Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Page 23
r
Bókagjafir
Ættfræðifélaginu hafa borist margar og veglegar
bókagjafir á undanförnum mánuðum.
* Þjóðsaga hefur fært félaginu Vélstjóra- og
vélfræðingatal I og II og Verkfræðingatal I og II
ásamtPóstsögu íslands eftir Heimi Þorleifsson
að við bættriKrákustaðaætt og Saga Njarðvíkur
eftir Kristján Sveinsson.
*ÁsthiIdur Steinsen gaf félaginu bók sína
Stelpurnar á stöðinni.
* Hulda Friðriksdóttir gaf Niðjatal Guðrúnar
Kristmundsdóttur og Stefáns Jónssonar,
Smyrlabergi Ásum, A-Hún.
* Jóhann Þór Jóhannsson gafNiðjatal Guðjóns
Jónssonar, Marteu Guðlaugar Pétursdóttur og
Guðrúnar Grímsdóttur frá Oddsstöðum.
* Þór Guðjónsson gafAuðholtsætt í Ölfusi I og II.
* Mál og Mynd gaf Þorsteinsætt.
* Bæjarstjórn Keflavíkur gafKeflavík í byrjun
aldar.
Ættfræðifélagið færir öllum gefendum sínar
bestu þakkir fyrir rausnarskap og hlýhug, en
það er mjög mikilvægt fyrir félagið að eignast
góðan bókakost til eflingar starfseminni. Án
gagna kemur húsnæðið við Dvergshöfða að
takmörkuðum notum. Það hefur marg sýnt sig
á “Opnu húsi “ að heimildir eru mikið notaðar
og flett upp í mörgu.
Stjórnin.
Af sumarferðinni 1996
framhald
þarna tæki og bækur margskonar til ættfræðiiðkunar.
Bjami fór með okkur yfir það helsta og var þetta allt
mjög fróðlegt. Næstvarekið heim til Bjarna og hann
kvaddur og þökkuð leiðsögnin. Stoppað var í Hyrn-
unni um kvöldmatarleitið og fengu flestir séreitthvað
að borða. Þegar haldið var á stað aftur, tók Vífill við
að fræða okkur enda komið aftur í hans sveitir. Við
skiluðum honum heim í Ferstiklu þökkuðum honum
góða leiðsögn og kvöddum vel.
Komið í Umferðamiðstöð rúmlega 21 ,oo á áætl un.
Manntöl
Munið manntöl
Ættfræðifélagsins,
ómissandi hverjum áhugamanni um
ættfræði.
Manntal 1801, Vesturamtkr. 2800,-
Norður- og Austuramt kr. 2500.-
Manntal 1801, Öll þrjú bindin, kr.
9.000.-
Manntal 1816, VI. hefti kr. 600,-
Manntal 1845, Suðuramt kr. 3000,-
Vesturamt kr. 2800.-, Norður- og
Austuramt kr. 3100,-
Manntal 1845, Öll þrjú bindin, kr.
8.000.-
Öll Manntölin 1801 (3 bindi) og 1845
(3 bindi) á 15000.-.
Manntal 1910, Skaftafellssýslur, kr.
2800.- Rangárvallasýsla og
Vestmannaeyjar kr. 4.700.-
Bækumar má panta hjá formanni félags-
ins, Hólmfríði Gísladóttur, hs. 557-4689
og Þórarni Guðmundssyni gjaldkera,
hs. 564-2256, vs. 554-1900.
Eflum útgáfustarf
Ættfræðifélagsins
_________________________________J
N
Athugið!
Af sérstökum ástæðum eru til sölu
bækur um ættfræði, þjóðlegan fróðleik
og fleira.
Upplýsingar hjá Ragnhildi Óskars-
dóttur í síma 588-0048
V____________________________________)
23