Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Page 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008
1890.“ Pam leit yfir fyrstu blaðsíðuna á handskrifuðu
minnispunktunum hans og við henni blöstu nöfnin
Jónatan Jónatansson og Kristbjörg Bjamadóttir. í
mikilli geðshræringu kallaði Pam á Laxdalssysturnar
sem vom um það bil að ganga út úr dyrum ættfræði-
setursins: „Komið aftur, komið aftur, hér er frændi
ykkar. Þið eruð frændsystkin." Systurnar og Sigþór
urðu yfir sig undrandi og varð mikið um þennan
fund. Þau eyddu saman því sem eftir var af deginum,
ræddu fjölskyldusögu sína og skiptust síðan á nöfn-
um, heimilisföngum og símanúmerum.
Eitt af þeim vandamálum sem Sigþór, auk margra
annarra íslendinga, lentu í í leit sinni að ættingjum
eru breytingar á nöfnum. Eiginmaður Sigríðar kall-
aðist Sigmundur Sigurðsson á íslandi. Þegar fjöl-
skyldan flutti til Norður Dakota komust þau að raun
um að margir höfðu tekið sér eftirnafnið Sigurdsson.
Fjölskyldan ákvað því að breyta nafninu sínu í Lax-
dal af því að þau höfðu flutt úr Laxárdal á íslandi.
En það voru ekki aðeins íslensku landnemarnir sem
breyttu eftirnöfnunum. Konurnar hættu að fylgja
þeim íslenska sið að kenna sig við föður sinn eða ein-
staka sinnum við móður sína. I staðinn tóku þær upp
nöfn manna sinna eins og tíðkast í Norður Ameríku.
Eitt af markmiðum ættfræðisetursins hefur verið að
reyna að sameina frændsystkin frá fslandi frændsystk-
inum sínum vestanhafs. í ár varð þetta að opinberu
markmiði okkar og okkur tókst að sameina mörg
frændsystkin. Við vinnum þannig að fyrstir koma,
fyrstir fá. Við verðum líka að setja þjónustunni takmörk
þar sem tími okkar er ekki óendanlegur. Við gefum
tíma okkar og vinnu við þessa ættfræðileit. Margt fólk
langar að sýna þakklæti sitt fyrir vinnuna og tekið er á
móti fjárframlögum til ættfræðisetursins hjá Icelandic
community association in Mountain North Dakota.
Hér á eftir er getið um nokkur helstu afrek okkar
á liðnu ári:
Valgerður Jónsdóttir frá íslandi er langafabam
Jóns Benónýssonar. Hún var að leita að afkomend-
um Valmundar Benónýssonar Sveinssonar Swearson.
George tókst að koma Valgerði í samband við fjöl-
skyldu Swearson í Towner í Norður Dakota.
Guðríður Asa Jóhannesdóttir komst í samband
við þremenninga sína í Samsonfjölskyldunni, þær
Lorraine Johnston og Elaine Timke frá Drayton. Gísli
Friðbjörnsson Samson giftist Guðrúnu Ingibjörgu
Rafnsdóttur í Ameríku. Guðrún var systir ömmu
Guðríðar Asu Jóhannesdóttur. Síðan komu fleiri
meðlimir Samson fjölskyldunnar til Park River til
þess að hitta Guðríði Asu.
Guðný Margrét Ólafsdóttir hitti Lyman og Nancy
Bertsch frá Bossier City í Louisiana og Jack Long frá
Bismark í Norður Dakota. Jack og Lyman eru systk-
inaböm og báðir þremenningar við Guðnýju.
Grímkell Amljótsson frá íslandi hitti Edward T
Bernhoft frá Los Angeles í Kaliforníu og Bernhoft-
fjölskylduna frá Mountainsvæðinu.
Margir hittu einnig frændsystkin sín í Gimli í
Pam (Olafson) Furstenau hefur ásamt George Freeman
helgað sig einstakri lcit sem snýst um það að finna og
endurskapa tengsl milli íslendinga sem koma í heimsókn
vestur um haf og vestur-íslenskra frænda þeirra.
Manitoba. Sumir náðu ekki að hitta frændfólk sitt í
ferðinni en fengu netfang þess eða símanúmer.
Magnús Magnússon Norðdahl kom með hóp frá
Bændaberðum. Amma hans var Guðný Gestsdóttir
systir Gestnýjar Gestsdóttur sem fædd var 1889. Hún
giftist Lúðvík Kristjánssyni og þau áttu a.m.k. sjö
böm í Kanada.
Gagnasafn Hálfdans Helgasonar sem og hjálp
hans hefur verið okkur ómetanlegt. Við urðum einnig
þeirrar ánægju aðnjótandi að fá Hálfdan í heimsókn
lífslifandi á vef ættfræðisetursins.
Við styðjumst við fjölda heimilda á ættfræðisetr-
inu. Þar má nefna skýrslur kirkjugarða Pembinahér-
aðs, héraðssögur, manntöl, dánarskrár Norður Dakóta,
ancestry.com, innflytjendaskrá (Naturalization
Records), BLM records, Vesturfaraskrá, Vestur-ís-
lenskar æviskrár og svo okkar eigin gagnagrunna.
Við höfum einnig fengið góðar upplýsingar frá
Magnúsi Haraldssyni, frá Valgeiri Þorvaldssyni á
Vesturfarasetrinu á Hofsósi og Nelson Gerrard þeim
fræga ættfræðingi og rithöfundi í Manitoba.
George Freeman hefur safnað saman í þrjú bindi,
helstu æviágripum allra kvenna sem voru meðal land-
nema Pembinahéraðs. Þetta eru upphaflega handskrif-
aðar sögur yfir 1000 kvenna. Þessar sögur voru svo
vélritaðar upp um 1940 til þess að heiðra minningu og
anda þeirra kvenna sem gerðust landnemar í Pembina-
héraði. Þær þrengingar og upplifanir sem lýst er í ævi-
sögum þessara fyrstu kvenna héraðsins mála lifandi
og litríka mynd af lífi landnemanna í Pembinahéraði.
Hægt er að panta þessar bækur eða skoða efnisyfirlitið
á vefsíðunni http://www.rootsweb.ancestry.com/~nd-
pembin/html/pioneerdaughters.html. Pam er vefstjóri
margra vefsíðna sem fjalla um Pembina County
(Pembina hérað) og íslenskan uppruna hennar. Vefsíð-
an fyrir ættfræðisetrið og „Deuce of August“ er www.
august2nd.com. Netfangið www.thingvalla.org er vef-
síða sem er íslensku kirkjunni til heiðurs. Þriðja vef-
síðan http://www.rootsweb.ancestry.com/~ndpembin/
pembina.htm er ókeypis ættfræðivefsíða sem ætt-
fræðisetrið heldur úti. Þar er að finna upplýsingar
um kirkjugarða, kirkjur, gagnagrunna, sögulega staði,
kort, fólk, staði, ættfræðiágrip þeirra landnámskvenna,
sögur úr héraði, krækjur og fyrirspurnir.
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is