Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 14
10
FORELDRABLAÐIÐ
þess, sem selst í lausasölu, er seldur
í bókabúðum, sem hafa þessi blöð á
boðstólum, svo að götusalan er ekki
nema um 37% af allra bæjarsölunni.
Um þau eintök, sem seld eru á götum
úti, er það að segja, að einn piltur sel-
ur nærfellt helming þeirra. — Flugrit
og smákver, sem börn hafa stundum
á boðstólum, munu heldur ekki vera
þeim nein teljandi tekjulind, enda
ganga oft fullorðnir menn með þau í
hús. Má því lauslega áætla, að tekj-
ur barna af blaðasölu (að þessum eina
pilti undanskildum) nemi varla meira
en um kr. 18.00 á dag að jafnaði, eða
um 30—36 aurum á dag á hvert barn,
miðað við þau 50—60 börn, sem selja
blöð að staðaldri. En auk þeirra selja
miklu fleiri börn blöð í ígripum við og
við. Loks má geta þess, að sum þeirra
barna, sem selja blöð á götunum, —
og án efa þau duglegustu, — eru kom-
in yfir 14 ára aldur.
Ég spurði og um álit afgreiðslu-
manna um það, hvort blöðin myndu
bíða fjárhagslegt tjön, ef aðeins 14
ára gömul börn og eldri fengju blaða-
söluleyfi. Nálega allir tóku þessari
uppástungu vel. Sumir töldu jafnvel
þessa breytingu verða til bóta fyrir
blöðin, því að minna af þeim skemmd-
ist og ónýttist, ef eldri börn seldu þau.
Hér má geta þess, að afgreiðslumenn
telja það launa sig að borga einum
duglegum unglingi, sem selur hér á
götunum undir helming allra þeirra
blaða, sem seljast í lausasölu, um
40% af söluverði blaðanna, en börn-
um almennt borga þeir ekki nema um
30%. Ástæðurnar til þessa eru aðal-
lega þær, að hjá pilti þessum eyði-
leggjast miklu færri eintök en hjá hin-
Mang’í k j ö t,
svinaUjöt, alikálfakjöt, nautakjöt} clilka- kjöt, gœsir, rjúpur, kjúklinga, áskurð á brauð, smjör og ALLT, SEM YÐIJR vantar í j ólamatinn, fáið þér í mestu og beztu úrvali hjá
Sláturfélagi Suðurlands.