Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 18

Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 18
14 FORELDRABLAÐIE) skilningur þeirra nálgast meira og meira sjónarmið fullorðna fólksins sjálfs. Einnig foreldrana sjálfa sjá þau í nýju ljósi. Þeir flytjast af goða- stallinum niður á jörðina til annara mennskra manna,- Á þessu þreytinga- skeiði, sem getur byrjað innan við 5 ára aldur og staðið yfir svo árum skiptir, er senmlega rnestur vandinn fyrir foreldrana að halda virðingu barnanna óskertri. Þegar allt er með felldu, þróast hin einhliða, skilyrðislausa virðing smábarnsins hægt og eðlilega yfir í gagnkvæma virðingu, sem byggist á mati og skilningi, en ber þó eftir sem áður einhvern blæ hins háleita og yfirnáttúrlega. Hitt er einnig til, því miður, að þegar barnið eldist og vex upp úr hinni einhliða virðingu frumbernsk- unnar, þá nær engin samsvarandi, jákvæð tilfinning að þroskast í stað- inn, en virðingarleysi, jafnvel fyrir- iitning og hatur festa rætur. Erfitt mun að gefa foreldrum ó- brigðul ráð til að halda virðingu barna sinna, og ætla ég mér eigi þá dul. Mikið veltur á persónu foreldr- isins og lundarfari barnanna. Ýmsir virðast þeirrar skoðunar, að strangleiki og jafnvel harka séu ó- skeikular aðferðir til að halda virð- ingu barnanna. Við þjóðfélagsháttu liðinna tíma má vera að það hafi heppnast, en nú á dögum eru þessar aðferðir hinar hættulegustu. Venju- lega mun árangurinn verða eitt af tvennu: barnið verður þreklaus og ósjálfstæð rola, eða það fyllist þrjósku og mótþróa, sem stundum endar með uppreisn gegn heimilinu og þjóðfélaginu. Sumir þeirra drengja, sem erfiðastir eru á heimilum, í skól- um og í viðskiptum við lögregluna, eru aldir upp við hörku og viðleitni til kúgunar. Til eru þeir foreldrar, sem sí og æ jaga börn sín og ávíta, fyrir eitt í dag og annað á morgun. Fólki, sem býr við margskonar erfiðleika er vissu- lega vorkunnarmál, þótt þjáningar þess og harmar komi fram í skap- brigðum og bitni á öllum í umhverf- inu, börnunum eins og öðrum. Hitt er jafn víst, að með hinu sífellda nuddi og nöldri, ávítum og jagi er þetta fólk að grafa virðingu sinni hjá börnum eilífa gröf, og um leið að skapa sjálfu sér nýjar raunir, nýjar þjáningar. Skortur á skilningi og samúð get- ur haft örlagarík áhrif á virðingu Foreldrar! Vanti yður ramma utan um myndir af börnum yðar og vinum, þá látið innramma þær á Laugaveg 10, því þar fáið þér fallegast úrval af rammalistum í öilum stærðum og gerðum, einnig sporöskjulagaða ramma eft- ir pöntunum. Fljót og liðleg afgreiðsla Innrömmunarstofan Laugaveg Axel Cortes

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.