Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 21
-aðsent-aðsent-aðsent-aðsent-aðsent - aðsent - aðsent - Á karfaveiðum í Rósagarðinum nóvember 1997 Mikinn fróðleik er ætíð að fínna í fréttabréfínu og er alltafgaman að lesa það. Með það í huga sendi ég hér nokkrar fyrirspurnir til félaga minna í Ættfræðifélaginu. Það varðar forfeður mína, en þeir eru margir úr Staðarsveit eg einnig víðar á Snæfells- nesi. Vonast ég til að einhver hafi eitthvað í poka- horni sínu til að miðla til mín. Langalangalangafi og amma mín voru Ámi Ól- afsson og Margrét Gísladóttir, hjón á Bjamarfossi í Staðarsveit, frá því um 1765 - 1806. Þau vom fædd um 1741, en ég veit ekki hvar, Árni er dáinn 1806 á Bjamarfossi, en Margrét er dáin 1819 í Oddsbúð á Búðum. Ég hef verið að skrá niðja þeirra urn nokkum tíma. Veit einhverum forfeður þeirra, fæð- ingardaga - og stað? Sonur Áma og Margrétar var Gísli Ámason f. 1785, bóndi í Hraunhöfn í Staðarsveit. Kona hans var Ragnhildur Jónsdóttir f. 1800 í Breiðuvík, dóttir Herdísar Þorgeirsdóttur fædd um 1762 og Jóns Péturssonar stórbónda í Ólafsvík (Saga Búða og Hraunhafnar). Herdís var dóttir Þorgeirs Jónssonar bónda í Öxl í Breiðuvík. Veit einhver um móður Herdísar, forfeður hennar, fæðingardag og dánardag? Veit einhver um Jón Pétursson, forfeður hans, fæðingardag og dánardag? Ámi fæddur um 1811, Andrésson formaður á Hellissandi, sá sem varð bráðkvaddur í báti á Breiðafirði og nokkrir ungir menn komust við það í sjávarháska (Breiðfirskir sjómenn). FaðirÁmavar Andrés fæddur um 1784 á Völlum, Jónsson, en hann var meðhjálpari í Langhryggju (1834) í Rifi á Snæ- fellsnesi. ímanntali 1801 erAndrésíFróðársóknhjá afa sínum og ömmu, Jóni Steindórssyni og Guðrúnu Skúladóttur, sagður dóttursonur þeirra. Kona Andrésar var Guðrún Guðbrandsdóttir fædd um 1788 á Fróðá. Veit einhver um foreldra hans og forfeður, einnig um fæðingardag og dánardag? Guðbjörg Gilsdóttir fædd um 1810 í Ingjaldssókn, býr á Gröf í Staðarstaðasókn 1845 og er kominn í Lónsbæ 1855 og er húskona þar og niðursetningur í Gröf í Bervík 1880. Hún var dóttir Gils Gilssonar fæddur 1781 í Stafholtssókn, bóndi áÖndverðanesi. Seinni kona Gils var Oddný Magnúsdóttir fædd um 1798 húsmóðir í Bjömsbúð í Ólafsvík. Veit einhver hver móðir Guðbjargar var og forfeður vom? Ögmundur Jóhannesson sonur Guðbjargar og Maríu Ámadóttir, Andréssonar vora sambýlisfólk í Rifi og áttu böm saman. Eitt þeiiTa var Jóhanna Ögmundsdóttir en hún mun hafa flutt til Færeyja og átt afkomendur þar og í Danmörku. Veit einhver deili á þeim, eða hvert best væri að snúa sér með þetta í Færeyjum? Með Kveðju Þórður Ámason, Borgarholtsbraut 63 200 Kópavogi Kjamaætt í októberhefti Fréttabréfsins er spurt hvort Kjamaætt úr Eyjafirði sé í vinnslu. Ekki veit ég það, en hitt veit ég, að margir, þeirra á meðal ég, hafa safnað efni um þessa fj ölmennu og raunar þekktu ætt. Má þar nefna ÓÞK (trúlega Ólaf Þ. Kristjánsson), sem gerði niðjaskrá Þórðar og Bjargar á Kjama 1943 “ að langmestu leyti eftir safni þeirra Þorvalds Kol- beins ogHalldórsStefánssonar”.HjálmarVilhjálms- son, ráðuneytisstjóri, og Vilhjálmur Ámason, hrl., auglýstu í Morgunblaðinu um miðjan 8. áratuginn eftir upplýsingum um niðja þeirra Kjamahjóna. Hjálmar flokkaði ágætlega þær upplýsingar, sem bárast, en vann ekki frekar úr þeim. Freymóður Jóhannesson er nefndur í fyrirspuminni í Fréttabréf- inu, en safn hans hef ég ekki séð. Aðra mætti nefna til sögunnar, en ég tel ekki rétt að gera það að þeim forspurðum. Þó get ég ekki látið ónefndanjarðfræð- ing í Langley, BC, Kanada, John Herbert Arnason, sem hefur verið óþreytandi að ná saman upplýsing- um um skyldfólkið vestan hafs. Enda þótt safnið mitt sé orðið býsna stórt, þori ég ekki fyrir mitt litla líf að gefa það út, bæði er það götótt og eins eru þar áreiðanlega margar villur, sem ég get ekki borið ábyrgð á, og engar era í því myndimar. Nafnaskráin ermeð 6500 - 7000nöfnum, og er þó sleppt úr þeim, sem ólíklegt er, að leitað sé að, svo sem börn, sem dóu ung og ungmenni, sem lítið er um segja annað en fæðingardagur þeirra. Jón Steingrímsson Laugateig 15 105 Reykjavík 21

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.