Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 16

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Síða 16
12 FORELDRABLAÐIÐ Sigurður Thorlacius: Virðing barna fyrir foreldrum. Ýmsir kunnir sálarfræðingar telja, að skapgerð mannsins mótist aðal- lega fyrstu ár æfinnar, fyrir 7 ára aldur. Kenningu þessa ber vissulega ekki að taka allt of bókstaflega. En hún undirstrikar a. m. k. þá óvé- fengjanlegu staðreynd, að hversu góðir sem skólar vorir eru, eða kunna að verða, þá er uppeldishlutverk heimilanna eftir sem áður mikils- vert og vandasamt. I greinarkorni þessu verður vikið að einu mikilsverðasta uppeldis- máli heimila. En engin tök eru á að gera því rækileg skil í svo stuttu máli, sem hér er kostur á að flytja. Löngum hefir verið talið, og með réttu, að virðing barnsins fyrir upp- alendum hljóti að vera eitt frumskil- yrði fyrir heillavænlegu uppeldi. Þetta er augljóst mál, og mun eigi orka tvímælis. Oft heyrast raddir um það, að virðingarleysi barna fyrir foreldrum fari vaxandi, og sé jafnvel eitt af ein- kennum samtíðarinnar. Vissulega væri það ískyggilegt, ef rétt reyndist, og þess vert, að leitast væri við að finna orsakir og ráða bót á. En málið er ekki eins einfalt og sumir virðast ætla og verður ekki leyst með ádeilum einum og siða- prédikunum. Virðing mun ofin úr tveim megin- þáttum, aðdáun og ótta. Hún getur Húsmæður! Yður er að sjálfsögðu annt um heilsu yðar, barna yðar og annara heimilismanna. Hafið því hugfast heilræði læknisins og heilsufræð- ingsins Dr. Johanne Cristensen, og annara merkra manna, að nota sem mest af i mjólk, skyri, ostum og smjöri Allt er þetta íslenzk framleiðsla

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.