Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 24
umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingar- laga, með fyrirvara um að Austurás verði áfram merkt- ur sem landbúnaðarsvæði, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 2. Iða II í Biskupstungum; utan þéttbýlisuppdráttar Laugaráss. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 á svæði utan þéttbýlisuppdráttar Laugaráss. Tillagan gerir ráð fyrir að 77 ha lands breytist úr svæði undir landbúnað í svæði undir frístundabyggð. Þau svæði eru vestan þjóðvegar að Hvítá og austan hans á móts við frí- stundabyggð í hlíðum Vörðufells. Tillagan var í kynningu frá 16. nóvember - 14. desember 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005. Athugasemdir Skipu- lagsstofnunar, sem komu fram áður en tillagan var auglýst, voru kynntar með tillögunni á auglýsingartíma. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sem snertir liði 1., 2. og 3. vísast til sérstakrar bókunar sveitarstjómar undir lið 3. Engar aðrar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingar- laga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 3. Kjaransstaðir í Biskupstungum. Lögð var fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 -2012. Tillagan gerir ráð fyrir því að 77 ha lands í nyrsta hluta jarðarinnar breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístundalóða á umræddu svæði. Tillagan var í kynningu frá 16. nóvember - 14. desember 2005. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 28. desember 2005. Athugasemdir Skipulagsstofnunar, sem komu fram áður en tillagan var auglýst, vom kynntar með tillögunni á auglýs- ingartíma. Engar aðrar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingar- laga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Bókun sveitarstjómar vegna bréfs Skipulags- stofnunar og athugasemda, dags. 20. október 2005: í bréfi Skipulagsstofnunar, dags. 20. október 2005, gerir stofnunin athugasemdir við að með aðalskipulags- breytingum í landi Iðu og Kjaranstaða sé verið að stækka verulega það svæði sem ætlað sé undir frístundabyggð í Biskupstungum, skv. aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000 - 2012. Þessar athugasemdir snerta liði L, 2. og 3. Jafnframt var bent á í bréfinu, að „áhrif frístunda- húsabyggðar á umhverfi og samfélag vom ekki metin nema að litlu leyti á aðalskipulagi Biskupstungna- hrepps 2000 - 2012 og ekki er gerð tilraun til þess að meta þessi áhrif í tilefni af þeim þremur breytingum sem nú liggja fyrir“. Sveitarstjórn bendir á, að síðan aðalskipulag Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 var unnið hefur upp- bygging á frístundasvæðum og ásókn í frístundahús verið mun meiri en menn sáu fyrir. I gildandi aðal- skipulagi er gert ráð fyrir því að þétting frístunda- byggðar verði fyrst og fremst í tengslum við þau svæði Litli Bergþór 24 _____________________________________ sem frístundahús eru fyrir. Þessar breytingartillögur sem nú liggja fyrir samræmast þessu ágætlega auk þess sem umrædd landsvæði hafa ekki verið nýtt til land- búnaðar undanfarin ár. Á Kjaranstöðum er reyndar ekki mikil frístundabyggð fyrir, en þar er heldur ekki gert ráð fyrir þéttri byggð þar sem hver lóð verður u.þ.b. 10 ha að stærð. Sveitarstjórn telur að umræddar aðalskipu- lagstillögur hafi jákvæð áhrif á samfélagið og muni bæta búsetuskilyrði og leggur því til að breytingamar verði staðfestar. 4. Fell í Biskupstungum. Lögð fram tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012. Tillagan gerir ráð fyrir því að 26 ha lands í landi Fells sunnan Biskupstungnabrautar, breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi frístundalóða á umræddu svæði. Engar aðrar athugasemdir bárust. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingar- laga, og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. 5. Laugarás í Biskupstungum. Tillaga að breytingu aðalskipulags Biskupstungnahrepps 2000 - 2012 innan þéttbýlis- uppdráttar Laugaráss. Tillagan nær til austasta hluta byggðarinnar og gerir ráð fyrir því að athafnasvæði austan Laugarássbýlisins stækkar um 0,7 ha til suðurs og að opið svæði til sérstakra nota milli Austurbyggðar og Lindarbrekku breytist í íbúðarsvæði. Tillagan er auglýst samhliða tillögu að endurskoðuðu deiliskipu- lagi á holtinu. Ein athugasemd barst frá Jens Pétri Jóhannssyni, dags. 27. desember 2005, þar sem hann mótmælir því að svæðið austan við götuna Laugarás breytist úr íbúðabyggð í athafnasvæði í aðalskipulagi, sérstaklega hvað varðar lóðir númer 2 og 4 í deiliskipulagstil- lögunni. Sveitarstjórn er sammála framkomnum athuga- semdum og staðfestir að lóðir nr. 2 og 4 falli undir íbúðabyggð. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkir samhljóða umrædda breytingartillögu á aðalskipulagi Biskupstungna sbr. 18. gr. Skipulags- og byggingar- laga, með fyrirvara um að lóðir 2 og 4 við Laugarás verði skilgreindar sem íbúðabyggð og felur skipulags- fulltrúa að vinna málið áfram. Mat á umhverfisáhrifum Gjábakkavegar. Tekið fyrir erindi frá Skipulagsstofnun frá 17. janúar 2006, þar sem óskað er eftir umsögn Bláskógabyggðar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Vegagerðin hefur lagt fram nýja matsskýrslu um Gjábakkaveg, þar sem lagðir eru fram átta kostir til athugunar, 5 austan megin og 3 vestan megin. Sveitarstjórn hefur yfirfarið framkomin gögn og telur að í nýju umhverfismati komi einungis fram frekari staðfesting á að leið 3 + 7 sé hentugasta tenging á milli Laugarvatns og Þingvalla. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar samþykkir því að halda sér við fyrri samþykkt sína frá 15. október 2004 og felur sveitarstjóra að gefa umsögn um umhverfis- matið í samræmi við 22. gr. reglugerðar nr. 671/2000 og með rökstuðningi í samræmi við fyrri samþykktir og umræðu á fundinum.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.