Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Page 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Ættfræðifélagið - aðalfundur
Skýrsla stjórnar
Eftir síðasta aðalfundi var stjóm Ættfræðifélagsins
þannig skipuð:
Formaður: Eiríkur Þ. Einarsson,
Varaformaður: Hörður Einarsson,
Ritari: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir,
Gjaldkeri: Olgeir Möller
Meðstjómandi: Anna K. Kristjánsdóttir
í varastjórn voru: Olafur Pálsson og Valdimar Már
Pétursson.
Stjómin hélt 9 bókaða fundi á árinu.
Eins og gengur í félögum, þá koma stjómarmenn
og fara. Að þessu sinni eru það þau Hörður Einars-
son, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir sem eiga skv.
lögum að ganga úr stjóm félagsins og Olafur Pálsson
úr varastjóm, auk formanns, en öll eru þau kosinn er
til tveggja ára. Allir fráfarandi stjórnarmenn gefa
kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Skuldlausir félagsmenn um síðustu áramót voru
510, heiðursfélagar eru 9 og erlendir félagar 6. Firnni
nýir félagar gengu í Ættfræðifélagið á árinu og á árinu
létust fimm félagsmenn, þeir Friðrik Ingþórsson, Jón
Jónsson, Kristjana Stefánsdóttir, Vikar Davíðsson og
Jóhann Friðjónsson. Vil ég biðja fundarmenn um að
rísa úr sætum og minnast þannig þeirra látnu.
Fjárhagur félagsins stendur nokkuð styrkum
stoðum. Hér á eftir gerir gjaldkeri grein fyrir reikn-
ingum félagsins.
Félagsfundir voru haldnir mánaðarlega yfir
vetrarmánuðina. Meðal fyrirlesara voru Þór Magnús-
son fv. þjóðminjavörður, Frans Gíslason, og Erla
Hulda Hákonardóttir sagnfræðingar. A félagsfundi
mættu að jafnaði 20-30 manns og voru fundir haldnir
í þessum fundarsal hér í Þjóðskjalasafninu mánaðar-
lega yfir vetrarmánuðina. Við þökkum safninu
kærlega fyrir gott samstarf, en við höfum ekki þurft
að greiða fyrir afnot af salnum. Kristinn Kristjánsson
hefur séð um veitingar á flestum félagsfundum. Er
honurn hér með þökkuð frábær störf og við vonumst
til að njóta starfskrafta hans áfram.
Á árinu voru gefin út fjögur tölublöð af Fréttabréfi
Ættfræðifélagsins með fjölbreyttu efni. Ritstjóri
Fréttabréfsins undanfarin ár hefur verið Guðfinna
Ragnarsdóttir, en ritnefndina skipa, auk Guðfinnu,
Ólafur H. Óskarsson og Ragnar Böðvarsson.
Ábyrgðarmaður er Eiríkur Þ. Einarsson. Unnið er að
skönnun fréttabréfsins og væntanlega fara þau elstu á
heimasíðu félagsins þegar hún hefur verið endumýjuð.
Á bókamarkaði í Perlunni í febrúar á sl. ári var
ákveðið að bjóða manntölin til sölu og gafst það
nokkuð vel. Nokkur eintök seldust en þau voru boðin
þar á góðu verði.
Opið hús er á skrifstofu félagsins í Ármúla 19, 2.
hæð, einu sinni í viku, á miðvikudögum, yfir vetrar-
tímann, frá byrjun september og út maí. Á opið hús
koma um 8-10 manns á hverjum miðvikudegi. Þar
eru rædd ýmis mál og menn líta í bækur í bókasafni
félagsins. Stjórnannenn og aðrir félagsmenn hafa
skipst á að sjá um opið hús til skiptis.
Ættfræðifélagið á orðið nokkuð myndarlegt
bókasafn sem er til húsa á skrifstofu félagsins í
Ármúla 19, 2. hæð. Þangað geta félagsmenn komið á
opið hús á miðvikudögum, litið í þessar bækur og
spjallað og fræðst um leyndardóma ættfræðinnar.
Ættfræðifélagið á marga hauka í homi sem hafa
félagið jafnan í huga og færa því bókagjafir. Meðal
gefenda var Sögufélag Skagfirðinga sem gaf félag-
inu Skagfirskar æviskrár. Stjórnin þakkar öllum
velunnurum félgsins hugulsemina í garð félagsins.
Ættfræðifélagið heldur úti heimasíðu,
www.vortex.is/aett. Heimasíðan hefur því miður
ekki verið virk að undanförnu, en það stendur til
bóta. Unnið er að endurhönnun á síðunni sem verður
tilbúin síðar á árinu.
Enn er unnið með Þjóðskjalasafni að undirbúningi
að yfirlestri á manntölum sem til eru tölvuskráð hjá
safninu. Nokkrir sjálfboðaliðar skráðu sig á sínum
tíma til að vinna þetta verk og munu þeir heyra frá
safninu von bráðar og fá send gögn til yfirlestrar. Vön-
ast er til að þetta verði byrjunin á frekara samstarfi
sem felst í skráningu á manntölum í tölvutæku formi
sem síðar verða settar á heimasíðu Þjóðskjalasafns.
Útgáfustarf Ættfræðifélgsins
Þó ekki hafi komið út neitt af manntölum á undan-
fömum árum erum við ekki alveg af baki dottin. Nú er
að hefjast undirbúningur að útgáfu næstu binda af
manntali 1910 í samvinnu við Erfðafræðinefnd.
Ætlunin er að vinna ritið á svipaðan hátt og fyrr bindi
en þau koma ekki endilega út í réttri bindaröð, heldur
eftir því hvemig verkið vinnst. Getur því 15. bindi
komið á undan 10. bindi ef verkið vinnst þannig.
Áætlað er að Manntalið 1910 verði alls 15-16 bindi ef
ákveðið verður að gefa það út í prentuðu formi, sem
við stefnum að, en það getur líka verið að það verði
einungis gefið út sem tölvudiskur eða sett á Internetið.
Það fer algerlega eftir kostnaði við verkið og hvernig
unnt er að vinna það á sem hagkvæmastan hátt.
Framtíð ættfræðinnar
Á síðasta aðalfundi ræddi ég um framtíð ættfræðinnar
og talaði þá um að nú væri komið að því að setja kjöt
á þau bein sem ættfræðingar hafa hingað til verið að
http://www.vortex.is/aett
19
aett@vortex.is