Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Síða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.12.2008, Síða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í desember 2008 Námskeið um ættfræðiheimildir Þjóðskjalasafn íslands hélt í nóvember sl. kynningarnámskeið um œttfrœðiheimildir í samvinnu við Ættfrœðifélagið. Námskeiðið var íþrjú skipti, tvisvar sinnum 40 mínútur. Þátttaka var mjög góð og voru þátttakendur afar ánœgðir með námskeiðið. Kynntir voru helstu heimildaflokkar, s.s. manntöl, kirkjubœkur, legorðaskrár, skiftabœkur og annað sem varpað getur Ijósi á sögu einstaklinga. Fjallað var um tilurð heimildanna og skýrt hvernig þœr geta nýst við rannsóknir á persónusögu. Leiðbein- endur voru Jón Torfason, Björk Ingimundardóttir og Kristjana Kristinsdóttir, allt starfsmenn Þjóð- skjalasafnsins. Fyrirhugað er annað námskeið í vor, þar sem þátttakendur verða cefðir íað lesaforna skrift, en hún er mörgum þrándur ígötu. Það námskeið verður auglýst síðar. Það var hópur eftirvæntingarfullra ættfræðiáhuga- manna sem settist á skólabekk í Þjóðskjalasafninu nú í nóvember. Tilefnið var að safnið hafði í samvinnu við Ættfræðifélagið skipulagt námskeið um ættfræði- heimildir. Hugmynd um námskeiðahald kom upp á fundi Þjóðskjalavarðar og starfsmanna safnsins með full- trúum Ættfræðifélagsins síðasta sumar. Félaginu var rnjög umhugað um að slíkt námskeið færi fram enda féll það mjög vel að þeim áformum urn verkefni sem stjórn félagsins hafði rætt á fundum sínum. Fyrir mig, sem áhugamann um ættfræði, var þetta einstakt tækifæri. Þarna gafst möguleiki á að kynnast öllum helstu heimildum sem til eru um ættfræði á Islandi og þar með sögu ættmenna minna í smæstu atriðum, í marga ættliði. Þar að auki fengum við leið- sögn frábærra fræðimanna í gegnum þessar heimildir, studda góðum gögnum, þar með talin afrit af skjölum safnsins, með frumritin ekki langt undan. Námskeið- ið fór fram á Þjóðskjalasafninu og var í þrjú skifti, 2 sinnum 40 mínútur hvert. Leiðbeinendur voru: Kristjana Kristinsdóttir, Björk Ingimundardóttir og Jón Torfason, öll starfs- menn Þjóðskjalasafnsins. Fyrsta daginn var farið yfir manntöl, prestþjónustu- bækur, sóknarmannatöl og veðmálabækur. Flestir sem eitthvað hafa fengist við ættfræðiathuganir þekkja þessi gögn, enda ef til vill aðgengilegustu gögnin fyr- ir áhugafólk. Farið var yfir þróun þessarra heimilda, hvernig kröfur opinberra aðila til embættismanna uxu í tímans rás og þar með gæði gagnanna. Margir eiga erfitt með að lesa þessi gömlu skjöl og því hafði Björk Ingimundardóttir prentað þau stafrétt, til þess að auð- velda okkur að lesa skjölin og í leiðinni æfa okkur svolítið í að lesa gamla skrift. Margar skemmtilegar sögur flutu svo með um menn og málefni og tengd- ust viðfangsefninu. Leiðbeinendur lögðu fram lista yfir verð- og mælieiningar á íslandi og orðskýringar þar sem skýrt var út hvernig verðgildi jarðeigna var reiknað, hvað var kúgildi, hvað var alin, hestburður, fjórðungur, fardagar, tíund o.s.frv. Annan daginn var farið yfir úttektir og úttekt- Jón Torfason og Björk Ingimundardóttir Ieiddu þátttakendur faglega um heimildafrumskóginn. (Ljósmvnd Guöfinna Ragnarsdóttir) http://www.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.