Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 11
niðurstaða gaf nettótölu, þ.e. mismun innfluttra og burtfluttra, og var því góður mælikvarði á það hversu fýsilegt þótti að búa í sýslunni eða hversu ófýsilegt það var. Eins og vænta mátti fluttist fólk lítið á fyrra skeiðinu, 1835-70. Greinilegt var þó að til nokkurra staða sótti fólk á að flytjast. Það var í fyrsta lagi þéttbýlisstaðimir Reykjavík og ísaQörður. Vest- mannaeyjar taldist sýsla en vegna stærðar verður eiginlega að telja hana líkari kaupstöðunum. Þangað voru líka allmiklir aðflutningar. Ef við mælum þetta í tölum þá vom um 60% íbúanna í Reykjavík og Vestmannaeyjum árið 1870 aðfluttir, þ.e.a.s. aðfluttir umfram brottflutta. í raun vom þeir eitthvað fleiri því sumir höfðu flust burt frá þessum stöðum - en það er annað mál. Eg hef ekki sambærilega tölu fyrir ísaijörð. Þessar tölur koma ykkur víst ekkert á óvart. Reykjavík hefur lengstum verið rnikill segull og til Vestmannaeyja hafa Sunnlendingar löngum flust. í Vestmannaeyjum dóu líka fleiri en fæddust á skeiðinu svo þar var sannarlega þörf á fólki. Orsök þessara flutninga var sú löngun fólks að verða sjálfs síns ráðandi og stunda sjóinn enda útvegur í vexti. En flutningamir til þéttbýlisins og sj ávarsíðunnar voru ekki einu aðflutningarnir á skeiðinu. Til Gullbringu- og Kjósarsýslu fluttust líka allmargir, 12% íbúanna 1870 vom aðfluttir. Hér má líka greina áhrif af aukinni búsetu við sjóinn og útræði. Svo sjáum við dálítið annað. Á þessu skeiði, 1835-70, em miklir flutningar til Norðausturlands. í Norður-Þingeyjarsýslu em 1 % íbúanna aðfluttir 1870, sem er að sönnu ekki mikið, en í Norður-Múlasýslu em það 14%. Það vom sem sagt ekki allir að flytjast að sjávarsíðunni. Þetta er auðvitað merki um hina frægu heiðabýlabúsetu, fólksfleiri heimili, fleirbýli og nýbýli. Þetta er vel kunn staðreynd í sögunni og þarfnast ekki margra orða. Áður en við víkjum að seinna skeiðinu er fróðlegt að skoða hvaðan allt þetta fólk kom sem var að flytjast á þessa staði. Nú veit ég auðvitað ekki hvaðan hver kom en það er naumast tilviljun að í grennd við þessar sýslur eða kaupstaði sem flust er til em sjáanlegir brottflutningar. Brottflutningar úr Ámes- , Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu em allmiklir og hefur það fólk væntanlega flest farið til Vestmannaeyja, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Reykjavíkur. Úr Ámes- og Rangárvallasýslu hafa um 10% flust burt og úr Vestur-Skaftafellssýslu yfír 20%. Því skal engan furða þó Vestur-Skaftfellinga megi finna víða allt suður á Reykj anes á þessum tíma, enda hafa líklega margir rekið sig á það í sínum ættfræðiathugunum. í kringum Ísaíjarðarsýslu má sjá dálítið meiri brottflutninga en í sýslunum lengra frá. Hér er um að ræða Barðastrandar-, Stranda- og Húnavatnssýslu. Úr þessum sýslum hafa líklega flestir aðfluttra ísfírðinga komið. En hvaðan kom fólkið sem fluttist í sveitimar á Norðausturlandi? N okkuð víst er að ýmsir hafa komið úr Suður-Þingeyjarsýslu því 8% íbúa þaðan fluttust burt. Úr Suður-Múlasýslu hafa líka einhverjir farið því hún missti 4% íbúanna en mestir eru brottflutningamir úr Austur-Skaftafellssýslu, 11%. Skoðum þessa fólksflutninga í sveitunum betur. Nú fóm ýmsir Austur-Skaftfellingar suður á land þótt yfír torleiði væri að fara en líklega fluttust fleiri norður. Flestir sem athugað hafa ættir á Austurlandi hafa tekið eftir hve margir eru einmitt mnnir úr Austur-Skaftafellssýslu. Tilgáta mín er annars sú að hér hafí allir smáfært sig í áttina til Norður-Múlasýslu, sem hafði þessa miklu aðflutninga (14%). Því held ég að sumir Norður- Þingey ingar hafí fært sig austur yfír sýslumörkin þótt sú sýsla sýndi annars lítils háttar aðflutninga (1%), og Suður-Þingeyingar hafí farið yflr í norðursýsluna og til Norður-Múlasýslu. Á sama hátt held ég að Sunn-Mýlingar hafí flutt sig yfír í norðursýsluna og Austur-Skaftfellingar komið í þeirra stað. 3. Fólksflutningar 1870-1901 En við erum bara hálfnuð með söguna. Skoðum nú árin 1870-1901 og byrjum á þeim sýslum sem höfðu aðflutninga. Eins og við vitum vom flutningar tilReykjavíkurmiklir, sömuleiðistil ísafjarðarog nú fór Akureyri að vaxa hratt með aðflutningum fólks. Árið 1901 voru hvorki meira né minna en nær 80% íbúanna aðfluttir þar, í Reykjavík hátt í 60% og á ísafírði upp undir hehningur. í Vestmannaeyjum vom líka enn sem fýrr margir aðfluttir eða nær 30%. Skýringamar á þessum aðflutningum em hinar sömu ogíyrr. Vom þá hvergi aðflutningar annars staðar? Jú, svo sannarlega. í Múlasýslum báðum vom þeir rniklir (17% og 36%) og nú vora fleiri aðfluttir en brottfluttir í ísafjarðar- og Barðastrandarsýslum þótt það jafnaðist ekki á við Múlasýslur (9% og 4% í sömu röð). Flutningamir í þessar vestfírsku sýslur em nokkuð auglj ósar, þama var það einkum útræðið sem lokkaði þótt landbúnaður væri nokkur í Barðastrandarsýslu. Við getum sagt að þróunin á Norðausturlandi kom ekki á óvart á fyrra skeiðinu því öll vitum við af fólksljölguninni á fyrri hluta aldarinnar og því hve sveitimar vom orðnar þéttsetnar upp úr miðri öldinni. En nú höfðu nýir tímar gengir í garð. Útræði og útgerð hafði aukist mikið með tilkomu saltfískverkunar á Austfjörðum á áttunda áratugnum (líkt og á Akureyri), Norðmenn höfðu mikið umleikis og þéttbýlisstaðirnar vaxið hratt. Eru þessir aðflutningar til Múlasýslna þá ekki bara merki um allt þetta, þ.e. fjölgun við sjóinn? 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.