Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Qupperneq 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Qupperneq 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 FRETTABREF 0ÉTTFRÆÐIFÉLAGSINS Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. © 588-2450 aett@aett.is Heimasíða: http://www.ætt.is Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir © 568-1153 gudfragn@mr.is Ólafur H. Óskarsson © 553-0871 oho@internet.is Ragnar Böðvarsson © 482-3728 bolholt@eyjar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4,105 Reykjavík S 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyr gðar maður: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Ættfræðifélagsins annagunnah@simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskast birt í blaðimi berist nmsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvnpósturldisketta) Prentun: Oddi Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Brennunjálssaga - ekkert tímaskyn Það er athyglisvert að þegar höfundur Brennunjálssögu er að undirbúa hina örlögþrúngnustu atburði verksins þá liggur honum minst á, þá hefur hann tíma til alls, hann minnir á lækni sem skraflar um heima og geima og kveikir sér í stórum vindli til að sefja umhverfi sitt á undan mikilli aðgerð, jafnvel skreppur uppá Akranes milli þess sem hann leggur sjúk- linginn á skurðarborðið og fremur aðgerðina. En meðan höfundur tekur þessi laungu frávik, hafandi alt aðra hluti á hraðbergi en þá sem honum eru efstir í hug, hlúir hann að spenningu áheyrandans með virkari meðul- um en ef hann héldi áfram að klifa á efninu. Með aðskotasögum og „sagn- fræðilegum“ fróðleiksgreinum gerir hann lesandanum sjónhverfingar og skynvillu. Tímatal Njálu hefur valdið þeim undramönnum vanda, sem flokkað hafa Njálu undir sagnfræði, en þá hefur höfundur vilt með þeim grikk að binda söguna að nokkru leyti við sagnfræðilega atburði og persónur. Gott dæmi þess hvemig innskot þjónar til að blekkja tímaskyn áheyrandans er brottferð Gunnars til útlanda, þar sem hann ratar í nokkur hefðbundin bardagaævintýri, en þegar hann kemur aftur er Mörður Val- garðsson sprottinn fram. Samkvæmt sagnfræðilegu tímatali getur Mörður þessi varla verið af barnsaldri þegar hann er giftur systur ísleifs biskups Gissurarsonar, sem er fæddur 1006. Hann er laungu orðinn höfðingi, undirróðursmaður, ráðunautur manna og málafylgjumaður þegar Gunnar á Hlíðarenda fellur, sem getur ekki eftir sagnfræðilegum útreikníngi ver- ið seinna en 990. Aldursmunur þeirra systkina, Isleifs biskups og konu Marðar Valgarðssonar, hlýtur að vera nær fimtíu ámm. Það er því síst furða þó sérstök tegund fræðimanna hafi viljað leiðrétta Njálu hér sem víðar, og reynt að sanna að höfundur muni hafa ruglað saman Merði og föður hans Valgarði - þó leiðréttíngin beri reyndar þá hættu í sér að hund- rað ára aldursmunur gæti orðið á börnum Gissurar hvíta. Sömuleiðis fær Höskuldur Hvítanesgoði helsti nauman tíma til að vaxa upp, en stekkur fram alskapaður, eins og Mörður, meðan sagan bregður sér frá. Hann getur ekki með sköpuðum ráðum verið meira en fermdur þegar Njáll leitar honum kvonfángs og fær honum goðorð, en til þess að teygja tímann eru innsettir einir níu aðskotakaflar, Lýtingsþáttur og kristniþáttur samslúngnir, uns áheyrandinn er búinn að gleyma hvað tímanum líður. Síðan heldur söguefnið áfram, Valgarður tekur að rægja Njálssonu við Mörð og undirbúa víg Höskuldar. Nútímaskáldi myndi takast flest sýnu ver en höfundi Njálssögu, en á þessa refilstigu mundi hann ekki rata, sá auli er varla fæddur á tuttugustu öld að honum sé ekki tímaskyn í blóð borið, en þetta skyn var hjá mið- aldamönnum furðu sljótt. Á þrettándu öld studdust menn enn ekki alment við ártalsnotkun í daglegu lífi, en ef þeir vildu vanda sig rniðuðu þeir tím- ann við ár liðin frá viðburðum sem þeim þóttu merkir. Fyrir bragðið eru tímaskekkjur af öllu tagi föst regla í miðaldabókmenntum. Njáluhöfundur leynir tímavillum sínum sjálfrátt eða ósjálfrátt með listbrögðum, svo mað- ur tekur ekki eftir þeim nema við nokkuð nákvæman lestur eða samanburð við sagnfræðilega vitneskju. Halldór Kiljan Laxness: Minnisgreinar um fornsögur (44 bls.). Tímarit Máls og menningar 1. hefti 1945. Fyrirsögnin er blaðsins. Sendandi: Guðjón Óskar Jónsson. http://www.ætt.is 2 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.