Litli Bergþór - 01.07.2011, Síða 6

Litli Bergþór - 01.07.2011, Síða 6
Hvað segirðu 'til? Helstu frá't'tir úr svertirmi • Tíðarfar hefur verið rysjótt, sérlega er líða fór að vori og hefur gengið á með miklum umhleypingum í mars og apríl, í byrjun maí nutum við veðurblíðu en gekk svo í kuldakast um miðjan mánuðinn sem varði langt fram í júní þá fór heldur að hlýna en ekki hefur samt borið á hitabylgjum sem komið hafa undanfarin ár. • Okkur varð á í síðasta pistli að fara með rangt mál þegar við fullyrtum að enginn sveitarstjórnarmanna hefði verið viðstaddur opnun Lyngdalsheiðarvegar þann 15. október sl. Hið rétta mun vera að Drífa Kristjánsdóttir, Helgi Kjartansson, Smári Stefánsson og Valgerður Sævarsdóttir mættu þar öll, auk Kjartans Lárussonar, varafulltrúa. Mun Drífa þar að auki hafa haft veislustjórn með höndum í hófi sem haldið var við þetta tilefni á vegum Vegagerðarinnar á Laugarvatni. Leiðréttist þetta hér með og biðjumst við velvirðingar á mistökunum. • Aðventutónleikar voru haldnir í Skálholtsdóm- kirkju þann 11. desember og var það sameiginlegur kór kirkjukóra úr uppsveitum Arnessýslu sem stóð fyrir þeim. • Helgihald yfir jólahátíðarnar var með hefðbundn- um hætti. • Jólatrésskemmtun var haldin í Aratungu 2. janúar • Annan janúar lést Arnheiður Þórðardóttir í Gýgjarhólskoti og fór útför hennar fram frá Skál- holtskirkju laugardaginn 8. janúar en hún var jarðsett í Haukadalskirkjugarði. • Alfareið var farin í Reykholti að frumkvæði æskulýðsnefndar Loga þann 7. janúar. • Þorrablót var haldið á vegum Skálholtssóknar föstudaginn 21. janúar. Hljómsveitin Sagaklass spilaði fyrir dansi. • Andrés Bjarnason var ráðinn í 60% starf hjá Bláskógaveitu. • Vegagerðin hefur sett upp vefmyndavél við nýju Hvítárbrúna við Bræðratungu og líka á nýja veginn um Lyngdalsheiði og eru sjálfvirkar veðurstöðvar og teljarar hluti af búnaðinum sem settur var upp. • Þann 5. febrúar opnuðu hjónin Michal Jerzy Jozefik og Bozena Jozefik kaffihúsið Café Mika í Bjarkarhóli, en þau hjónin eru búsett á Flúðum. • Haldinn var íbúafundur í Aratugu þann 17. febrúar þar sem deiliskipulagsvinna fyrir þéttbýlið í Laugar- ási var kynnt. • Kaffi Klettur hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í vetur. Má í því sambandi nefna að Gunnar Þórðarson var með tónleika þar þann 25. febrúar og KK þann 29. apríl. • Héraðsglíma HSK fór fram í íþróttamiðstöðinni í Reykholti þann 26. febrúar, þar var keppt um Skarphéðinsskjöldinn og Bergþóru-skjöldinn. • Listaverkið „Bókvitið verður ekki í askana látið“ Ungmennin sem tilnefnd voru til íþróttamanns ársins, talið frá vinstri: Marta Margeirsdóttir, Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir, Karitas Ármann, Smári Þorsteinsson, Aron Margeirsson og Sunneva Sigurvinsdóttir Litli-Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.