Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 13
var landbúnaður allsráðandi en sjósókn meðfram öllu Reykjanesi svo að segja. Fækkunin skýrist samt ekki að öllu leyti af fækkun í Kjósinni því með vexti þilskipa hnignaði mjögbátaútgerð a.m.k. sums staðar á Reykjanesi. A fyrra skeiðinu höfðu Borgarfjarðar- og Mýra- sýsla verið að miklu leyti utan segulsviðs Reykjavíkur, ef svo má segja, en á því seinna misstu þær báðar töluvert margt fólk. Fyrir þetta fólk var styttra að fara á Snæfellsnes, þar sem útræði var, en þar fækkaði fólki svo ekki fór það þangað. Dala-, Stranda- og Flúnavatnssýslur töpuðu líka mun fleira fólki en á fyrra skeiðinu. Líklega fór það á vestur á firði. Brottflutningar frá Skagafjarðarsýslu voru afar litlir og Sauðárkrókur líklega mestan þátt í því. Frá Eyjaijarðarsýslu fluttist fólk nokkuð og þá trúlega mest til Akureyrar. Þingeyjarsýslur báða missa íbúa burt og sömuleiðis Austur-Skaftafellssýsla. Af þessari hringferð um landið sést að engar þverstæður voru þar í flutningunum: Alls staðar voru landbúnaðarsýslur að tapa fólki og þorp og kaupstaðir að vaxa. Vesturheimsfararnir voru líka langflestir úr landbúnaðarsýslum. Múlasýslur fylgdu þessu mynstri að því leyti að það fjölgaði mikið á ijörðunum og fækkaði á Héraði. En þá ber svo við að það er umtalsverð ijölgun á heiðabýlasvæðinu, nánar tiltekið Hofssókn í Vopnafirði og Hofteigssókn auk Fjallaþinga. Hvað var hér að gerast? 5. Samband Vesturheimsferða og fólksflutninga á Norðausturlandi Svo vill til að Júníus heitinn Kristinsson hafði skrifað prófritgerð í sagnfræði um Vesturheimsferðir úr Vopnafirði (Vesturheimsferðir úr Vopnafirði og aðdragandi þeirra). Þar hafði hann t.d. borið saman aldurssamsetningu Vesturfaranna og þess fólks sem skráð var innflutt og brottflutt innanlands, þ.e. frá og til annarra sýslna. Hann sagði að hinir síðamefndu hefðu greinilega verið fyrst og fremst og vinnufólk sem var að fara í vistir eða úr visturn, það hefði verið ungt fólk og fátt af því með böm. Vesturheimsfarar hefðu verið eldri og með fleiri böm. Hann sagði líka að lítið samband virtist hafa verið á milli Vestur- heimsferðanna ogþessara ferða vinnufólksins. Þessir straumar hefðu gengið að mestu óháðir hvor öðmm. Ég velti þessu mikið fyrir mér á sínum tíma. Það virtist sem Vesturheimsfaramir væm að leita að einhverju allt öðra en fólkið sem fluttist norður og settist nánast að á sömu jörðum og Vesturfaramir yfírgáfu. Oghvomgir vildu setjast að við sjávarsíðuna sem þó margir gerðu á þessum tíma. Vesturfaramir var greinilega fólk sem komist hafði yfír jarðnæði, líklega einhvem bústofn og átti böm. Það virtist ekki vilja lifa af sjónum eða þykja það fýsilegt, en frekar vilja freista gæfunnar í Vesturheimi við einhvers konarjarðyrkju og búskap. Hér erum við komin að mjög áhugaverðu máli sem hefur verið nokkuð rætt um á fræðilegum vettvangi og hverjum sýnst sitt en það er viðhorf sveitafólks til þéttbýlisins og búsetu við sjóinn. Sumir hafa viljað gera nokkuð mikið úr meintri óbeit sveitafólks á sjómennsku og lífínu á mölinni, og þama hafí eimt nokkuð af aldalangri andúð landeigenda og sveitabænda á þeim sem lifðu í þurrabúð við sjóinn. Aðrir hafa bent á að lífsskilyrði við sjóinn hafí einfaldlega ekki verið svo slík á þeim tíma - hvað sem síðar varð - og því hafí það verið eðlilegt að hugur fólks beindist fremur vestur urn haf þótt það væri líka erfíð ákvörðun fyrir marga að rífa sig upp. Mín skoðun er sú að hvorir tveggja hafí nokkuð til síns máls. Afkomuskilyrði við sjóinn norðanlands og austan vom áreiðanlega ekki fýsileg lengi framan af þótt mörgum tækist að fleyta sér þar einhvem veginn enda höfðu þeir meiri eða minni landnyt, jafnvel í þorpunum. Minna má á að jafnvel í henni Reykjavík var búskapur og landnyt drjúg undirstaða afkomu íbúanna eins og Þómnn Valdimarsdóttir hefur sýnt vel í bók sinni Sveitin við Sundin. Búskapur í Reykjavík 1870-1950 frá 1986. Enhérerþesslíkaað gæta að Austfirðingar, og Norðlendingar austan Skagafjarðar, höfðu fremur lítil kynni haft af sjósókn og verstöðvalífi á móts við Sunnlendinga, Vestfirðinga og menn af Norðvesturlandi. Sú staðreynd hefur áreiðanlega latt menn til að bjargast við ótrygga afkomu í sjávarþorpunum. En hvers konar fólk var þá að flytjast norður í Vopnaijörð og þar í nágrenni? Niðurstaða mín var sú að þetta fólk hefði verið að setja saman bú í fyrsta sinn. Jarðirnar voru hugsanlega ódýrari en annars staðar á landinu eða lágu fremur á lausu vegna Vesturfaranna sem vom að yfirgefa þær, og bústofn var trúlega auðvelt að verða sér þar úti um ef hann fylgdi þá ekki jörðinni. Þetta fólk hafði líklega ekki efni á að fara vestur um haf eða vildi a.m.k. koma beturundir sig fótunum áður en það færi út í einhverja ævintýramennsku. Þetta varð niðurstaða mín af þessum þversagna- kenndu fólksflutningum á landinu og af því. Ég skal samt fýrstur manna viðurkenna að þetta em nú sumpart getgátur heldur en ömgg fræði. En meðan við fáar eða engar athuganir er að styðjast er nauðsynlegt og leyfílegt að geta sér til. 6. Nokkrir þankar um fólksflutninga og búsetu Að endingu langar mig til að bæa við fáeinum atriðum sem snerta þetta mál. Tilfellið er að ýmsir af þeim sem settust að á Austíjörðum vom í raun á leiðinni til Ameríku. Seyðisijörðurvarnefnilega stór útflutningshöfn fyrir Vesturfara og fargjaldið þaðan 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.