Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.04.2006, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Eitt af því sem við, íbúar í Biskupstungum og flestir aðrir Islendingar, teljum til lífsgæða eru góðar samgöngur. Gerð er krafa til að dágóður vegur sé heim á hvern bæ og milli húsa í þéttbýli, og einnig að auðvelt sé að komast á auðveldan hátt út úr sveitinni til þeirra staða, sem eitthvað er að sækja til. Vissulega hefur orðið gagnger breyting í þessum efnum á síðustu áratugum. Flestir fjölfömustu vegir innan sveitar eru uppbyggðir og klæddir bundnu slitlagi. Fjölfarinn tengivegur, sem oft er illfær, er Reykjavegur, en hann er oft vegfarendum erfiður. Enn búa ýmsir við það að verða að aka heiman og heim alllangt eftir malarvegum, sem oft verða ósléttir í rysjóttu tíðarfari og illfærir af litlum snjó. Upp á síðkastið hafa úrbætur á tengivegum við aðrar sveitir verið mjög til umræðu. Ber þar hæst stapp- ið út af Gjábakkavegi, sem á að bæta tengingu innan Bláskógabyggðar, auk þess að vera til að greiða fyrir tengslum við höfuðborgarsvæðið. A þessari leið virðist þjóðgarðurinn á Þingvöllum vera æði mikill þröskuldur. Svo er að sjá að þeir sem þar ráða vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að fjölfarin samgönguleið verði lögð í gegnum hann. Ljóst er að ekki mun líðast að heimilt verði að aka þar á hraða, sem telst eðlilegur ferðahraði á þjóðvegum, og hann ekki gerður þannig að það verði nokkurt vit með tilliti til umferðaröryggis að auki er vetrarfæri oft erfitt á Mosfellsheiði. Þetta mun því mörgum ekki finnast æskileg leið til að komast á sem stystum tíma á milli staða. Stungið hefur verið upp á annarri leið til að þjóna þessu hlutverki. Hún er að fara frá Laugarvatni vestur yfir Hálsa sunnan við Kóngsveginn, sunnan Laugarvatnsvalla, milli Lyngdalsheiðar og Litla-Reyðarbarms og á Þingvallaveg austan við Miðfell. Þetta ein af þeim leiðum, sem athugaðar hafa verið sem hluti af nýjum Gjábakkavegi. í hugmyndinni, sem hér um ræðir, felst að farið yrði suður Þingvallaveg suður fyrir Þingvallavatn, á brú yfir Sogið skammt frá þar sem það rennur úr vatninu, nálægt Nesjavallavirkjun, gegn- um göng í Dyrfjöllum og á Nesjavallaveg (Hitaveituveg) vestan þeirra. Væri þessi leið gerð greiðfær þjónaði hún bæði þeim tilgangi að tengja vestasta hluta Bláskógabyggðar eins vel við aðra hluta hreppsins og kostur er og gefa kost á nýrri leið til Faxaflóa, sem myndi bæði létta umferð í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum og á Hellisheiði, sem virðist ekki veita af eins og illa gengur að fá þar þær umbætur, sem nauðsynlegar eru taldar vegna mikillar og sívaxandi umferðar sem þar er. Önnur tengileið inn og út úr sveitinni, sem mikið hefur verið talað um upp á síðkastið, er Kjalvegur og sú hugmynd að byggja þar upp varanlegan heilsársveg, eins og það er kallað. Ekki munu til neinar sam- ræmdar hugmyndir um hvar hann á að liggja. Sumir vilja fara svipaða leið og núverandi Kjalvegur liggur yfir Bláfellsháls, aðrir telja ástæðu til að kanna möguleika á leggja hann austan Bláfells á milli þess og Hvítár. Enn aðrir vilja brúa Hvítá, væntanlega sunnan Brunnalækja, og leggja síðan veginn austan Hvítár og Jökulfalls allt þar til kemur á móts við Kerlingarfjöll. Einnig mun til sú hugmynd að leggja veginn af Hrunamannavegi sunnan Tungufells og þaðan inn Hrunamannafrétt og yfir Jökulfall vestan Kerlingafjalla. Umræður um hugsanlega gufuaflsvirkjun í Kerlingarfjöllum mun væntanlega ýta undir hugmyndir um að hann liggi nálægt þeim. Væntanlega yrði svo vegurinn þessi lagður skammt austan Kjalhrauns og Dúfunefsfells, yfir Blöndu sunnan Blöndulóns, niður Mælifellsdal og á hringveginn í austanverðum Skagafirði. Talað hefur verið um að vegur þessi yrði lagður í einkaframkvæmd og hann greiddur með gjaldi, sem vegfarendur reiddu af höndum. Aætlanir munu skammt á veg komnar og eru nefndar hug- myndir um kostnað allt frá 3 til 5 milljarða króna. Ýmis álitamál eru uppi um þennan veg, svo sem hvort raunhæft sé að gera þama ráð fyrir vegi, sem fær sé allt árið, hvar hann á að liggja og hvort umferðin um hann verði nógu mikil til að greiða kostnað við hann. Til er líka það sjónarmið að slíkur vegur myndi spilla fegurð og friðsæld Kjalar. Þriðja leiðin til að tengja Biskupstungur betur við aðrar byggðir en nú er hefur í allmörg ár verið til umræðu. Sú á að liggja á brú yfír Hvítá austan Bræðratungu og á Hrunamannaveg norðan Flúða. Þessi leið var nokkuð rædd í tengslum við hugmyndina að sameiningu uppsveitanna og þá sem hluti af greiðfærri leið allt vestan úr Þingvallasveit, austur hjá Laugarvatni, Reykholti, Flúðum og Árnesi og jafnvel austur yfir Þjórsá. Líklega er nokkuð langt í land að leiðin sú verði að veruleika, en áætlanir eru um að byggja brú á Hvítá og leggja vegi að henni á næstu árum. Ekki verður undan því vikist, þegar fjallað er um samgöngumál, að minnast eitthvað á fjarskiptamál. Á því svið fara kröfur stöðugt vaxandi, svo sem að á öllum byggðum bólum sé kostur á háhraðatengingu við internet og allsstaðar, þar sem fólk er á ferð, sé unnt að ná sambandi við aðra með farsíma. Þetta er mikið öryggisatriði. Flestir eru með síma í vasanum og þeir þurfa að geta notað hann til að kalla á hjálp, ef eitt- hvað bjátar á. A. K. V_________________________________________________________________________J 3 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.