Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 7
síðan, ef vel gengur, telur maður sig fá sannanir og heimfærir gripinn upp á viðkomandi mann. En stundum lenda menn á villigötum. Einn hinna ágæustu gullsmiða 19. aldar var Ami Helgason á Brekku í Norðurárdal, sonur Helga silfursmiðs á Steinum í Stafholtstungum. Um Áma segir, að hann væri hinn bezti smiður og orðlagðasti maður nær og í]ær fyrir ráðvendni. Ámi heíur greinilega verið góður smiður en ekki sést að hann hafi lært smíðar sínar ytra, líklegast hefur hann lært af föður sínum sem talinn var lærður silfursmiður, þótt heldur sjáist ekki að hann væri lærður ytra. En því nefni ég þann möguleika, að báðir hafa þeir feðgar stimplað gripi sína, sem helzt gerðu þeir sem lærðu ytra. Báðir hafa þeir fengizt við hinar vönduðustu gullsmíðar, svo sem kaleika og patínur, sem yfírleitt þurfti meiri færni við og æfingu en venjulegir heimalærðir gullsmiðir áttu yfir að búa. En hitt er og, að menn eru misjafnlega hagir í eðli sínu, náttúmhagir menn gátu komizt furðulangt í smíði þótt ekki væru útlærðir sveinar. Ámi Helgason var fæddur um 1779 og dó 1851. Eftir hann eru þekktar oblátuöskjur í Kvennabrekku- kirkju, áður í Sauðafellskirkju, kaleikur og patína í Staðarkirkju í Hrútafírði, gullhringur og matskeiðar í Þjóðminjasafni ogöðmm söfnum. Allterþettameð stimpli hans, AH samandregnu, og um áhöldin í Staðarkirkju segir í vísitasíu að þau séu smíðuð af Áma. Þá em með stimpli hans kaleikur og patína í Kálfafellskirkju í Fljótshverfi, fyrr í Sandfellskirkju. - Mér þótti nokkuð undarlegt, að áhöld eftir hann væm þar, á fjarlægasta landshomi frá honum. Datt mér því í hug að þau væru ef til vill eftir annan smið nær sem hefði haft sams konar eða nauðalíkan stimpi 1 og hinn þekkta stimpil Áma. Og þá var að kanna kringumstæður til að sjá hvort þetta fengi staðizt. Skýringar þurfti reyndar ekki lengi að leita. í kirkjustól segir, að presturinn í Sandfelli, séra Magnús Jónsson Nordal, hafí fengið á- höldin til kirkjunnar og í ljós kom auðvitað, að séra Magnús var úr N orðurárdal ,sonurséraJónsí Hvammi og þarf þá ekki lengur vitnanna við. Séra Magnús hefúr auðvitað pantað áhöldin frá gullsmið, sem hann þekkti úr uppvexti sínum þar í Norðurárdal, Áma Helgasyni á Bekku, og þannig var skýringin nærtæk. Þetta sýndi hvernig gripa getur verið að leita jafnvel fjarri átthögum viðkomandi silfúrsmiðs. í Breiðbólstaðarkirkju í Fljótshlíð hefur Matthías Þórðarson skráð minningarskjöld úr silfri yfír Jóhann BjömssonpresttilKeldnaþinga, semdó 1847. Segir Matthías jafnframt að skjöldurinn sé eins og skildir í Bjamarhafnarkirkju. Þeir skildir em til minningar um Odd Hjaltalín lækni og Dorotheu fyrri konu hans, smíðaðir af Bimi Magnússyni gullsmið í Gvendar- eyjum og víðar, með stimpil hans og ártali 1844. Bjöm var einn hagasti gullsmiður sinnar tíðar og er til eftir hann kirkj usilfúr allvíða, ágætlega gerðir kaleikar og patínur, einnig er þekkt fleira eftir hann. Gripir Bjöms eru flestir á Vesturlandi sem vænta má, en því er ástæða til að skoða, hvers vegna minningarskjöld eftir hann er að fínna svo fjarri sem í Beiðbólstaðar- kirkju í Fljótshlíð. Gat hugsanlega annar smiður einhvers staðar á Suðurlandi hafa smíðað þennan skjöld og líkt eftir gerð Bjöms Magnússonar? Skýringin kom auðvitað í ljós þegar að var gáð. Oddur læknir Hjaltalín, sem bjó í Bjamarhöfn og er grafínn þar, var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Dorothea sem nefnd var, en síðari kona var Sigríður Bjömsdóttir, dóttir séra Bjöms Sigurðssonar í Hítar- nesi þar á sunanverðu Snæfellsnesi. Hún hefur vafalaust látið gera skildina um Odd mann sinn og fyrri konu hans Dorotheu. Sigríður var einmitt systir Jóhanns prests til Keldnaþinga og liggur því beint við að ætla að hún hafi einnig látið Bjöm gullsmið gera minningarskjöld um bróður sinn og sent þangað austur að Breiðabólstað þar sem hann var grafínn. Þetta skýrir, hvers vegna skjöldinn eftir Bjöm er þar að finna. Og sönnunin kom reyndar þegar ég fékk skjöldinn í hendur. Þetta sýnir eins og með áhöld Áma Helgasonar austur í Sandfelli, að hlutir gátu borizt viða, jafnvel á tímum lítilla samgangna milli landshluta. En í reynd virðist menningarlegrar einangmnar hafa gætt mun minna hérlendis en víða annars staðar um lönd. Prestar fóru milli fjarlægra prestakalla og stundum fluttist vinnufólk með þeim. Menn fóm í verið af Norðurlandi og suður með sjó, jafnvel af Norðurlandi og í Austur-Skaftafellssýslu, og fólk fór í kaupavinnu af Suðurlandi og norður. Fólk var því ekki eins bundið við átthagana og menn skyldu almennt halda. En úr því að minnzt er á Bjöm Magnússon gullsmið, þekktan mann á sinni tíð, þá má geta til gamans að lengi vel var móðir hans óþekkt. Hann var fæddur í Stórholti í Dölum, sonur Magnúsar Jónssonar bónda þar, utan hjóna- bands. Kirkjubókin er ekki til og svo glöggur ættfræðingur sem sr. Jón Guðnason hefur ekki fundið móður lians, er hann því ómæðraður í Dalamönnum. En Eggert Kjartansson skýrði mér frá að hann hefði rekizt fyrir tilviljun á móður Bjöms. Hún hét Guðný Guðmundsdóttir og segir í kirkjubók er hún dó 1862, “móðir gullsmiðs Bjöms á Setbergi”. Hefur hann því “Það er svo gaman að finna” er hafl eftir ungum Vestur-íslendingi sem kom hingað heim og rakti ættir sínar eftir heimildum. 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.