Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 11

Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 11
Búnaðarþá-fctur - úr heimahögum Gísli Kristjánsson, ritstjóri, hefur séð um Búnaðar- þáttinn í útvarpinu um fjölda ára, svo sem öllum landslýð er kunnugt. Ekki var til þess ætlast, að hann flytti þáttinn sýknt og heilagt, enda hefur hann fengið menn úr öllum áttum, bæði hálærða búvísindamenn og ólærða menn, bændur og fleiri, sem telja sig vita sitt af hverju um landbúnað af langri reynslu. A seinni árum hefur Gísli tekið upp þátt er hann nefnir „Ur heimahögum” og fengið bændur og aðra góða menn til að segja fréttir, hver úr sinni sveit eða stærra svæði ef svo horfir við. Skal greint frá búnaðarástandi og horfum og þó minni áherzla lögð á spádóma. En þær staðreyndir, líðandi stundar, sem fyrir hendi eru skulu dregnar fram í dagsljósið hverju sinni. Nú hefur Gísli beðið mig að segja frá því helzta úr minni sveit, Biskupstungum. Þessi sveit geymir innan sinnar sveitarmarka, þrjá þjóðfræga staði: Skálholt, Haukadal, en séra Magnús Helgason sagði eitt sinn, að ekki væri hægt að tala um Skálholt, nema Haukadals væri getið um leið, svo sterk bönd tengdi þessa tvo staði saman. í Haukadal er Geysir og 6-7 klm austar er Gullfoss. Biskupstungur eru ein af stærstu sveitum landsins, um 40 km að lengd en breiddin að meðaltali um helmingi minni. Sveitina umlykja tvö stórfljót, Hvítá að austan og sunnan en Brúará að vestan og Tungufljót klýfur hana að endilöngu. Þrjár jarðir eru sunnan Hvítár, sem tilheyra sveitinni, en landfræðilega Skeiðum og fimm bænda jörð austan Hvítár lýtur sömu lögum, en legan tilheyrir Hrunamannahreppi. Þessi skipan er arfur frá biskupsvaldinu forna. Sveitin er öll grasi gróin, svo langt sem byggð nær, og allmikið skóglendi er í efri hluta hennar á útjöðrum og einnig í miðri sveit. Skógurinn vex og dafnar vel, þó sauðfé sé nú eins margt og áður var. Það er bændum á skógajörðum helzt til ama, að hann er orðinn svo þéttur að varla er hægt að smala hann sauðlausan. Skógur er sauðfé neyðarfóður. Nú fóðra allir svo vel, að það lítur ekki við honum lengur. Einn Skálholtsbiskupa kallaði sveitina Sultar-Tungur. Það var ill nafngift og ómakleg því hún er mjög búsældarleg og ein hin mesta framtíðarsveit landsins. Um 3/4 hlutar hennar eru ræktanlegir, fallvötn mikil og síðast en ekki sízt er hún ein mesta jarðhitasveit á landi hér. Biskupstungur hafa allt af verið og eru enn með fjölmennustu hreppum, þar sem íbúarnir lifa eingöngu af því sem landið gefur. Yitanlega hefur Úr Tungnaréttum á að giska um miðjan sjöunda áratuginn. 11 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.