Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 8
tekið móður sína til sín er hún var orðin ekkja, en hún
hafði átt Hannes Andréssonbónda í Knarrarhöfn, var
seinni kona hans.
Ég hef þegið margar góðar upplýsingar af ætt-
fræðingum og er ég þakklátur fyrir.
Þess verður oft vart að gullsmíði gekk í ættir.
Mjög var algengt að feðgar væru gullsmiðir, bræður
eða aðrir nánir ættmenn, oft lærði þá sonur af föður.
Alltafvoru þetta karlmenn, konur verða ekki gullsmið-
ir fyrr en kemur fram á þessa öld. Það var eins og með
flestar aðrar handiðnir, þær voru karlmannsvinna,
kvennavinnan var helguð heimilsstörfum, eða þá
fatagerð, vefnaði og saumi, og eigum við margt
dýrmætið frá þeirra höndum í því efni.
Og það kemur einnig á óvart að gullsmíðar eru oft
mjög bundnar við ákveðna landshluta. Þannig var
við Breiðijörðinn, einkum á Skógarströnd og í Dala-
sýslu óvenjumargt gullsmiða á síðustu öld. Ég nefndi
Bjöm Magnússon sem var í Gvendareyjum og víðar.
Sonur hans af fyrra hj ónabandi var Kristján gullsmiður
í Straumi á Skógarströnd og sonur Bjöms af síðara
hjónabandi var Vemharður gullsmiður á Setbergi,
þeir hafa báðir væntanlega lært að föður sínum og
voru þó hvergi nærri svo mikilvirkir né vandaðir
gullsmiðir sem hann. Nefna má og að hálfbróðir
Vilborgar konu Kristjáns Björnssonar gullsmiðs var
Sigurður Jósepsson Hjaltalín gullsmiður, síðast að
Ósi á Skógarströnd, en bróðursonur Sigurðar þessa
Hj altalíns var Sigurður Hansson Hj altalín gullsmiður,
sem fluttist til Ameríku. Þama vestra má og nefna
Sigmund Magnússon gullsmið í Akureyjum, en sonur
hans var Rögnvaldur gullsmiður í Innri-Fagradal á
Skarðsströnd og hans dóttir var Þorbjörg móðir
Hákonar Oddssonar gullsmiðs á Kjallaksstöðum á
Fellsströnd, önnur dóttir var Ragnheiður konar Stefáns
Eggertssonar gullsmiðs á Ballará og enn ein dóttir
Guðrún, er átti Bjöm gullsmið Böðvarsson í Fagradal.
- Sigmundur Magnússon var sonur Magnúsar Ketils-
sonar sýslumanns í Búðardal, bróðir Magnúsar sýslu-
manns var Guðmundur Ketilsson sýslumaður í
S vignaskarði en hans sonur var Eggert Guðmundsson
gullsmiður í Sólheimatungu, einn hagasti smiður
sinnar tíðar, og er til eftir hann bæði kirkjusilfur og
vandað borðsilfur.
Greinilegt er því að gullsmíði hefur legið í ættum,
eða í fjölskyldum getum við allavega sagt, og þama
vestra kemur sennilegast tvennt til. Þar var talsverður
auður í ættum, meiri en víðast annars staðar, enda
bjuggu margir þama vel. Menn höfðu tök á að kosta
syni sína til náms. Einnig var og markaður talsverður
þar fyrir smíðisgripi, enda vom margir þessara ríku
manna talsvert fyrir að eignast fagra dýrgripi, svo
sem enn má sjá.
Að lokum mætti nefna tvo feðga sem þekktir vom
á sinni tíð, enda báðir framúrskarandi gullsmiðir og
einkum þó sonurinn. Það em þeir Tómeis Tómasson
í Ráðagerði og Þorgrímur sonur hans á Bessastöðum.
Tómas var frá Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í
Skagafírði. Hann virðist vera sá Tomas Tomasen eða
Tomas Tomesen, sem gullsmíðameistarinn Johan
Georg Leidner útskrifar 1764, er hann þó reyndar
óvenjuungur sveinn, vart nema 16-17 ára ef manntöl
greina rétt frá. Tómas dó 1805. Hann bjó í Ráðagerði
á Alftanesi, og segir í manntölum að hann lifí af
handverki sínu, búskap og sjósókn, enda vom reynd-
ar allir þessir gullsmiðir bændur. Ekki var von til að
þeir gætu lifað af iðn sinni, urðu að hafa hana í
hjáverkum. í Sjávarborgarannál segir, að Tómas hafi
unnið að gullsmíðum fyrir Ólaf Stephensen
stiftamtmann.
í Innra-Hólmskirkjuempatínudósir, semvafalaust
verður að telja eftir Tómas, enda em þær með stimpl-
inumT ábotni og sá stimpill sést víðar á gripum sem
helzt verða eignaðir T ómasi, þótt ekki sé vitað h vaðan
komu, svo sem kaleikur með patínu í Þjóðminjasafni
úr óþekktri kirkju. En patínudósirnar eru frá
Melakirkju í Melasveit, með ártali 1789 og stöfum
séra Amgríms Jónssonar prests þar sem lét gera þær,
einnig stöfunum MK, þ.e. Melakirkja. Sú kirkja var
lögð niður síðla á síðustu öld og komust öskjumar þá
í Leirárkirkju, en er kirkja var á ný tekin upp á Innra-
Hólmi síðla á öldinni gengu þær þangað.
En því get ég þessara askja sérstaklega, að mér
virðist sem T ómas hafi gert lítinn hlut, sem mér finnst
ég sjá handbragð hans á eftir þessum öskjum, og
reyndar eftir öðmm hlutum Tómasar. Hann smíðaði
silfúr fyrir Ólaf stiftamtmann, segir í annálnum, og í
Þjóðminjasafni er til svokölluð skildahúfa, einkenni-
legt höfuðfat kvenna, aðallega höfð sem brúðarhúfa
og var með mörgum silfurskjöldum, þaðan kemur
nafnið. Húfan kom til safnsins 1930 frá Kaupmanna-
höfn. Allar líkur benda til, að lítill kross á einum
skildinum á húfunni sé sami kross og teiknaður var í
Sviðholti á Álftanesi 1772, en þá bjó Ólafur Stephen-
sen þar ásamt konu sinnig Sigríði Magnúsdóttur.
Teikningin er gerð af einum leiðangursmanna Sir
Joseph Banks, og ég fæ ekki betur greint en að hin
einföldu gröfnu geislastrik á krossinum séu nákvæm-
lega eins og geislastrik á kaleiksfæti og patínu sem
greinilega era eftir Tómas, einnig eins og geislastrik-
in á patínudósunum í Innra-Hólmskirkju. Skildimir
á húfunni era sennilegst mun eldri, en Tómas hefur
þá bætt þessum litla krossi á. Hann bjó þarna í næsta
nágrenninu, vitað er að hann smíðaði fyrir þetta fólk
og því era líkindin nærri vissu. - Reyndar er krossinn
svo einfaldur gripur að hann eykur í sjálfu sér ekki
hróður Tómasar sem gullsmiðs, en alltaf er gaman að
geta heimfært einn hlut til ákveðins manns, “geta
forðað hlutunum frá óminnisdauðanum” eins og Jón
Borgfirðingur segir einhvers staðar um vísnasyrpu
8