Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 22
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent
/ \
Bréf frá Svíþjóð
23.okt1997
Frú Hólmfríður Gísladóttir.
Bestu þakkir fyrir “Fréttabréfið” okt. 1997.
Þar eru margar góðar og nytsamar spurningar,
sem fengur er að.
Erindi fróðleiksmanna á fundum félagsins,
eru til gagns og gaman að lesa.
Vinsamlega sendið í póstkröfu eitt eintak
Manntal 1910, Ámessýsla.
Kveðja
Helgi Falur Vigfússon
Perstorpsgatan 19a.
235-33 Vellinge, Sverige.
15. nóv.1997 í Vellinge.
Til Ættfræðifélagsins.
Bestu þakkir fyrir þriðja bindi Manntals
1910.
Vinsamlegast hafíð þykkra umslag, bókin
mín var lítið eitt löskuð; þegar næsta bók
kemur.
Útgáfur Ættfræðifélagsins á Manntölum
emmikil afreksverk fámennu félagi. Iðjusemi
og samheldni er dyggð sem útgáfustjómir hafa
haft, er séð hafa um ritstjóm. í öllum ættfræði-
ritum fær maðurinn dýrmætar upplýsingar er
fullnægja oft dýpstu þörf ættfræðingsins.
Ættfræðifélagið sýnir sanna ættjarðarást
með útgáfu Manntalsins. Miklu skiftir að
félagið styrkist enn meir. Fréttabréfíð er sterkur
tengiliður við félagsmeðlimi víðsvegar um
ísland og þeirra er búa erlendis.
Bestu kveðjur
Helgi Falur Vigfússon
V ________________________________________J
r á
Tilkynning:
Ættfræðifélaginu hefur borist, niðjatal
Helgu Jónsdóttur hfir. á Jódísarstöðum og í
Teigi, Eyjafirði, og eiginmanna hennar
Guðmundar Halldórssonar bónda á
Jódísarstöðum, og Jóns Kristjánssonar bónda
á Jódísarstöðum ogTeigi í Eyjafirði, i samantekt
séra Sigurðar Guðmundssonar vígslubiskups.
Niðjatalið er til sölu hjá séra Sigurði Guð-
mundssyni Akurgerði 3 F. 600 Akureyri, síma
462-7046, og Haraldi Halldórssyni Háaleitis-
braut 24, 108 Reykjavík, sími 588-3071.
Bókin kostar 2500 kr. Upplag bókarinnar
er mjög lítið.
V _________________________________J
-----------------------------------\
Nafiialyklar
Nafnalyklar við
Manntalið 1816
til sölu hjá
Hálfdani Helgasyni
sími 557-5474 e.kl. 19.00
_____________________________________J
" Á
Ættarbók Kussunga
Ættarbók Kussunga er komin út. Þetta em
afkomendur Jóhannesar Jónssonar Reykjalín,
sem fæddur var 1840 að Ríp í Hegranesi og
konu hans Guðrúnar Sigríðar Hallgrímsdóttur,
sem fædd var 1849 í Hléskógum í Höfðahverfi.
Bókin er 163 bls. í A4 broti og kostar 2000
krónur.
Upplýsinga- og pöntunarsími: 462-6119.
Jóhanna S. Daðadóttir
Akureyri
V ____________________________/
22