Foreldrablaðið - 15.12.1937, Page 20
16
FÓRELDRABLAÐIÐ
Arngrímur Kristjánsson:
Um skólaferðir.
Námsferðir skólabarna eru nú þeg-
ar orðinn virkur þáttur í starfi barna-
skólanna.
Svo mjög, sem allir þættir skóla-
starfsins þarfnast góðrar og gagn-
kvæmrar samvinnu skóla og heimila,
þá er þó þessum þætti ekki hvað sízt
þörf á samúð og skilningi heimanað.
Hér skal því þegar í upphafi gerð
grein fyrir því, hvert markmiðið er með
skólaferðum, og hversvegna kennarar
vilja svo mjög gjarnan eiga þess kost,
að takast nokkurra daga ferð á hend-
ur með nemendum sínum, að náminu
loknu eða áður en þeir yfirgefa skól-
ann.
Góðar myndir, teikningar, skýrar
frásagnir og lýsingar, gefa ekki nægi-
lega Ijósar hugmyndir, jafnvel þótt
nemendur séu allir að vilja gerðir að
tileinka sér námsefnið. Sérstaklega er
hér átt við náttúrufræði-, landafræði-
og sögunám, svo og lýsingar á atvinnu
og þjóðháttum. Hér á það sannarlega
við, að sjón og raun verður ávallt sögu
ríkari.
Börn vaÖa yfir læk.
Athugum það, að nemandi veit í
rauninni mjög lítið t. d. um fjall, þótt
hann hafi fjallið jafnvel daglega fyrir
augum. Hann getur gjarnan hafa lært
inni í kennslustofu eða í námsbókinni,
hvað f jallið er margir metrar yfir sjáv-
arflötinn. En raunverulega þekkingu
á eðli fjallsins hefir hann ekki náð að
tileinka sér, fyrr en hann hefir prílað
framan í giljadrögunum sjálfur og
klifrað upp á fjallið og upp á hæsta
tindinn. — Nemandinn þarf af sjá,
finna og kynnast af eigin sjón Og raun
eiginleikum fjalls.ins, og síðan, er eitt
fjall er á þann hátt kannað, á hinn
sami nemandi alla tíð hægt um vik
að gera sér mjög skýra hugmynd
um, ekki einasta þetta umrædda og
kannaða fjall, heldur og yfirleitt um
öll fjöll, jafnvel hvar í veröldinni sem
þau annars eru.
Nemandinn þarf að horfa á og
virða fyrir sér eyjuna úti á flóanum,
eiðið, nesið, fjörðinn og flóann. Fyr er
ekki trygging fengin fyrir því, að hann
hafi tileinkað sér nægilega ljóst eða
yfirleitt skilji hugtökin: eyja, eiði,
nes, fjörður, flói o. s. frv.
Þannig mætti lengi halda áfram að
sanna fræðslugildi skólaferðanna, og
þótt hér hafi verið tekin fáein dæmi,
aðeins af handa hófi, sjerstaklega
landfræðilegs efnis, þá má á sama hátt
finna hliðstæð dæmi úr öðrum náms-
greinum, er sanna ljóslega yfirburði
eigin athugana námsfer’ðafóiksins
fram yfir óljósar hugmyndir, er nem-
endur áður hafa gert sér um hlutina
innan veggja kennslustofunnar.
Hér hefir þá verið gerð tilraun 'til
að benda á gildi skólaferðanna, sem
nauðsynlegan þátt fræðslustarfsins
sjálfs, og er sá þáttur hvað merkastur