Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 20
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Úr Keflavík barst eftirfarandi bréf skrifað 23. nóvember 1997: Ágætu ættfræðiáhugamenn! Nú langar mig að segja ykkur frá vandræðum mínum og biðja ykkur urn hjálp. Svo er mál með vexti, að ein langalangamma mín hefur reynst mér erfið. Hún hét Anna Christiansdóttir Olsen og bjó með manni sínum, Ólafi Jónssyni, í Flatey við manntal 1845. Þar er hún reyndar rangnefnd og kölluð Anna Ólafsdóttir. Anna var fósturbam Ebenezers Þorsteinssonar sýslumanns í Hjarðardal í Önundarfirði og Guðrúnar Þórðardóttur, konu hans. Hún fermist frá þeim 1822 í Holti í Önundarfirði og er þá sögð fædd 1808 í Eyrarsókn í Skutulsfirði. Foreldra hennar er ekki getið. Nú hefst kirkjubók Eyrarsóknar ekki fyrr en 1816 og því fínnast foreldrar hennar ekki þar. Eg hef ekki getað fundið hvenær hún fór að Hjarðardal. Hennar er ekki getið í bókinni Önfirðingar. Það er merkilegt að Önnu og Ólafs er ekki getið í Eylendu. Samt bjuggu þau í Flatey um alllanga hríð og þar fæddust þeim eftirtalin börn: Jakob eldri (1843) (hann er ekki nefndur í manntali 1845 og mun því að líkindum hafa dáið ungur), Guðrún (f. 1845 eftir manntal), Jakob yngri (1847) og Ebenezer (1851). Þetta gefur til kynna búsetu í Flatey um nálægt því heilan áratug, og er því skrýtið að þeirra skuli ekki getið í Eylendu. Þau áttu tvö eldri böm, sem koma fram í manntali 1845, voru það Hannes Chr. (um 1837) og Óli Kristján eldri (1839). Þeir bræður eru fæddir í Nesþingum (Fróðársókn/Ingjaldshólssókn). Þar fæddust einnig Óli Kri stj án yngri (1842) og Ólína Kristín (1840), en þeirra er ekki getið í manntalinu 1845. Ólafur og Anna bjuggu í tómthúsi 12 í Flatey og var Ólafur beykir og þilskipsformaður. Ekki hef ég enn fundið hvenær Anna dó, en 1867 fæðist Ólafi Jónssyni og seinni konu hans, Guðrúnu Helgadóttur, sem bjuggu í Hagakoti í Ögurhreppi, sonurinn Jón. Hann bjó síðar í Flatey og byggði þar að minnsta kosti tvö hús, enda er hans getið í Eylendu. Að líkindum er Anna dáin fyrir 1865, en það er bara ágiskun mín. Fyrir stuttu var ég svo heppinn að komast í svokallaðar Mormónaskrár. Leitaði ég í þeim að Ólafí og Önnu og fann þau nefnd við fæðingu sex yngstu bamanna. Einnig skoðaði ég alla Olsena í þeirri von að fínna foreldra hennar. Skemmst er frá því að segja að í Eyrarsókn í Skutulsfírði er enginn slíkur. Það getur hugsanlega stafað af því að kirkjubókin er ekki til fyrr en 1816. Hins vegar fann ég hjón í Hrafnagilssókn í Eyjafírði, sem hétu Chris- tian Olsen og Guðrún Jónsdóttir. Þau giftust þar árið 1802. Þeirra er getið við fæðingu sona sinna tveggja, sembáðirhétuJakob. Sáeldrifæddist 1802,skömmu fyrir giftingu foreldra sinna, en sá yngri fæddist 1807. Meira veit ég ekki um þau. Nú gat ég ekki varist þeirri tilgátu að hér væm foreldrar Önnu. Til þess bendir allavega nafnið Chris- tian Olsen, einnig sú staðreynd að þessi hjón áttu tvo Jakoba eins og Anna og svo það að Anna lét heita Guðrún (þó að það geti að vísu verið eftir fósturmóður hennar). Hins vegar verður þá að fínna svör við spumingum sem vakna ef maður gefur sér að þetta séu réttir foreldrar: 1. Hvemig stendur á því að þau (eða allavega Guðrún) fara vestur í Eyrarsókn í Skutulsfirði? 2. Hvers vegna fór Anna í fóstur? Dóu foreldrar hennar, annað eða bæði? Skildu þau? 3. Hvers vegna fer hún í fóstur til Ebenezers sýslumanns? Það veit ég um Ebenezer að um tíma (1801 - 1802) var hann aðstoðarmaður Jóns Jakobssonar, sýslumanns á Espihóli. Gæti hann þá hafa kynnst þeim Christian og Önnu, sem hafa verið á svipuðum aldri og hann eða lítið eitt yngri. Eins og sjá má er hér mikið um getgátur, en lítið fast í hendi. Nú vona ég að einhverjir fróðir lesendur geti sagt mér eitthvað meira um hjónin Christian og Guðrúnu, sem geti hjálpað mér að leysa gátuna um það hvort þau hafí verið foreldrar Önnu Olsen í tómthúsi 12 í Flatey. Til gamans fyrir einhverja fylgir hér ættrakning frá Önnu og Ólafí til mín: 1. Anna ChristiansdóttirOlsen og Ólafur Jónsson í Flatey (bæði f. 1808) 2. Óli Kristján Ólafsson eldri, (f. 1839), vinnumaður á Skarði í Ögursókn og víðar 3. Ólína Kristín Óladóttir (f. 1882 á Skarði í Ögursókn) 4. Þorgerður Magnúsdóttir f. 1925 í Hattardals- koti í Álftafírði 5. Magnús Ó. Ingvarsson f. 1949 í Reykjavík Með bestu kveðju, Magnús Ó. Ingvarsson 20

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.