Litli Bergþór - 01.07.2011, Page 32

Litli Bergþór - 01.07.2011, Page 32
Guðrún Víglundsdóttir í Höfða með fé sínu. Myndin er tekin 1961. gengum til dyranna. Þegar afgreiðsludömurnar sáu það komu þær þjótandi og fóru að spyrja hvað það hafi verið fyrir okkur og önsuðum við að þær skyldu hugsa um það þegar við kæmum næst og þarf varla að taka það fram að við höfum ekki komið þar síðan. Héldum við sem leið liggur norður að Brú í Hrúta- firði og þar fengum við fljóta og góða afgreiðslu. Um nóttina gistum við á hótelinu á Blönduósi ásamt mörgum öðrum fjárflutningsmönnum. Meðal gesta á hótelinu var spákona og hefði hún helst viljað spá fyrir okkur öllum og held ég að hún hafi orðið vonsvikin að enginn skyldi hafa álit á hennar spádómsgáfu eða eins og einn komst að orði „Mér sýndist hún ekki svo spámannlega vaxin“. Að morgni næsta dags var lagt snemma upp og farið norður að Torfunesi í Köldukinn og tekinn þar slatti af lömbum á bílinn. Síðan var farið norður að Ofeigsstöðum og bíllinn fylltur þar. Hefði ég vafalaust veitt Baldri bónda á Ofeigsstöðum meiri athygli ef ég hefði þá vitað hvað hann var snjall hagyrðingur. Þegar við vorum búnir að fylla pallinn af lömbum stóð svo á að ein smálambskreista var í afgang og var hún svo lítil að það hefði verið vonlaust að passa hana á palli innan um önnur lömb. Palli var fljótur að sjá ráð við því, hann greip lambið í fangið og stakk því inn í stýrishúsið hjá sér. Fór síðan þangað sem hann gat náð í gott gras, reitti þar góða tuggu og lét hana í sætið við hliðna á sér. Þetta gerði hann í hvert skipti sem við stoppuðum og er ég viss um að engu lambi hefur liðið eins vel á ferðalaginu eins og þessari litlu ögn þarna inni í hlýjunni hjá Palla. IIIIIIIIIIIIIIIIIII tl IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII111 il 111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII il IIIIIIIIIIIIIIIIIII! II11! IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII il IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII i! IIIIIIIIIII /fwXcMyíi - 50 ána 'ZiwjfMewMi{íét<zy 3iááufiátuu<ju<z óááan /hatuwpu Uí éiautútfyju með 50 ánu aýmceéub. Stjénu 'Um^. Si&fa. ávetun teáeudun AitéaSencrftóne tié <zt> taÁa fiútt í áátcbrviÁiöéeUMt <z^ tiéefyti fieááana tímeunóta áem óutdiu venÓa 13. óyúát oy 22. oútóóen. Stjóm 'liwjjmetMajfééeicfi ^iáÁU'þátauywz Litli-Bergþór 32

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.