Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1998, Blaðsíða 9
hagyrðings, sem hann bjargaði úr öskustónni frá því að verða eldsmatur. Þorgrímur sonur Tómasar er alþekktur að nafni, skólaráðsmaður á Bessastöðum og faðir Gríms skálds. Hann hefur verið einn mesti og bezti gullsmiður sinnartíðarogerutil eftirhann forkunnargóðirhlutir, skeiðar og borðsilfur, silfurkanna, ausur og fleira. Hannhefur einnig smíðað kaleika ogpatínur í kirkjur. Þorgrímur stimplaði gripi sína marga mjög nákvæmlega, til dæmis er á skeiðunum stimpill hans og gæðastimpill silfursins, 13 lóð og 6 grömm. í Hafnarijarðarkirkju eru kaleikur og patína, sem áðurvoruíGarðakirkju. Segirí vísitasíu Garða 1828- 1829 að hin gömlu áhöldkirkjunnar hafí verið smíðuð upp og gyllt innan, “verkið gaf gullsmiður Thomsen” stendur þar. Ljóst er samt að hér er um algera endur- smíð að ræða, ekki viðgerð hlutanna. Því vekur nokkra furðu, að gripimir eru óstimplaðir, svo ná- kvæmur sem Þorgrímur var með stimplun og fékk meðal annars konunglegt leyfí til að rannsaka efnis- gæði og viðurkenna gripi annarra gullsmiða, þótt ekki virðist hann hafa gert það í reynd. Kaleikur Þorgríms er með mjög sérstæðu lagi, gerðarlegur, formfagur og vandaður að smíð og myndi hvarvetna sóma sér vel. En það vakti einnig nokkra furðu mína að rekast á nánast alveg sams konar kaleika í nokkmm öðmm kirkjum, sem allir em ómerktir. Það fer þó ekki hjá, að þetta eru allt verk sama smiðs og kirkjureikningar sýndu að þeir vom allir fengnir til kirknanna, og stundum patínur einnig, á því árabili sem Þorgrímur var einmitt hvað afkastamestur silfursmiður. Ég held að engum blöðum sé um að fletta, að allir þessir kaleikar séu eftir Þorgrím, það stappar nærri algerri vissu, en maður spyr sig hvers vegna þessi mikli og vandvirki gullsmiður, sem stimplaði skeiðar sinar og smástaup og vildi fá að prófa og viðurkenna gripi annarra smiða, stimplaði ekki veglegustu gripi sína, kaleikana. Því svarar auðvitað enginn með vissu. Eitthvað kom til. En við vitum líka, að hann stimplaði ekki nema suma þeirra afarfallegu og vel gröfnu minningarskj alda, sem hann smíðaði og gróf. Ég ætla að enda með eins konar smásögu. Þorgrímur dó 1849 og er hann hafði verið jarðaður skrifaði tengdasonur hans, séra Amgrímur í Odda, Grími mági sínum til Kaupmannahafnar og skýrði frá láti og útför föður hans. Hann segir í bréfinu: “Skjöldur var ei á kistunni. Við héldum hann vildi ei hafa það. Honum likaði aldrei þeirra klúður.” Hér á séra Amgrímur við aðra gullsmiði landsins. Þetta sýnir vel sjálfsálit Þorgríms og álit hans á þeim smiðum, sem hann hafði þó sjálfur mörgum kennt. Tíu persónur í níu hjónaböndum Leiðrétting við grein í októberblaði 1997. II. þáttur: Bréf mad. Helgu Steingrímsdóttur endurbirtist að hluta: Hávelborna, háttvirðandi, eiskulega velgjörða- systir Einasta er hálfvegis mín geðþrá, ef liðugt tæki- færigæfist íhaust eða voi; ogéglifði, að Ragnhiidur mín kæmisnöggvast austur tilmín, svo égsæihana, kannske hérí siðasta sinn................ Yðar einlæg elskandi systir, Helga Steingrímsdóttir. Mýrum 5. aug. 1797. III. þáttur: Jónas Sigurðsson frá Amarbæli. Það er ekki rétt, að hann hafi dmkknað. Hann varð bráðkvaddur í Grindaskörðum 14. maí 1872 eflaust á heimleið úr veri í hópi samferðamanna. Hann var jarðsettur að Strönd í Selvogi 29. maí. Heimildaskráin: Dulheimar, þjóðsögur og þættir. Safnandi: Einar Guðmundsson kennari f. 1905. Með þökk fyrir birtinguna, Guðjón Óskar Jónsson Lítil fyrirspum: Benedikt nokkur Benediktsson var eitt sinn bóndi í Austurgarði, Reykhólasveit, A.-Barð. Hann var fæddur 29.4.1829 að Hjaltabakka, A.-Hún., d. 5.6.1883. Benedikt kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur b. að Kambi og Skerðingsstöðum, Reykhólasveit Bjamasonar og Guðrúnar Ámasonar. Þau skildu síðar. Áður en til þess kom eignuðust þau dótturina Elínborgu f. 10.2.1859, d. 10.9.1955. Mér hefur ekki tekist að fínna hverra manna Benedikt þessi var. Vonandi leysir einhver lesandi þennan vanda minn. Hálfdan Helgason s. 557.5474 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.