Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 11
Aratungu sem tekið var í notkun 9. júlí 1961. Ljóst er að eitt af því sem laðaði stórhuga athafnamenn að Reykholti var greiður aðgangur að heitu vatni. Ekki var um neitt hitaveitufélag að ræða heldur keyptu menn ákveðið vatnsmagn úr hvernum með jörðunum. Misjafnt var hvað menn töldu að myndi nægja sér en yfirleitt var samið um rétt til eins sekúndulítra af heitu vatni úr Reykholtshver. Fljótlega bar þó á skorti á heitu vatni. Megin ástæðan var sú að vatnið var sjálfrennandi. Að vetrarlagi gat því orðið vatnsþurrð á Brautarhóli, Norðurbrún og Sjónarhóli sem voru fjærst og hæst frá hvemum. Kuldaveturinn 1951-2 urðu hjónin Eiríkur og Hulda Sæland á Sjónarhóli til dæmis að orna sér við kolaofn því heitt vatn barst þeim ein- ungis þegar gaus í hvernum á 10-12 mínútna milli- bili. Grímur Ögmundsson frá Syðri-Reykjum var fenginn til að mæla rennslið inn á stöðvamar og vom innsigli síðan sett á kranana. En þegar kreppti að vatnsrennslinu heim á stöðvamar vom menn fljótir að rjúfa innsiglin. Nefnd til að laga vatnsskortinn Vöru þeir Eiríkur Sæland, Sjónarhóli, og Ingvar Ingvarsson, Birkilundi, fh. landeigenda í Reykholti og Þórarinn Þorfinnson, Spóastöðum, fh. Biskupstungnahrepps því valdir í nefnd til að sjá um sameiginlega byggingu á vatnsmiðlunartank og að koma skikk á vatnsmiðlunina. Nefndin byrjaði á því að fá Theodór Ámason verkfræðing til að mæla vatnsmagn Reykholtshvers. Kom þá í ljós að vatnsmagn hversins var einungis 14.1 sekúndulíter í stað þeirra 16 sem flestir höfðu haldið. Töldu þá nefndarmenn að Ragnar Jónsson, þáverandi eigandi Stóra-Fljóts, Reykholtshversins og eiganda að mestum hluta vatnsins úr hvemum væri að brjóta á hinum vatnseigendunum. Landeigendur hefðu keypt tiltekinn sekúndulítra- fjölda af heitu vatni og ættu því fullan rétt á því að fá hann til afnota. Ragnar mótmælti þessu hins vegar staðfastlega og tók ekki í mál að skerða sekúndulítrafjölda sinn. Benti hann á að Reykholtshver hefði árum saman verið talinn vatnsmeiri og taldi hann sig því vera í fullum rétti. Ættu í raun allir vatnsréttareigendumir að bera jafnan skaða af þessu. Vegna legu garðyrkjustöðvar sinnar gat Ragnar hins vegar skammtað sér það vatnsmagn sem hann taldi sig eiga rétt á. Nefndarmenn gátu því ekki leyst vatnsvandræði nágrannanna í Reykholti með bygg- ingu vatnsgeymis einum saman. Því reið á að nefnd- armenn finndu önnur ráð til úrlausnar. Leitaði nefndin til sýslumanns og bað hann að skerast í leikinn. Páll Hallgrímsson sýslumaður vísaði þeim hins vegar frá, sagði þeim að friðmælast og finna sameiginlega lausn á málunum. Ákveðið að leita til dómstólanna En sem fyrr mættust stálin stinn á Reykholts- torfunni og á hreppsnefndarfundi höldnum að Bræðratungu 4. maí 1956 ákvað hreppsnefnd að undirbúa málshöfðun eftir að hafa bókað að: „nauðsynlegt má telja að gerð sé örugg mæling á vatninu, en slík mœling myndi taka langan tíma og vera framkvœmd af sérfróðum manni og má því gera ráð fyrir að hún muni kosta mikiðfé. _ Telja má víst, að ekki fáist úr því skorið, hve mikið vatnsmagn hver og einn á nema með dómi, vegna þess að vatnið er minna en talið var þegar verið var að selja vatnið á sínum tíma. “ Taka ber fram að þrátt fyrir yfirvofandi málaferli virðist svo sem að vatnsréttareigendur hafi allir gert sér ljósa nauðsyn þess að fá þessi mál á hreint. Létu menn þessi mál ekki spilla samskiptum sín á milli og voru samstíga í málaferlunum þótt vissulega hafi sjónarmið þeirra verið andstæð. Snéru þremenningarnir sér því til Magnúsar Thorlacius hæstaréttarlögmanns og óskuðu eftir liðsinni hans. f svarbréfi dagsettu 26. september 1956 taldi hann málið liggja ljóst fyrir og að „elztu afsölin, sem í gildi eru, hafa beztan rétt“. Ennfremur að ef Ragnar seldi réttindi til notkunar hveravatnsins umfram rennslisgetu Reykholtshvers þá væri „slík sala ógild.“ En það áttu eftir að líða heil tvö ár áður en málið kom loks fyrir dóm. Ekki er fyllilega ljóst hvernig tímanum var varið eða hvernig hernaðaráætlun nefndarmanna var loksins mótuð með Magnúsi. Þó virðast Magnús og vatnsréttareigendur hafa unnið mikla og tímafreka undirbúningsvinnu fyrir réttar- höldin. Kaupsamingar heitavatnsréttindanna voru að stofni til þrenns konar. Því virðist Magnús hafa talið það mikilvægt að fulltrúar allra þessara skilmála höfðuðu mál á hendur Ragnari. Voru þeir Eiríkur Sæland, Sjónarhóli, Ingvar Ingvarsson, Birkilundi, og Magnús Sveinsson, Norðurbrún, því fengnir til þess. Gjafsóknin Eins og sjá mátti á bókun hreppsnefndar hér að ofan þá þótti ljóst að málareksturinn gæti orðið óhemju dýr. Það var því nánast skilyrði fyrir fyrir- hugaðri málshöfðun að stefnendum yrði tryggð gjaf- sókn af hálfu ríkisins. Skúli Gunnlaugsson oddviti skrifaði meðmæla- bréf dagsett 15. febrúar 1957 þar sem hann mæltist til þess að þremenningarnir fengju gjafsókn af hálfu ríkisins. Samhliða þessu sótti hann einnig um gjaf- sóknarleyfi fyrir hönd Biskupstungnahrepps „ef til málsóknar kæmi af hálfu hreppsins.“ Magnús Thorlacius sækir hins vegar ekki form- 11 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.