Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2012, Side 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2012
Margrét Árnadóttir móðuramma Elínborgar var í móðurætt af svokallaðri Djúpadalsætt í Skagafirði. f þeirri ætt
voru margir hreppstjórar og prestar. Eitt sem einkenndi þessa ætt öðru fremur, samkvæmt umsögnum fengnum úr
Skagfirskum æviskrám, var hve konur í þeirri ætt voru miklar búkonur og skörungar. Hér má sjá Birnu Kristínu
Lárusdóttur ásamt móður sinni, Sigríði Svanborgu Símonardóttur, og dóttur sinni Sigríði Sturlaugsdóttur.
fyrstu kynni, ekki brosmild, heldur svona frekar stíf,
frekar dul, ekki mikið fyrir að tala um líf sitt, nema
veikindi sín. Hún var mikið fyrir dulræn mál og tal-
aði oft um Hafstein miðil sem kom þar reglulega í
heimsókn. Hún talaði ekkert um bækurnar sem hún
var að skrifa.
Ein ljósan sagðist bera mikla virðingu fyrir
Elínborgu, fannst hún mjög sérstök: Eins og hún kom
mér fyrir sjónir var hún alvörugefin en hlý kona en
ég fann að hún hafði skap og vildi að fólk gerði það
sem hún vildi. Hún talaði við mig vítt og beitt um sína
fjölskyldu, en mest um hann Lalla sinn og hvað hann
væri góður drengur.
Síðustu dagarnir
Þegar ekki var hægt að vera lengur á Vitastígnum
ákváðu þau að fara á elliheimilið Grund. Þar lentu þau
í kjallaraherbergi og frænkum hennar frá Reykhólum
fannst þetta vera skelfilegur staður og þeim ekki
samboðinn.
Einn viðmælandi taldi að Elínborg hefði ákveðið
á þessum tíma að lífið væri ekki lengur þess virði að
lifa því, þess vegna hefði hún tekið markvissa ákvörð-
un um að nú væri tími kominn til að deyja, hún hafi
eiginlega bara slökkt á sér.
Síðustu daga sína var Elínborg á Landspítalanum
og var sátt við það enda hafði hún sagt að hún vildi
ekki deyja á elliheimili.
Hún dó á Landspítalanum, sitjandi í stól, hún hafði
tekið loforð af frænkum sínum og aðalhjálparhell-
um, systrunum frá Reykhólum, að þær klæddu hana
í kistuna í peysufötin sín, það gerðu þær. Það var vel
við hæfi að hún var jörðuð 12. nóvember, á afmælis-
daginn sinn, þann dag sem hún lagði gjarnan áherslu
á að sem flestir ættingjar sínir og vinir kæmu saman.
Að lokum vona ég að þeir sem þetta lesa, hafi gegn-
um viðmælendur mína kynnst konunni bak við rithöf-
undinn. Við sjáum stolta konu, sem var svo dul að
enginn minnist þess að hún hafi borið fyrstu 30 ár ævi
sinnar í tal svo nokkru næmi. Hún var afkastamikill
og vinsæll rithöfundur en enginn mundi til þess að
hún hefði nokkum tíman rætt um bækur sínar.
Hún var stórlát og vissulega ekki allra, en mátti
ekkert aumt sjá, án þess að reyna að bæta þar um.
Heimili hennar var alltaf opið fólki sem hafði orðið
undir í lífsbaráttunni á einn eða annan hátt.
Elínborg skapaði í bókum sínum, sterkar og stoltar
konur, þannig kona var Elínborg Lárusdóttir í minni
samferðamanna sinna.
MUNIÐ AÐ GREIÐA GÍRÓSEÐLANA!
http://www.ætt.is
9
aett@aett.is