Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 16

Litli Bergþór - 01.07.2011, Qupperneq 16
íþróttafólk ársins 2010, Smári Þorsteinsson og Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir. og gera hann æfinga- og keppnishæfan fyrir frjálsar íþróttir. Nokkuð er um allskyns mót allt í kringum okkur sem iðkendur okkar hefðu gaman af að fara á. Við viljum eindregið hvetja þjálfara okkar til að vera duglegir að sækja þessi mót, krakkarnir í Ungmenna- félaginu hafa endalaust gaman af því að taka þátt í allskyns keppnum og vilja gjarnan fá að spreyta sig við aðra. hvort sem er í einstaklingskeppni eða í liðaíþróttum. Þjálfarar geta þá sótt um styrk til Ungmennafélagsins en einnig er um að gera að reyna að sækja um styrki til sveitarfélagsins okkar sem hefur í gegnum árin litið á starf Ungmennafélagsins sem öflugt forvarnarstarf gegn fíkniefnum. Nú í byrjun apríl fór fimm manna glímulið skólans til Reyðarfjarðar undir liðsstjórn Sigurjóns Péturs. Þar stóðu þau sig með sóma eins og við áttum von á. Krakkarnir okkar hafa verið sýnilegir síðastliðið ár í nýju göllunum sínum og gaman að sjá þau halda merki félagsins á lofti. Höldum áfram að vinna með þessum frábæru krökkum. Þjálfurum þökkum við afar gott og farsælt samstarf, ykkar starf er ákaflega mikilvægt og ykkar góða starf kemur fram í þeim börnum sem sækja æfingar. Kærar þakkir. Áfram Umf. Bisk. Agla Pyri Kristjánsdóttir. KwiMtotWUupttungn* fngtiimákflkur. -lOOOOUdbrkSgnxt Kvenfélag Biskupstungna Engarsmá kökur... ...10.000 kaloríurldgmark Ég elska að aðstoða við eldhúsverkin RÉTTARSÚ PA Við Grillum Tungurnar ViB GnUum Tungurnat 1 stk Laukur 1 bolli Haframjöl 1 bolli Hrísgrjön 2 blöö Skessujurt Salt og pipar Kvenfélag Biskupstungna vill minna á þessar frábæru svuntur sem við erum með til sölu. Þær eru liprar og þægilegar og fást með fj'órum mismunandi áletrunum. Þær eru tilvaldar til tækifærisgjafa. Verð aðeins 2000 krónur. Hægt er að nálgast þær hjá: Svövu í Höfða, sími 486-8873 svavathe@simnet.is Jennýju f Mióholti 23, sími 694-9820 jdreso@internet.is og Guðbjörgu á Bjarkarbraut 8, sími 898-5646 !laugaras@visir.is Litli-Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.