Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Page 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Page 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 Hér fer á eftir sýnishorn úr ábúendatali Jóns Aðalsteins Hermannssonar, „Bárður og Bússaga“. Sagt er frá bænum Mjóadal og Mjóadals-Jónu. Frásögnin er stytt til muna og ekki fullunnin. Skáletraðar setn- ingar eru frá Jóni Aðalsteini. Mjóadals-Jóna Lýsing Jarðabókar 1712 Mjóidalur kallast eitt dalland sem liggur fram frá Mýri og er almenningsafréttur Bárðdælahrepps fyr- ir vestan fljótið út að Djúpá sem rómast hefur og brúkast til uppreksturs fyrir lömb og geldfé. Þessi almenningur tekur allt austur í Skjálfanda- fljót fyrir framan bygðina svo lángt á fjall suður sem grös eru, og er það furðu víðátta. Mjóadalskot og Holkot kallast eyðiból á Mjóadal fyrir vestan ána og sjást enn nokkur byggingarmerki á báðum þeim, bæði tóftarústir og túngarðar. Ekki má þessi eyðiból aftur byggja fyrir heyskaparleysi og svo fjarska við bygðina. Mjóidalur byggist 1812 en er eyðibýli frá 1894. Búskapur er þar í 88 ár. Jörðin Mjóidalur er í samnefndum dal, er gengur til suðsuðvesturs af Bárðardal þar sem hann endar nokkru sunnan Mýrar. Um 100 kílómetrar eru til sjávar og h. y. s. líklega um 300-350 metrar. Dalur- inn er um 10 kílómetra langur, nokkuð jafnbreiður en þrengist mjög norðan bœja, og er ekkert undirlendi á löngum kafla, þar norður hvorugum megin ár. Ain er samnefnd bœnum og dalnum. Mjóidalur 1813 til 1823 Guðlaugur Pálsson bjó liér í 10 ár. Kona hans var Björg Halldórsdóttir frá Neslöndum, systir Gam- alíels í Haganesi. Hún átti áður son með Guðmundi Sigmundssyni frá Belg, og var það Jóhannes faðir Jóhanns föður Björns á Ljósavatni. Foreldrar Guð- laugs voru Páll Asmundsson frá Nesi og Guðný Arnadóttir frá Vestarikrókum. Bróðir Guðlaugs var Þórður í Kjarna, sem mikil ætt er komin frá. Þau hjón áttu 15 börn hún þá alls 16 börn. Auk þess átti Guðlaugur laundóttur með Sigríði Þorsteinsdóttur frá Sandhaugum, var það Sigurlaug sem kennd var við Flatey, mikil ættmóðir. Þrjú börnin fyrstu dóu ung. En 12 komust upp. Barnið sem fæddist umræddan dag og sagt er frá hér á eftir var eitt af þeim þrem fyrstu. Hringur sem kemur fyrir í frásögninni er örnefni fremst á Mjóadal að vestanverðu. Hérfer á eftir frásögn Bjargar af eftirminnilegum degi. Nú skal segja þér frá einum degi, sem mér finnst að hafi verið einn erfiðasti dagur í lífi mínu. Ég var ein heima, því fólkið lá við tjald fram í Hring. Ég smalaði um morguninn og fann þá dautt lamb sem við hjónin áttum. Það var óskemmt svo ég bar það heim með mér til þess að hirða það. Svo mjólkaði ég ærnar sem voru um áttatíu, flóaði mjólkina frá deginum áður og gerði upp. Svo skók ég strokkinn, gerði til lambið og sauð skrokkinn sem ég ætlaði að færa fólkinu, sem ég vissi að var mat- arlítið. Ég var komin á engjarnar klukkan tvö. Ég var svo hjá fólkinu þar til mál var að smala. Bóndi minn bauð mér hest en ég vildi heldur ganga, því það var bara þófi á hestinum. Ég bað mann minn að koma heim til mín ef hann gæti. Smalaði ég svo heim með mér, mjólkaði ærnar og gerði búverkin, en þegar ég var að strokka, mátti ég til að hætta, rétt komst upp á pallstokkinn. Þar var ég að skilja á milli þegar bóndi minn kom inn og hjálpaði hann mér að komast í rúm- ið.“ Fært í letur af Jóni Péturssyni á Auðnum. (Péturs, sem var bóndi í Mjóadal.) Þá var Björg um áttrætt. Fyrir beiðni Jónasar Baldurssonar á Lundarbrekku. Birt í blaðinu „Framtíðin“ kvenfélagsins Hildar í Bárðardal 1980 og Árbók Þingeyinga. 1823 til 1838 og aftur frá 1839 til 1869, þess á milli á Halldórsstöðum, Jón Jónsson. (f. 1798) Kona hans var Aðalbjörg Davíðsdóttir (f. 1799) á Stóruvöllum, Indriðasonar. Faðir Jóns var Jón „ríki“ Jónsson á Mýri, faðir Ingjalds á Mýri. Jón „ríki“ var sonur Jóns Halldórs- sonar er Mýrarfólk rekur uppruna sinn til. Hann var bóndi á Mýri frá 1754 til 1795. Annars er Mýrarfólk af œtt Olafs í Hvömmum. Þau Jón og Aðalbjörg voru 50 ár í hjónabandi og áttu 13 börn, af þeim komust 10 til fullorðinsára og eru ættir frá þeim öllum komnar. (sem er ekki rétt) Meðal þeirra var Davíð faðir Aðalgeirs á Stórulaug- um. Aðalgeir á Stórulaugum var kvœntur konu er Kristjana hét og var Eyfirskrar œttar, Jónsdótt- ir, og bjuggu þau á Stórulaugum Þeirra börn voru fimm, þar á meðal Aðalsteinn er byggði Laugavelli í Reykjadal, sonur hans er Aðalgeir sem lengi var kennari við Oddeyrarskóla á Akureyri. Varðandi Aðalgeirsnafnið þá var það fyrst notað á Islandi þarna, og var samsett úr nöfnum systra á Stóruvöllum er hétu Aðalbjörg og Geirfiiður en þriðja systirin hét Geirþrúður. http://www.ætt.is 8 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.