Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 15
aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent Kæra Ættfræðifélag. Hvað úr hverju fer ég að öfúnda Asmund Una yfír öllu plássinu sem hann fær í fréttabréfinu! Síðastlið- inn vetur sendi ég fyrirspum í bréfið og fékk hana ekki birta (varð reyndar dulítið fúl um stundarsakir). Loks sá ég að það þýddi lítið að sitja með hundshaus öllu lengur! Úr því Ásmundur Uni fær hverja blaðsíðuna á fætur annari undir sína forvitni hví skyldi ég þá ekki fá nokkra sentimetra? Reyni því aftur. Afasystir mín Guðlaug Jónsdóttir Thordarson (fædd í Mosfellssókn árið 1879 og ólst upp að Reynisvatni sömu sókn) flutti til Kanada árið 1909 með manni sínum Guðmundi Þórðarsyni (Thordarson). Nú höfum við ættingjarnir alveg týnt þessum ættaranga og hér með bið ég um hjálp ykkar til þess að endurheimta hann. Ég hef undir höndum ljósrit úr ættartölu Þorsteins Borgfjörð (1874-?) sem gerð var árið 1932 með viðauka frá Solveigu Joan Borgfjörð dags. 16. okt., 1981 í Winnipeg. Þar segir í viðauka: "Guðmundur Þórðarson. Fyrri kona (yfirstrikað en ekkert nafn): Böm þeirra: 1. Kjartan, deceased (dáinn). 2. Otto. EarFalls. Ont. Canada. 3. Þór, deceased. 4. Svava. 5. Gunnar, ? 6. Viggo, deceased." Fyrsta bam Guðlaugar og Guðmundar var Ottó Marinó (1905-?) og það næsta var Svava Marín (1907-1985). Þau hjónin skildu Svövu Marín eftir hér á landi þegar þau fluttu til Kanada en tóku Ottó með sér. Allt fram til ársins 1990 hafði fjölskyldan hér samband við Amy Thordarson (1909-?), konu Ottós en hún var af sænskum ættum. Líklega er Amy dáin því bréfúm héðan hefur ekki verið svarað eftir 1990. Þau hjónin áttu a.m.k. einn son (fósturson?) Brian Thordarson en sá á tvo syni Scott (tannlæknir frá háskólanum í Winnipeg 1988-90?) og Mark, en kona Brians heitir Ina. Ég hef heimilisfang og símanúmer Brians Thord- arson í Kanada (283 Algoma St N Thunder bay, Ontario, T7A5A7. Tel. 001-807-346-8402) en svo virðist sem hann hafi ekki áhuga á því að svara bréfum mínum og ykkur að segja hef ég ekki geð í mér til þess að hringja í hann eftir öll bréfaskrifm! Samkvæmt viðauka við ættartölu Þorsteins Borg- fj örð var Guðmundur Thordarson sonur Þórðar Jóns- sonar (1850-?) og Vigdísar Þorsteinsdóttur (1850-?) Felixsonar. Þórður var frá Syðstu-Fossum, Andakíl, Borgarfírði. Fyrri kona var áðumefnd Vigdís en sú seinni hét Ásta. Ég hef einnig sent fyrirspumir um þetta fólk til The Icelandic Canadian club of Toronto, en ekkert svar fengið til þessa. Örlítil bón að auki: Þekkir nokkur til bama og eða niðja Eyjólfs Jónassonar (1794-1859) frá Gili, Svart- árdal, Húnavatnssýslu (Fjárdráps-Eyjólfs) í Mos- fellssveit. Eijólfureignaðista.m.k. 5 böm í Mosfells- sveitinni á ámnum 1832-1841 (eftir að hann flúði Húnavatnssýsluna tímabundið) en nokkur böm átti hann fyrir í heimahögunum. Mig sárvantar sannanir fyrir því að Fjárdráps-Eyjólfur hafi verið faðir Jóns "Jónssonar" (1832-1894) í Mosfellssveit en móðir Jóns var líklega Valgerður Erlendsdóttir (1798-?) Bjamasonar á Minna-Mosfelli. Kærar kveðjur með þakklæti fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf. Sesselja Guðmundsdóttir Urðarholti 5, Mosfellsbæ sími: 566-8786 Bókagjafir: Ættfræðifélaginu hafa borist margar og góðar bókagj afir á síðastliðnu ári. Stelpurnar á stöðinni, íslenskar talsimakonur. Gefandi: Ásthildur G. Steinsen. Rauðholtsætt í Ölfusi. Gefandi: Þóra Guðjónssen. Póstsaga íslands. Gefandi: Þjóðsaga. Krákustaðaætt. Gefandi: Þjóðsaga. Verkfræðingatal. Gefandi: Þjóðsaga. Saga Njarðvíkur. Gefandi: Þjóðsaga. Vélstjóra- og vélfræðingatal. Gefandi: Þjóðsaga. Vestfirskir slysadagar 1880-1940. Gefandi: Sögufélag ísfirðinga. Frá Aðalvík til Ameríku. Gefandi: Ólöf S. Bjömsdóttir. Ættarbók Stígs Jónssonar og Jóhönnu Guðmundsdóttur. Gefandi: Sigurbjartur Jóhannsson. Ljósmæður á Islandi. Gefandi: Ragnhildur Óskarsdóttir. Veteransoflcelandic descent world warll. Gefandi: Dóra Sigurðsson í Kanada. Eylenda I og II. Gefandi: Þorsteinn Jónsson. Viðskipta- og hagfræðingatal I-III. Gefandi: Þjóðsaga. Æviágrip Sigurveigar og Þorbergs á Litlulaugum. Gefandi: Hrólfúr Ásvaldsson. Niðjatal Sigríðar Sæunnar. Gefandi: Jarþrúður Péturs- dóttir og Anna Guðrún Hafsteinsdóttir. Samtök bókagerðarmanna í 100 ár 3. bindi. Gefandi: Þjóðsaga. Húsafellsætt. Gefandi: Mál og mynd. Stjóm Ættfræðifélagsins þakkar höfðinglegar gjafir og vinarhug í garð félagsins. 15

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.