Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 23
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Athugasemd að vestan ísafírði 26. okt. 1997. í síðasta fréttabréfi félagsins (3.tbl. 1997) er verið að liðsinna norðmanni er leitar forfeðra konu sinnar. Tveir sinna beiðninni. Annar rekur karllegg Jóns forseta í 14 töluliðum til Salómons í Borgarfirði um 1400. Hinn vill hj álpa með móðurætt Margrétar í Steina- nesi systur þeirra kunnu íslendinga Jóns forseta og Jens rektors. Með tilvísun í bók séra Böðvars um Hrafnseyri upplýsir svarandi að móðir þeirra hafi verið Ingibjörg Ólafsdóttir. Þetta eru óvæntar upp- lýsingar. Áður hefur víða verið sagt að móðir nefndra systkyna hafi verið Þórdís Jónsdóttirprests Ásgeirs- sonar. Ætti ekki norðmaðurinn að trúa því sem birtist athugasemdalaust í fréttabréfi Ættfræðifélagsins í grein sem lengi hefur verið hjáútgáfustjórablaðsins? Það kennir fleiri furðugrasa í síðasta fréttablaði, svo sem tvítekin bending um rauða punkta og skil eða vanskil stelpnanna á stöðinni. Lengi getur maður átt von á undarlegum þáttum í ættfræðiumræðu. Kveðjur Eyjólfur Jónsson Vegna athugasemdanna hér að ofan skal það tekið fram að útgáfustjóri hefur ekki tekið að sér að kanna sannleiksgildi þeirra ættfræðiupplýsinga sem blaðinu berast til birtingar. Enda gæti það jafnvel vafíst fyrir mun fróðari mönnum en undirrituðum að snúast í slíku. Hvort aðsend bréf liggja lengur eða skemur hjá útgáfustjóra breytir engu þar um. Nú erþað hins vegar ljóst að áðumefnd fyrirspum vefst ekkert fyrir Eyjólfi Jónssyni og því hefði verið gaman að sjá ábendingu hans hér í blaðinu til Norð- mannsins um það hvemig rétt er rakið í þessu tilviki. Síðasta málsgrein bendir til langþreytu bréfritara í garð Fréttabréfíns og þeim undarlegheitum sem þar birtast. Er því rétt að benda honum á að vonandi og trúlega er betri tið í vændum hvað það varðar, því þetta blað er hið síðasta sem útgáfustjóri vinnur að, svo sem fram kemur annars staðar í blaðinu. Hálfdan Helgason Strandamenn! Leiðrétting Ágæta fréttabréf Ættfræðifélagsins, ég bið velvirðingar á því, að hafa gert þau mistök, að segja Pál Bjömsson bónda í Reykjafirði 1662. Auðvitað á það að vera 1762. í Grunnavíkurbók stendur eftirfarandi: Nookkm eftir miðja 18. öld var bóndi í Reykjafirði að nafni Páll Bjömsson. Hann rataði i dulsmál með vinnukonu sinni, Guðríði Vilhjálmsdóttur; var því um tíma í haldi hjá sýslumanni, Erlendi Ólafssyni á Hóli í Bolungarvík en strauk þaðan og lýsti sýslumaður eftir Páli með þessum orðum: Maður á meðalhæð, grannleitur í andliti og blóðdökkur, svartur í augabrúnum, þykkneQaður á framnefi, æðaber á handabökum, með svörtum blett á annarrar handar þumalfingri undir nöglu. Vel á fót kominn, brúkar paruqve vegna óhreins höfuðs, nokkuð smámæltur, vel hagur á tré og jám brúkar ekkert tóbak, vill halda sér til gildis í fatnaði, kippir öxlum, þá við menn talar, óskinsamur i orðum, ólesandi og óskrifandi, kann þó vel fingrarím. Kjartan T. Ólafsson Vallholti 39 800 Selfossi --------------------------------------Á Ágætu félagar! Á síðasta ári var gefið út niðjatal hjónanna Eiríks Kristjánssonarog ÞorbjargarGuðmunds- dóttur er síðast bjuggu í Grasgeira, Presthóla- hreppi, N.-Þing. Niðjatal þetta er til sölu hjá undirritaðri og kostar 1500 krónur auk póstkröfu og sendingar- kostnaðar. Vigdís Sigurðardóttir Borgum, 681 Þórshöfn sími: 468-1233 V_______________________________________J 23

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.