Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Síða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Síða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012 Af þessu fólki og úr þessu umhverfi kom Elínborg og á seinni árum sínum jós hún úr sagnabrunni ömmu sinnar í bókum sínum. Sólundaði eigunum Vitað er að heimilið á Tunguhálsi leystist upp 1897 en þá hafði Lárusi, sem var mikill drykkjumaður, tek- ist að sólunda öllurn eigurn konu sinnar. Eftir það er Þórey með dætur sínar í skjóli elstu dóttur sinnar af fyrra hjónabandi og Hannesar bróður síns. Þóreyju var umhugað um Elínborgu, þessa yngstu dóttur sína, og sagði henni, að hún yrði að koma sér burt úr sveit- inni og í skóla annars biði hennar ekkert annað en vinnukonustaðan. Elínborg lagði kornung út í lífsbaráttuna aðeins fjórtán ára og eftir það átti hún ekki neitt eiginlegt heimili fyrr en hún giftist. Haustið 1907 dó Þórey móðir hennar aðeins 55 ára gömul. Það sama haust fór Elínborg í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar í tvo vetur. Arið 1907, var hún skráð í fyrstu deild og kennd við Villinganes. Menntunin opnaði Elínborgu ýmsar leiðir, hún færð- ist skör hærra í samfélaginu og gerðist nú kennari í innsveitum Eyjafjarðar meðfram því að sækja nám- skeið á Akureyri. Nú fer hún að kenna sig við móður sína og skrifar nafn sitt Elínborg Þ Lárusdóttir. Trúlega hafði kvenréttindabaráttan mikil áhrif á Elínborgu, ekki síst sökum þess að bæði amma henn- ar og mamma höfðu báðar misst næstum allar sínar veraldlegu eignir vegna þess að þær voru giftar konur og þar með ekki fjár síns ráðandi, þó þær væru í reynd betur fallnar en eiginmenn þeirra til að fara með bús- forráð. Báðar höfðu verið giftar nauðungarhjónabandi en þessi minni áttu eftir verða fyrirferðamikil í sögum Elínborgar. Reynsla móður og ömmu var Elínborgu alla tíð hugstæð og henni var mikilvægt að hafa sjálf tekjur og sjálfstæðan fjárhag. Berklaveik Árin 1912-1914 var Elínborg í Kennaraskólanum en varð að hætta námi eftir áramót vegna berkla.6 I Kennaraskólanum var hún samtíða Ingimar Jónssyni semseinnavarðeiginmaðurhennar. Lausteftiráramót- in 1914 fór Elínborg á berklahælið á Vífilsstöðum og þar dvaldi hún á þriðja ár. Hún útskrifaðist um vorið 19177 eftir tveggja ára og sjö mánaða dvöl á Vífilsstöðum. 18. maí 1918 giftist Elínborg guðfræðingnum Ingimar Jónssyni sem var Árnesingur að ætt og upp- runa, af Hörgsholtsætt, hann var kominn af bláfátæku en vel gefnu fólki. Ingimar hafði af harðfylgi brotist til mennta, einn sinna systkina. Hugur hans stóð til að nema læknisfræði en vegna fátæktar gekk það ekki, 6 Mbl. 12.11. 1996. 7 Hvíta höllin. 1994: 126-132. Þóreyju, móður Elínborgar, var umhugað um þessa yngstu dóttur sína, og sagði henni, að hún yrði að koma sér burt úr sveitinni og í skóla annars biði hennar ekkert annað en vinnukonustaðan. Elínborg lagði því kornung út í iífsbaráttuna, aðeins fjórtán ára, og eftir það átti hún ekki eiginlegt heimili fyrr en hún giftist. hann varð því að velja styttra nám og fór í guðfræðina. Vorið 1922 er Ingimar veitt Mosfell í Grímsnesi, Þau eignuðust tvo syni, Lárus fæddan 1919 og Jón fædd- an 1924. Sjálfsmynd Elínborgar tók breytingum eftir hlut- verkurn hverju sinni. Með því að fara í Kvennaskólann á Blönduósi, varð hún menntuð kona, ferðaðist um og kenndi. Næsta stig er prestfrúin, til hennar var litið upp, hún var frúin á staðnum, en hún var líka mikil búkona og náði strax góðu sambandi við sveitunga sína. Síðan varð hún húsmóðir í Reykjavík, staða hennar veiktist og sjálfsmynd hennar einnig, og með þverrandi sjálfsmynd hrakaði andlegri heilsu hennar. Að lokum fann Elínborg sína sjálfsmynd sem vinsæll og virtur rithöfundur á tímabili ævi sinnar. Elínborg í minni manna Hér á undan hefur verið rakinn lífsferill Elínborgar í stórum dráttum, en til að kynnast konunni bak við rit- höfundinn var farin sú leið að taka viðtöl við fólk sem þekkti hana. Þegar viðtölin eru tekin voru 33 ár síð- an Elínborg dó 85 ára gömul. Það segir sig sjálft að eftir öll þessi ár reyndist ekki auðvelt að finna sam- tíðarmenn hennar eða fólk sem rnundi hana, samt voru tekin viðtöl við tíu manns, sá yngsti var rúmlega fimmtugur og sá elsti var næstum hundrað ára. Það sem hér fer á eftir er unnið úr viðtölum við þetta ágæta fólk sem vildi deila með okkur minning- um sínum. Við þekkjum öll þessi almennu vandræði með minnið, við munum eitt og gleymum öðru, en segja má að eftir standi sýn á fortíðina sem er mik- http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.