Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 8
4
FORELDRABLAÐIÐ
Nú fer 10 ára snáðinn að læra ýms-
ar námsgreinar: landafræði, sögu,
náttúrufræði, kristin fræði, reikning,
réttritun o. s. frv. Fyrirfram er tiltek-
ið, hvað hann skuli ,,læra“ í öllum
þessum fræðum, hvað hann skuli festa
sér í minni, til þess að geta ,,staðið sig
vel á prófinu“ að lokum! Með vís-
dómslega saminni stundaskrá er til
tekið, hvaða klukkustundir og mínút-
ur hverrar viku, allan veturinn, barnið
skuli fást við hvert viðfangsefni fyrir
sig. í dag kl. 10—11 á það að hafa
landafræði, og fyrir þann tíma hefir
því verið sett fyrir að læra um ríkin í
Mið-Ameríku, nöfnin á þeim, stærð
þeirra og íbúatölu, nöfn á höfuðborg-
unum o. s. frv. í þessum tíma verður
það auðvitað að svara spurningum við-
víkjandi þessum löndum, benda á þau
á kortinu, þylja upp úr minni sínu
Foreldrar, hugsið um framtíð barna yðar
ANDVAKA
býður yður hjálp sína
nöfnin og tölurnar', og hlýða á það,
sem kennarinn kann að hafa að segja.
Hitt kemur ekki málinu við, að upp-
reisn og orustur geisa suður á Spáni,
og að hugur barnsins er því fullur af
spurningum um það land og þjóðina,
sem þar úthellir blóði sínu; en það hef-
ir alls engan áhuga á lýðveldum Mið-
Ameríku. Það lærði um Spán í fyrra,
þegar þar var ekkert sérstakt á seiði,
og það er nóg. — Stundaskráin og
kennslubókin gera ekkert ráð fyrir
uppreisn á Spáni, né heldur tíma-
bundnum áhugaefnum nemendanna.
Drengsnáðinn, sem vér fylgjum í
skólann, fær í höndur kennslubækur,
eina í hverri námsgrein, og þær á hann
að Iæra. Þessar bækur á hann ekki að
lesa eins og eðlilegt er að lesa bók.
Honum er sett fyrir lexía fyrir lexíu
til að stagla og læra, smátl og smátt,