Foreldrablaðið - 15.12.1937, Qupperneq 12

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Qupperneq 12
8 FORELDRABLAÐIÐ að gegna þessu starfi hvernig sem viðrar. I öðru lagi liggja siðferðilegar á- stæður t.il þess, að blaðasala barna ætti að afnemast. Það er að leiða börnin í freistni, að láta þau hafa und- ir höndum peninga, sem þau eiga ekki, en verða að standa skil á. Eins og dæmi sýna, getur þetta leitt þau út í smáhnupl. Er freistingin mikil fyrir börnin að grípa til auranna, sem þau hafa í vasanum, til þess að kaupa fyr- ir þá sælgæti eða eitthvað annað, og stela þannig úr sjálfs sín hendi. — Þá hefir blaðasalan ekki ósjaldan verið ýmsum börnum átylla til þess að fara inn í búðir og hús, í þeim tilgangi að ktela. Gera þau þá blaðasöluna sér til erindis, eða hafa hana að yfirskyni, og fá þannig á sölusnatti sínu mýmörg tækifæri til hnupls, og leiðast oft bein- línis í freistingu, sem þau ekki alltaf standast. — Ennfremur á blaðasalan drjúgan þátt í því, að venja börn á göturangl, framkoma þeirra verður frek og óhefluð af köllum, hrópum og öðrum ráðum til þess að vekja á sér athygli, svo að þeim verði eitthvað á- gengt, og að þau verði ekki undir í samkeppninni. Er það ekki sízt vegna þessarar ástæðu, að leggja ætti bann við að stúlkur yngri en 16 ára seldu blöð á götum, enda er sá menningar- bragur að færast á bæinn, að mjög sjaldgæft er orðið, að smátelpur stundi hér blaðasölu. — Loks kemur það stundum fyrir í barnaskólunum, ap börn biðja um frí til þess að selja blöð. Ef börnin reyna að hafa blaðasöluna að átyllu til þess að losna úr skólan- um, þá er auðsætt, að þau hafa þarna hentugt yfirskyn til þess að komast Húsfreyjur! Að sjálfsögðu notið þér tslenzkt smjör eins mikið og þér getið, en ef þér á annað borð kaupið smjörlíki, þá getur ekki leikið vafi á því, ef þér hafið bor- ið saman allar tegundir, að þér veljið Blái borðinn er framleidchir í full- komnustu smjörlíkisverksmiðju lands- ins.------------------------- í smjörlíkið er látið vítamín frá Rannsóknastofu Háskólans, sem svar- ar A. og D. vítamíninnilialdi sumar- amjörs. Verksmiðjan notar ísl. smjör fyrir 6—8 þús. krónur á mánuði.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.