Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 16
Miiming N Sólveig Guðmundsdóttir SólveigGuðmundsdóttirléstáLandsspítalanum lO.apríl 1997. HúnvarfæddáSnartastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði 1 l.apríl 1906. Sólveig ólst upp hjá foreldrum sínum á Snartastöðum og vann að búi þeirra og víðar við sveitastörf. Hún var meðal fyrstu nemenda í Reykholtsskóla og var þar tvo vetur 1931- 1933. Síðar fór hún einn vetur í Hallormssstaðaskóla 1936-1937. Sólveig starfaði í Reykjavík t.d. hjá Erfðafræðinefnd Háskóla íslands og leitaði þá upplýsinga hjá Þjóðskjalasafni íslands. Sólveig hafði mikinn áhuga á íslenskum fróðleik og menningu og sótti t.d. tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hún var í Ættfræðifélaginu frá 1972 að það var endurrreist. Sólveig vann aðeins með okkur í Manntalinu 1910, enda þekkti hún það vel. Við þökkum Sólveigu aðstoðina og áhugann á ættfræði og sendum bróður hennar og frændfólki samúðarkveðjur. Hólmfríður Gísladóttir. * Úr penna Ásmundar: Kæra Ættfræðifélag, Eg vil í upphafi þakka fyrir öll fræðslukornin, sem fréttabréfin hafa flutt mér og sjálfsagt öðrum líka. Hólmfríður Gísladóttir fonnaður svarar fyrirspum minni varðandi tvær eiginkonur Torfa Sveinssonar bónda í Kirkjuskógi. Vel má vera að ekki sé lesið nógu vel í Dalamönnum. En því miður sést ekki hverjir foreldrar Guðrúnar Gísladóttur vom í þeirri merku bók, nema um ósýnilegt letur sé að ræða, sem sérstaka tækni þarf til að nema, svipað er um mið- konu Torfa, þar sést ekki heldur hvað móðir hennar hét. Ég var að leita eftir nöfnum foreldra Guðrúnar og nafni á móður mið-konu Torfa, Kristjönu Jónsdóttur, sem nú er fengið ásamt öðrum upplýsingum í sama pistli og ber að þakka fyrir. Enn skal róa og reyna að fá rétta mynd á króann. Spuming 1. Hvað hét kona Jóns Jóhannessonar í Litla- Dunhaga í Eyjafirði. Þessi hjón áttu dóttur, sem Guðlaug hét, f. um 1804, d. 10. júní 1862. Guðlaug þessigiftistMagnúsiEinarssynif. 18. ág. 1806, d. 29. maí 1866, bónda í Teigi í Hvammssveit, raunar bjó þessi Magnús víðar í norður hreppum Dalasýslu (Dalamenn 2. bindi) Spuming 2. Hvað hét kona Jónasar Jónssonar í Litlu-Ávík í Víkursveit, dóttir Jónasar hét Anna Margrét, f. 1836, d. 26. maí 1900. Hún átti Helga Magnússon f. 13. sept. 1838, d. 23. júní 1909, bóndi í Sælingsdal (Dalamenn2. bindi). Spuming 3. Hvað hét kona Jóns Jónssonar bónda í Heiðarbæ í Tungusveit, dóttir hans var Guðný f. 1812, d. 17. apríl 1893, gift Jóni Sigmundssyni bónda á Fremri- Brekku (Dalamenn 2. bindi). Spuming 4. Hvað hét kona Magnúsar Jónssonar bónda í Miðhúsum í Hrútafirði. Hann átti þrjár dætur, Ragnheiði f. 10. marz 1896, d. hvenær?, hún átti Magnús Ingimundarson f. 10. ág. 1890, d. 7. ág. 1958, bónda á Fremri-Brekku. Hvenær er Lilja systir hennar dáin? Hún átti Benedikt Ingimundarson bónda á Kveingrjóti, síðar í Skálholtsvík, og hvenær er Jónína systir þeirra dáin, hún átti Hermann Ingimundarson bónda í Miðhúsum, síðan í Hvítadal og Akureyri (Dalamenn 2. bindi). Hér læt ég staðar numið að sinni, þó afnógu sé að taka í þessu grúski.Það virðist vera heppilegt að vera með smá bita í einu til að fá svör við. Vonandi er enginn orðinn argur á þessum skrifum mínum, ef svo skyldi vera þá látið mig vita hið snarasta. Ásmundur Uni Guðmundsson 16

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.