Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 28

Litli Bergþór - 01.07.2011, Side 28
I^að er líf og fjör í Lionsklúbbnum Geysi Lionsklúbburinn Geysir hefur starfað af þrótti í vetur, eins og undanfarin ár. Ut á við lætur klúbburinn, eins og Lionshreyfingin í heild, gott af sér leiða, eftir því sem hann hefur bolmagn til. Til dæmis var heilsugæslustöðinni í Laugarási gefið fullkomið eyrnaskoðunartæki í vetur sem læknarnir okkar segja að muni nýtast mjög vel í framtíðinni, í eilífri baráttu við hina þrálátu eyrnabólgu í blessuðum börnunum okkar. Inn á við snýst þetta um að styrkja innviðina, efla félagsandann, fjölga hóflega í klúbbnum og hafa gaman saman. Klúbburinn fundar tvisvar í mánuði og á fundum er blandað saman gamni og alvöru, skemmtun og fróðleik. Fyrirlestrar: Guðni Ölversson, hinn geðþekki tíðindamaður útvarpsþáttarins „Samfélagið í nærmynd“ í Noregi, var einu sinni kennari hér í sveit og var þá félagi í klúbbnum og formaður. Hann sagði okkur frá störfum sínum sem kennari við grunnskóla skammt frá Ósló, þar sem meirihluti nemenda eru innflytjendur. Margir þeirra koma úr allt öðrum menningarkimum og hafa mismunandi trúarskoðanir og siði. Sýn þeirra á samfélagið er stundum erfitt að aðlaga gömlum og rótgrónum venjum hinna nýju heimkynna og leiðir oft til harkalegra árekstra, eins og nærri má geta. Gylfi okkar, læknir, fræddi okkur um sykursýki og fleiri þætti heilbrigðismála. Hann sagði okkur, m.a. hvað sykursýki væri skæður, erfiður og algengur sjúkdómur, þótt í raun og veru sé auðvelt að forðast hann, ekki síst fyrir okkur hér í Tungunum. Við erum nefnilega svo heppin að búa við gnægtaborð hollrar fæðuframleiðslu og unaðslegt umhverfi, sem beinlínis hvetur til útiveru og hreyfingar. En þetta tvennt: fæðuval og hreyfing eru áhrifamestu forvarnirnar með tilliti til ofþyngdar, sykursýki og margra annarra sjúkdóma. Gunnar Marel Hinriksson, sagnfræðingur, hélt fyrirlestur um kvikfjártalið 1703. Miklar umræður urðu um erindi Gunnars, sem var afar áhugavert og fróðlegt. Frasðsluferðír: Við fórum til Þingvalla í haust þar sem sveitungi okkar, Einar Sæmundssen, fræðslustjóri þjóðgarðsins tók á móti okkur. Hann fræddi okkur á líflegan og skemmtilegan hátt um sögu og náttúru Þingvalla og sýndi okkur náttúruundur sem þar má sjá á haustin, þegar risaurriðinn öslar með boðaföllum upp Öxará til að frjóvga hrogn og viðhalda stofninum. Þetta var stórkostlegt sjónarspil. Farið var í heimsókn í Sölufélag garðyrkjumanna, Örn Erlendsson. þar sem Ómar, félagi okkar, er stjórnarmaður og margir Tungnamenn hafa átt aðild að gegnum árin. Þarna er unnið við móttöku, flokkun, pökkun og dreyfingu á alls konar afurðum garðyrkjubænda. Einnig er þarna fjölbreytt ostagerð, sem kom okkur mjög á óvart. Starfsfólk sölufélagsins er greinilega í góðu sambandi við neytendur, jafnt sem framleið- endur, þessara frábæru matvæla sem fara um hendur þeirra. Háaðall Össurar hf. tók á móti okkur í höfuð- stöðvum fyrirtækisins er við heimsóttum það fyrir skömmu; sjálfur húsbóndinn, Jón í Múla, Edda Heiðrún, systurdóttir Svavars á Gilbrún og Grímur, sonur Jóns í Gýgjarhólskoti. Þau fóru með okkur um fyrirtækið, sem fyllir tvö stórhýsi við Grjótháls, og sýndu okkur alla leyndardóma þess, allt frá þróunardeild til sjálfvirkra framleiðsluþjarka sem standa í röðum, eins löngum og augað eygir, og ganga hvíldarlaust allan sólarhringinn alla daga. Við vorum sem bergnumin af undrun og aðdáun yfir tækninni, hugvitinu og stærðinni, þó sáum við ekki nema örlítið brot af starfseminni, því Össur er ekki bara þarna við Grjóthálsinn, heldur víða um lönd. Starfsmenn Össurar eru um 1800, þar af „aðeins“ 300 hér á landi. Aðrir atburðir: Sagna og kvæðamannakvöld var haldið í Aratungu í haust er leið. Þar komu fram sagnamennirnir: Bjarni Harðarson, Hilmar Einarsson, Hallgrímur Guðfinns- son og Einar Sæmundssen og kvæðafólkið Sigurður Sigurðarson og Ólöf Halldórsdóttir. Þau skemmtu fólki með sögum og kveðskap af tærri snilld. Um 80 manns sóttu samkomuna. Á þorraþræl var haldin vel heppnuð matarveisla. Til hennar var boðið Lionsmönnum úr Laugardal, Grímsnesi, Grafningi, Selfossi, Hveragerði og Þorlákshöfn. Matseðillinn var einfaldur: hrossakét og Litli-Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.