Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 5
Höfðakaupstað, sem gert hefur kaleikinn? Daginn eftir leit ég inn áÞjóðskjalasafn og gluggaði i kirkjustól Hofskirkju ef vera mætti að í vísitasíu sæist hvenær kaleikurinn kæmi í kirkjuna og hvort mætti þannig tengja hann tíma Jóhanns gullsmiðs. Og svo óvenjulega vildi til að þar stóð beinlínis í portionsreikningnum, að nýr kaleikur hafi verið fenginntil kirkjunnar 1837-38 ístað þess gamlasem þótti oflítill, fenginn frá “Guldsmed Schram”, eins og séra Benedikt Vigfusson prófastur hefur fært inn á dönsku. - Þetta lá auðvitað mjög nærri að ímynda sér, en oft er það svo að lausnin liggur nánast við tæmar á manni en getur þó yfírsést þar til eitthvað verður því valdandi að hugurinn staðnæmist við lausnina. En þetta er eini þekkti gripur eftir Jóhann sem ég hefi séð og eina dæmið sem ég hef um stimpil hans. - Hitt er óvenjulegra, að nafn gullsmiðsins skuli standa í reikningi kirkjunnar. Það er venjan, að þar sem getið er í kirkjureikningum um kaup á slíkum áhöldum sé aðeins vísað í kvittunina, “svo sem reikningur gullsmiðsins ávísar”, eða eitthvað því um líkt. Og þá vildi maður auðvitað getað farið í sjálfan reikninginn eða kvittunina og séð nafn hans, því að auðvitað hefur hann sett nafn sitt þar undir. En því er nánast aldrei að heilsa, kvittanir finnast ekki. Prófastar virðast ævinlega hafa kastað fmmnótunum þegar þeir vom búnir að endurskoða og árita ársreikning kirkjunnar. Fylgiskjalanna var þá ekki lengur þörf, engum datt í hug að þau skiptu lengur máli. Það eina sem skipti þá máli var að tölur væm réttar, en auðvitað er gefanda oft getið í vísitasíu ef um gjöf var að ræða. - Ég held að ég hafi aðeins þrisvar séð nafn gullsmiðs nefnt í visitasíu eða kirkjureikningi í sambandi við gripi, og hefi ég þó farið gegn um líklegast um 200 kirkjustóla og vísitasíur kirkna í Þjóðskjalasafni. En svo að ég nefni aðeins meira um Jóhann Kristján Schram þá lærði hann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist sem sveinn 1835 og hefur komið bráð- lega heim aftur eins og þeir gerðu flestir gullsmiðimir sem lærðu ytra. Kona hans var Ragnheiður dóttir séra Páls Erlendssonar til Hofs á Höfðaströnd, og er því eðlilegt að prestur fengi tengdason sinn, fullnuma gullsmið frá Höfn, til að smíða ný áhöld til kirkjunnar er með þurfti. - Jóhann gullsmiður var fræknleika- maður, hverjum manni áræðnari í bergi og var hans lengi minnzt fýrir það að hann varð fyrstur til að klífa dranginn Kerlingu við Drangey. Jóhann varð ekki gamall maður, hann fórst í hákarlalegu með Eyhildar- holtsduggunni Vigo árið 1847, aðeins 34 ára á aldri, kona hans átti síðar Pétur Hallsson og fluttust þau til Vesturheims. Við hann er kenndur bærinn Hallson í Norður-Dakota. í Bakkakirkju í Öxnadal er patína heldur ómerki- leg að sjá og illa smíðuð, enda hefur Matthías Þórðarson getið þess í skráningu sinni að hún sé með Kaleikur eftir Þorgrím Tómasson, í Hafnarfjarðarkirkju, áðurí Garðakirkju. Ljósm.: Ole Villumsen Krog. lélegu verki og eftir smið sem ekki hafi kunnað að slá út silfúr. Hún var stimpluð SSB að því erhelzt virtist. Ekki hafði ég rekizt á þennan stimpil annars staðar, ekki fannst hann í dönskum stimplabókum. Helzt virtist því mega ætla að patínan væri eftir einhvem óæfðan í slenzkan smið, en vissulega var einkennilegt að hún skyldi stimpluð, það benti ti 1 þess að smiðurinn heföi þrátt fyrir allt verið lærður ytra. V ið nánari skoðun þóttist ég reyndar sj á að patínan væri ekki stimpluð SSB heldur SSSB, þetta var þó óljóst og ekki virtist þetta íslenzkt fangamark, það hefði helzt átt að enda á S fyrir son, en hér endaði á B. En hér var eins og oftar að lausnin lá nær en ætla mætti. Einhvem tíma hafði ég nóterað hjá mér er ég las Natans sögu og Rósu eftir Brynjólf á Minna-Núpi að þar segi frá Símoni Bech á Bakka í Öxnadal og sé hann nefndur þar gullsmiður, en ekkert hafði ég frekar um hann, sá hans ekki getið í skrám um gullsmiði sem lærðu í Kaupmannahöfn, en þar lærðu nánast allir þeir sem fóm utan til gullsmíðanáms. N atans saga þykir ekki traust heimild, og því var nafn Símonar eins og utanveltunafn, ekkert fann ég frekar um hann. Svo rakst ég á að Espólín kallar hann “handverkssvein”, virtist það ótvírætt benda til að hann hafði lært einhverja handiðn ytra og lokið 5

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.