Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Síða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006
„Hver einn bær á sína sögu“
„Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og
raunabögu“. Þannig kvað þjóðskáldið
Matthías Jochumsson í óði sínum um
Skagafjörð. Fáir ef engir hafa verið jafn-
duglegir við að skrá þessa sögu og einmitt
Skagfirðingar. Komin eru út þrjú af átta
fyrirhuguðum bindum af Byggðasögu
Skagafjarðar. Hjalti Pálsson frá Hofi, rit-
stjóri og aðalhöfundur þessa mikla verks,
flutti erindi um tilurð þess og vinnslu á
síðasta vorfundi Ættfræðifélagsins. Aður
hafði hann fært félaginu þrjú fyrstu bindi
Byggðasögunnar að gjöf. Hér fylgir saman-
tekt á erindi Hjalta.
Upphaf fræðastarfsemi í Skagafirði má kannski
telja annálaritunina sem var þar sérlega gróskumikil
á 17. og 18. öld. Þar koma m.a. við sögu Gottskálk
Jónsson (um 1524-1590) prestur í Glaumbæ, Björn
Jónsson á Skarðsá, (1584-1655) Halldór Þorbergs-
son á Seylu (1623-1711), Gunnlaugur Þorsteinsson
(1601-1674) prestur í Vallholti, Mælifellsannáll
feðganna Ara próf. Guðmundssonar og Magnúsar
Arasonar prests og Sjávarborgarannáll 1389-1729
eftir Þorlák Magnússon. Nokkra fleiri annálaritara
mætti nefna sem störfuðu í Skagafirði eða voru
þaðan upprunnir, t.d. séra Pétur Guðmundsson í
Grímsey, höfund Annáls 19. aldar, bróður Sigurðar
málara. Svo mætti auðvitað tala um Sjávarborgar-
annál hinn síðar, þ.e. Skagfirskan annál 1847-1947
eftir Kristmund Bjamason rithöfund á Sjávarborg. A
fyrri hluta 19. aldar reis fræðastarfsemi að nýju í
Skagafirði og í héraðinu myndaðist eins konar
„fræðaakademía“ með Jóni Espólín sýslumanni og
lærisveinum hans, þar sem mest voru áberandi Gísli
Konráðsson, Einar Bjamason, Níels Jónsson skáldi,
séra Jón Konráðsson og margir minni spámenn.
„Æviskrár“ jarðanna
Sögufélag Skagfirðinga var stofnað árið 1937 og
með því reis að nýju gróskumikil sagnaritum í
héraði. Það hefur síðan gefið út milli 70 og 80 rit úr
sögu Skagafjarðar. Á árunum 1949-1958 gaf Sögu-
félagið út í fjórum heftum ritverkið Jarða- og
búendatal í Skagafirði 1781-1958, brautryðjanda-
verk og einstakt í sinni röð á Islandi. Svo er raunar
enn því ekki hefur síðan verið gefið út úr heilli sýslu
samfellt ábúendatal sem nær svo langt aftur. Tíma-
setningin var miðuð við elstu manntalsbækur úr
Skagafirði og verður ekki aftar komist með órofið
ábúendatal. Skagfirskar æviskrár birta æviskrár íbúa
sýslunnar, en með tilkomu Byggðasögunnar má
segja að þar liggi fyrir „æviskrár“ jarðanna.
Byggðasaga Skagafjarðar byggir á hinu gamla
Jarða- og búendatali. Sérhver jörð fær sína umfjöliun
en alls munu jarðir í Skagafirði nálægt 600 á tíma-
bilinu 1780-2000. Guðmundur Sigurður Jóhannsson
ættfræðingur og fleiri hafa gert miklar lagfæringar
og viðbætur við ábúendatalið sem spannar samfellt
tímabilið frá 1781 til dagsins í dag en seint munu öll
kurl komst til grafar enda heimildir oft misvísandi
eða ekki finnanlegar.
3500 blaðsíður
Verkinu er skipt niður samkvæmt hinu gamla
hreppaskipulagi sýslunnar sem varað hefur síðan á
þjóðveldisöld. I fyrsta bindi er tekinn fyrir Skefils-
staðahreppur og hinn gamli Sauðárhreppur, síðar
Skarðshreppur. í öðru bindi Staðarhreppur og Seylu-
hreppur, í þriðja bindi Lýtingsstaðahreppur, í fjórða
bindi Akrahreppur, í fimmta bindi Rípurhreppur,
Viðvíkurhreppur og Hólahreppur, í sjötta bindi Hofs-
hreppur, í sjöunda bindi Fljótahreppur, sem um skeið
var skipt í Haganeshrepp og Holtshrepp, í áttunda
bindi verður Fellshreppur og allar lykilskrár. Áætluð
Æviágrip Hjalta Pálssonar
Hjalti Pálsson frá Hofi í
Hjaltadal er aðalhöfund-
ur og ritstjóri Byggða-
sögu Skagafjarðar. Hjalti
erfæddur 1947, stundaði
nám í Menntaskólanum á
Akureyri og lauk BA
námi árið 1975 í íslensk-
um frœðum með sögu
sem aðalgrein. Hann
gegndi starfi bókavarðar við Héraðsbókasafn
Skagfirðinga 1976-1990 og var héraðsskjala-
vörður 1990-2000. Hann hefur verið ritstjóri
Byggðasögu Skagafjarðar frá því verkið hófst á
haustdögum 1995.
Hjalti er formaður Sögufélags Skagfirðinga,
hefur verið ritstjóri og höfundur fjölmargra
bóka og ritverka um sögu og œttfrœði sem gefin
hafa verið lít á vegum Sögufélagsins. Hann er
gjörkunnugur Skagafirði og skagfirskri sögu og
þekktur að vönduðum vinnubrögðum við öflun
heimilda og úrvinnslu þeirra.
http://www.vortex.is/aett
3
aett@vortex.is