Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Síða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
á 19. öld? Aðra tannsmiði? Forvitnilegt væri fyrir
íslenska tannsmiði að frétta nánar um hugsanlega
forvera sína en þeir hafa haldið allvel utan um sögu
sína á 20. öld og m.a. gefið út Tannsmiðatal.
Að lokum einn forvitnilegur fróðleiksmoli um Pál
Þorkelsson: Hann fann upp aðferð til að lita silfur en
hélt henni leyndri, skráði lýsingu á henni í bréf sem
geymt er á Þjóðminjasafni og ekki má opna fyrr en
árið 2050! Reyndar er mér sagt að nú orðið séu
ýmsar aðferðir þekktar til að lita silfur.
Merkilegt má það teljast og er skýrt tákn um þá
seiglu sem bjó í fátæku sveitafólki fyrri alda að
a.m.k. tveir af sonum Ragnheiðar og Þorkels á
Eystri-Asum brutust til náms og dvöldu langdvölum
erlendis þar sem þeir „forfrömuðust“ hvor á sinn
hátt.
„Kynslóðabil66
Hjörtur Arnórsson á Akureyri hefur sent Fréttabréfinu vangaveltur um það sem hann kallar „kyn-
slóðabil“ og á hann þar við meðalárafjölda rnilli kynslóða. En þar getur skeikað ansi miklu eins og hann
sýnir fram á.
Hefur einhvers staðar verið skrifað um mismunandi
framvindu kynslóðanna eftir því hvar þær bjuggu í
landinu? Mér þykir líklegt að kynslóðabilið sé styttra
þar sem fólkið lifði við sjósókn heldur en inn til
landsins.
Reiknað út frá aldri áa minna í kringum 1703 er
bilið 35 ár og frá 2005 eru þetta 33 kynslóðir til
Ingólfs Amarsonar sem eftir því var fæddur árið 850!
Muni um þrjá mánuði til eða frá þessum 35 árum er
skekkjan orðin 8 ár á þessum tíma.
Fá fæðingarár eftir 1703 eru þekkt, þau myndu
lækka töluna. Og eftir því sem fleiri kvenleggir eru
þekktir, því lægra kynslóðabil. 1 dæmi okkar hjón-
anna er sá elsti í þessum lið fæddur 1629 en sá yngsti
1723 eða hátt í hundrað ár á milli.
Hjörtur Amórsson spáir einnig í fermingu
óvenju ungrar stúlku í eftirfarandi pistli:
Árið 1762 bjuggu á Hóli í Tungusveit í Skagafirði
hjónin Gunnlaugur Gunnarsson 57 ára og Herdís
Ingimundardóttir 51 árs. í manntali íLaufássókn 1769
er Herdís á Þorsteinsstöðum, næsta bæ sunnan við
Laufás, hjá dóttur þeirra Freygerði og manni hennar
Steini Jónssyni. Einnig eru þar Guðrún Gunn-
laugsdóttir, f. um 1736, Jón Gunnlaugsson f. um 1749
og Ingibjörg Gunnarsdóttir fjögurra ára, sem ólst
síðan upp þama. Hún var fædd á Þröm í Reyni-
staðasókn og þar dó Gunnar Gunnlaugsson 17/3 1785.
Gunnar bjó í tvfbýli á Geirmundarstöðum 1762,
31 árs, kona hans var þá 26 ára.
I Islenskum æviskrám III bls 321 er sagt frá Jóni
Þorsteinssyni skáldi úrFjörðum. 1703 erhann 19 ára
heima hjá foreldrum sínum en líklega sá er býr í
Litlagerði 1712. Kona hans er ekki þekkt og aðeins
Steinn sonur hans, f. um 1722, seinna á Þorsteins-
stöðum og Grund í Höfðahverfi. Freygerður kona
hans var 14 árum yngri. Einkabam þeirra var Ólöf,
jafnaldra fósturdótturinnar Ingibjargar.
Ólöf hefur verið óvenju bráðgjör því fermd var
hún 1775, skrifuð 11 og 1/2 árs, en áður í sömu bók
er hún sögð fædd 11/2 1765.
Hún giftist 1790 séra Einari Grímssyni og fluttu
þau seinna vestur í Fljót og hef ég ekki kynnt mér
hvemig akomendum þeirra hefur vegnað. Ingibjörg
Gunnarsdóttir giftist nágranna sínum Lofti Bessassyni
í Borgargerði, hann tvítugur, hún tuttugu og sex ára.
Þau bjuggu í Litlagerði og á Grund frá 1809 til
æviloka.
Ekki veit ég til að þeirra Guðrúnar og Jóns
Gunnlaugssonar sé getið annars staðar, en Magnús
Gunnlaugsson f. um 1844 bjó á Hóli í Tungusveit.
Sæmundur sonur hans kom austur í Þingeyjarsýslu
og kvæntist þa 4/9 1794 Guðnýju Aradóttur í Garði í
Fnjóskadal.
Nú má spyrja: Hvernig kynntust þau Steinn og
Freygerður?
Var ekki einstakt að fenna svo ungt bam sem Ólöfu?
Fyrirspurn
Frá Noregi
Sigurður nokkur Einarsson, fæddur 1899, var á
landbúnaðarskóla í Noregi um 1918-1919. Hann
vann á Storfosen Gods, Örland í Noregi um
1917-1918. Hann eignaðist telpu á Storfosen 5.
nóvember 1918. (Síðan stendur í bréfinu ikke gift
en hvort það á við um Sigurð eða telpima er ekki
Ijóst). Enginn veit neitt meira um hann. Væri
nokkur leið að fá upplýsingar um hann.
Yrjar Heimbygdslag
http://www.museumsnett.no/yrjarheimbygdslag/
Örland Norge
Eivind Bremnes
eivind.bremnes@flink.no
http://www.vortex.is/aett
18
aett@vortex.is