Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 4
í sögunni og hafa kannske ekki látið eftir sig mikilsverða minnisvarða aðra. Mathías Þórðarson var þjóðminjavörður í 40 ár, afar glöggskyggn og vandaður fræðimaður og vel að sér í menningarsögu yfírleitt. Hann hafði í námi sínu lagt megináherzlu á listfræði og hafði hvað mestan áhuga á kirkjulist. Eitt hið fyrsta sem Matthías gerði var að ferðast um landið og fara í allar kirkjur landins og skrásetja kirkjugripi. Þetta gerði hann af fræðilegri ná- kvæmni og skarpskyggni og skrár hans eru enn grundvöllur þekkingar okkar á kirkjugripunum. Vart líður sá dagur að við safnmenn förum ekki í smiðju til Matthíasar og spyrjum: Hvaða skoðun hafði hann áþessum grip. Ég hef farið nokkuð ofan í verk Matthíasar í sambandi við kirkjusilfr- ið, sem ég hef verið að grúska talsvert í, og þá ekki sízt til þess að fínna smiði að því sem óþekkt var. Sjálfur hafði Matt- hías ekki tök á að fylgja eftir skráningu sinni á kirkjugripunum í neinum mæli með nákvæmum rannsóknum, en þó er ritgerð hans um Málm- smíðar fyrr á tímum í iðnsögunni gömlu grund- vallarrit um þessi efni. Greinilegt er að Matthías hefur oft notið aðstoðar Hannesar Þorsteinssonar þjóðskj alavarðar er kom að því að rekja ákveðna hluti, t.d. með fangamörkum, til ákveðinna eigenda. Þeir unnu í sama húsi og ekki var ónýtt að eiga aðgang að þekkingarbrunni Hannesar um íslenzka ættfræði og persónusögu. Eitt dæmi vil ég nefna í þessu sambandi. Árið 1884 eignaðist Forngripasafnið, sem það hét þá, forlátagóða silfurkönnu. Einkennilegt er, að Sigurður Vigfússon skráir hana mjög lauslega, segir aðeins að hún sé vestan af landi og sé “úr gömlu Boga-ættinni”. - Meira segir hann ekki, en Sigurður hefur greinilega ætlað mönnum að vita að hér væri átt við ætt Boga Benediktssonar í Hrappsey. Á könnunni er fanga- markið BBS og ártalið 1675, sem er því að öllum líkindum fangamark fyrsta eigandans og árið sem hann eignast gripinn. - En hver var hann þessi BBS í Boga-ættinni? - HérfórMatthíasí smiðjutilHannesar hins ættfróða manns og hann hefur talið, og vafalaust réttilega, að fangamarkið væri helzt Bjarna lögréttu- manns Bjamasonar í Amarbæli á Fellsströnd, en hann var móðurfaðir Boga Benediktssonar í Hrapps- ey. Bjami hafði dvalizt á yngri ámm ytra og er vel líklegt að hann hafi eignazt þennan grip þar og láti merkja sér hann, en árið 1675, sem kannan er merkt, er hann 31 árs. - Könnunni virðist síðar bregða fyrir í skiptagj örð eftir séra Eggert Jónsson á Ballará 1846, en þar er meðal annars nefnd “stærri silfurkanna með BBS á lokinu”. - Ætla má að þetta sé sama kannan, enda vom ættirnar tengdar og séra Eggert safnaði að sér mikl- um auði og hann hafði auga fyrir góðum dýrgripum. Sennilegast hefur kannan síðan gengið til Jóns í Fagra- dal sonar séra Eggerts, en hann og kona hans dóu 1880 og áttu ekki erfmgja á lífi, hefur kannan því líklegast fengizt til safnsins er dánar- búið var gert upp eftir þau hjón ijórum árum síðar. Þetta var um eiganda merkilegs grips. En merki- legra þykir þó að geta fundið smiði gripa og langar mig hértil að nefnanokkur dæmi um gripi, sem hefur tekizt að heimfæra til ákveðinna smiða, manna sem margir em þekktir í sögunni og ég býst við að ættfræðingar viti gerla deili á. Eitt af því sem Matthías Þórðarson skráði vom kaleikur og patína í kirkjunni á Hofi á Höfðaströnd, kaleikurinn er stimplaður JCS á botni, greinilega smiðsstimpillinn. Matthías taldi kaleikinn helzt danskan, enda eru þrír stafir óvenjulegir í íslenzkum silfurstimplum og C er vissulega ekki íslenzkur stafur. Mér fannst þó einhvern veginn er ég velti þessum hlut fyrir mér, lítið danskt yfírbragð á kaleiknum, heldur virtist margt benda til íslenzks uppmna. Og menn þekkja hvemig hugmyndum lýstur stundum niður á ólíklegustu stundum. Það var eitt kvöld að skyndilega er eins og hvíslað að mér: JCS á kaleik á Hofí á Höfðaströnd, er það ekki einmitt Jóhann Kristján Schram gullsmiður á Brúarlandi og Höfða á Höfðaströnd, lærður í iðn sinni í Kaupmannahöfn og sonur Christians Gynthers Schram verzlunarmanns í Matskeið eftirBjörn Magnússon í Gvendareyjum. Þjms. 15009. Ljósm.: Ole Villumsen Krog. 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.