðist hafa næstyngsta eignarheimild þeirra aðilja, sem ákveðið vatnsmagn teljast eiga.“ Þessi athugasemd sker nokkuð í augun og maður getur ekki annað en spurt sig hvað dómnum hafi gengið til með henni. Hún virðist vera sett fram sem varnaðarorð. Er dómurinn kannski að vara við frekari málaferlum? Niðurstaða dómsins er rétt samkvæmt lögum og það er svo sannarlega ekki ætlan mín að kasta rýrð á dóminn og meðhöndlun sýslumanns á málinu öllu. En þegar maður lítur til þess að niðurstaða dómsins fellur að vissu leyti báðum málsaðilum í vil, þ.e.a.s. stefnanda er tryggður sinn sekúndulíter og stefnda sömuleiðis sinn eignarréttur á vatni hversins, þá virðist sem að sýslumanni sé umhugað um að skapa „frið“ í um- dæmi sínu. Það hvemig Páll tók á móti nefndar- mönnum við upphaf vatnsréttardeilnanna hér að framan virðist renna stoðum undir þessa skýringu. Auðvitað em þetta einungis vangaveltur yfir því hvers vegna ofangreind viðvömn var sett fram. MAGNÚS HKlTOlTIAaiaOMACUa "iUrv. *. U)-*' kjr- HORLÁCIUS ‘v ^ ^ \ bk't' V-'V-sMK >V J. E VvK*J>. w* ** , '«r.öui*rit a.f kaupSOíj Jc'LxO’ Ú>v-vG> V\ ndi hínö háa x'.&t C£ afSc’lÍT; új* landl Stíra-Fl J6t{f ' iliskuuatuushahns ppi, yf ír- oidvlta hrsins , Skúla öunr.i.au?;gaonar, Aa.?c, l S. :‘ebr , ’ .&. , cg 6áo,cB&ttta skýralu £ Iríks r :v'i, líi -varo m-varsaor.ar «;• íírarins Þírflnnsscnar, i •íír hér tð' bei7ra t !>es s , a'• j 6'arda -• írmn, 2irí’ £-;lar.d .-ar'íyr5:.!uc6ndo , Sjénarhéli, Bichv.ps- tun/jnahrs ppi, ver*i veítt cjafsókn i sáli, ae~ hanr. rU.ar a;5 h’fi' ^a g;egn Ragnar'. Jónssyni .veifcingana.ml, Sé.:.aadi vi •' aoyk janoanraut í Roykjovíx, ~.il v.'.'ur- irenaingar á eignárrésti a lauw a* 1 sokúndul ítre hoihu vatrji úr Reykholtshver, af' fellt ver'i úr cilfli ÍU:.- '•* féia|5Ssa«nir.oE l... dec. 1054 or afsals S, ,-aarc. Í.955 un aigr.arheitnild Ragrjars'' aú vatnsrátt'ní'e • • hvon- v, og Xoks a-5 Hagnari verbi dant cr»i'’s -.álsl-.orstns’. Svó 'bei5ist og og: toa.a, a* ctr ver?t okipo?>ui> tale^a*ur £ ír < -:a , Stefnt v*r S«r fc’l t*é.«targ$»alu ' 'ro.-, sa;3 hlufc a* .-'jáli. í.llra vir 5 ihgarf vlls fc,' v 46-is-iSleré íuRejtisina, Eiríkur Sœlandfékk gjafsóknarleyfið eftir að Hermann Jónasson hafði párað með eigin hendi á umsókn Magnúsar Thorlaciusar að leyfið skyldi veitt Eiríki til handa. Hin gullvæga setning Thorbjörns Egners að: „upp frá þessu eigi öll dýrin í skóginum að vera vinir“ í munni bangsapabba kemur samt óneitanlega upp í hugann þegar maður lítur yfir aðkomu sýslumanns að deilum nágrannanna við Reykholt. Það er ekki hægt að komast að ásættanlegri niðurstöðu fyrir samfélagið allt nema menn séu reiðubúnir að vinna sameiginlega að úrlausn vandamála - en það var ein- mitt það sem íbúar Reykholts gerðu. Framtíðin En við blöstu samt sem áður alvarleg vandamál. Fengist hafði á hreint að allir þeir er keypt höfðu vatnsréttindi áttu skilyrðislausan rétt á að fá umsa- mið vatnsmagn. En þar sem dómurinn féllst ekki á að heitavatnsréttindi Ragnars yrðu skert var dagljóst að vatnsmagn hversins dygði engan veginn garðyrkjustöðvunum á Reykholtstorfunni. Svo að ekki sé minnst á vaxtarmöguleika byggðarinnar í nánustu framtíð. Þetta olli vatnseigendum tölu- verðum vandkvæðum. Neyddust þeir til að leggja í stórvirkar og kostnaðarsamar framkvæmdir sem áttu eftir að verða sumum þeirra þungur fjárhagslegur baggi. Og líkt og í ofangreindu máli þurftu vatns- eigendur aðstoð hæstaréttarlögmanna vegna deilna sem af hlutust þar sem tekist var á um miklar fjárhæðir. Skúli Sæland. 13 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.