Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 27

Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 27
væri réttast. Ég hló í huganum og gat varla andað. Þegar ég kom heim til Halldóru sagði hún: „Sástu þegar Tóta roðnaði?“ „ Já, það sá ég skýrt og greinilega, gerði hún það við þig, að segja að þú ættir að vera vinur hennar? “ „Já“. „Það var ekki gott að hún gerði það“ Mér leið hræðilega, ég sá hvað hún var sár en síðan sagði hún, að Tóta væri samt besta vinkona hennar. Ég sagði: „Það var nú gott að þú ert ekki voða reið yfir þessu“. Síðan horfuðum við á mynd og bara „tjill“ í gangi hjá okkur. Síðan varð ég að fara heim. En þegar ég kom heim þá fór ég strax að skrifa einhverjar hugrenningar í sögubókina. En svo fór ég að skrifa ljóð. Hér er eitt þeirra: Árið Árið er það dýrmætasta við lífið. Ef árið væri ekki, þá vissum við ekki, hvað við værum gömul, hvenær gamlársdagur væri, eða sautjándi júní, eða hver þú værir. Þetta var eitt af ljóðunum. En þegar ég verð eldri ætla ég að verða rithöfundur. (nokkrum árum seinna varð ég heimsfræg, sögur gjörbreyttu lífinu mínu.) Höf: Freyja Hrönn Friðriksdóttir Kisi fer ekki á feti, hvað þá heldur stökk. Oftast liggur hann í leti, svo mamma hans verður klökk. Höf: Þórdís Egilsdóttir, 6. bekk Ragnheiður Olga. Vísurnar þrjár Það var lesin fyrir mig vísa um einn galdramann. Tvær rottur hann var að hýsa og að galdra hann kann. Svona hljóða þær, hlustið þið vel. Ein þeirra er mér kær en hinar frjósa í hel. Norn að nafni Anna eignaðist mann. Vinkona hennar, hún Hanna, á rassinn hún rann. Jólakötturirm Kisi kallast jólaköttur. Sá er kænn og klókur. Oftast verður mjög uppstökkur. Skapstyggur og fljótur. Jólaköttur etur ei fisk. Frekar eitthvað annað. Hann vill allsekki borða af disk. Það er alveg bannað. Þau eignuðust son, lítinn galdramann. Hann var Önnu von, hún fór með þulu sem vel hún kann. Hinn ungi óx úr grasi, mjög dátt hann hló. Þegar hann varð vitni að masi þá datt hann niður og dó. Höf. Ragnheiður Olga Jónsdóttir, 6. bekk 27 Litli-Bergþór

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.