Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 21

Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 21
Unga fólkið okkar spurt úr spjörunum Á hverju ári kýs íþróttadeild Ungmennafélags Biskupstungna íþróttamann og íþróttakonu ársins. Okkur í ritnefnd fannst upplagt að skyggnast aðeins inn í líf þeirra Brynhildar Hrannar og Smára sem kosin voru íþróttafólk ársins 2010. Þau eru bœði afreksfólk íglímu og getum við verið stolt afþessum ungu og upprennandi Tungnamönnum! S.L.H. Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir. Nafn: Brynhildur Hrönn Sigurjónsdóttir Nafn: Smári Þorsteinsson Aldur 16 ára Aldur: 22 ára Hvers vegna fórst þú að æfa glímu og hvað hefurðu verið að æfa lengi? -Pabbi sagðir mér að prufa. Ég er búin að æfa í tvö ár. Hvert er eftirminnilegasta augnablikið, tengt glímunni, í þínum huga? -Örugglega þegar ég varð fjórðungsmeistari :D Stundar þú einhverjar aðrar íþróttir? -Bara í vali í skólanum, þá fer ég í fótbolta. Hvað annað ert þú að „glíma“ við (hoho). Starf, nám? -Er að klára 10. bekk og stefni á FSU í haust. Hver er uppáhalds staðurinn þinn í Tungunum? - Uhmmm. Get ekki valið neinn ákveðinn stað vegna þess að það er allt best í Tungunum. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? -Akveðin, þrjósk, dugleg. Hvar sérð þú þig fyrir þér eftir fimm ár? -Váá! Það er svo langt þangað til að ég er ekki farin að hugsa um það. Hvernig ætlar þú að eyða sumrinu? -Vinna, ferðast og skemmta mér. Hvernig myndir þú eyða 100 milljóna króna lottóvinningi? -Ég myndi örugglega setja hann undir koddan minn, haha. Ef klukkan væri 10 á föstudagskvöldi, hvar myndi ég líklegast finna þig? -Heima eða með vinum. Hvers vegna fórst þú að æfa glímu og hvað hefurðu verið að æfa lengi? -Ég byrjaði árið 2000, bara vegna þess að mig langaði að prufa. Hvert er eftirminnilegasta augnablikið, tengt glímunni, í þínum huga? -Heimsmeistaramótið á Geysi 2009. Stundar þú einhverjar aðrar íþróttir? -Ég reyni að sprikla eitthvað með í fótboltanum. Hvað annað ert þú að „glíma“ við (hoho)? Starf, nám? -Ég vinn hjá Bisk-verk í Reykholti. Hver er uppáhalds staðurinn þinn í Tungunum? -Það er erfitt að velja einn stað, þess vegna segi ég bara, öll sveitin. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? -Tungnamaður, trommari og United maður. Hvar sérð þú þig fyrir þér eftir fimm ár? -Það er langt þangað til... Hvernig ætlar þú að eyða sumrinu? -Það er bara vinna og svo fótboltinn með. Hvernig myndir þú eyða 100 milljóna króna lottóvinningi? -Kaupa ársmiða á góðum stað á Old Trafford, nýtt trommusett og svo væri restin ágætis vasapeningur. Ef klukkan væri 10 á föstudagskvöldi, hvar myndi ég líklega finna þig? -Það er misjafnt, þú verður bara að leita. 21 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.